Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Síða 12

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Síða 12
tök sem aðstoða Filippseyinga að koma á fót hiv-meðferðarstöðvum fyrir fátækari íbúa landsins. Sessu- nautar mínir á hægri hönd voru tveir ungir menn frá Indlandi sem unnu við fræðslu meðal ungs fólks í Bombay. Fyrir aftan mig var bekk- urinn fullsetinn af einkennisklædd- um ungmennum sem léku á alls oddi, var þar samankominn hluti mörg hundruð sjálfboðaliða ráð- stefnunnar, afar hjálpfúst og vin- gjarnlegt ungt fólk sem sjá mátti aðstoða þreytta og oft ráðvillta gesti með hina ólíklegustu hluti alla vik- una. Eg leitaði sjálfur til þeirra eftir aðstoð í ýmsum málum. Nokkrum sinnum hjálpuðu þau mér að finna rútuna mína eftir að rökkva tók þegar þúsundir manna streymdu í átt að bílastæðum þar sem biðu rúmlega 400 rútur! En oft fannst manni ríkja algjört skipulagsleysi í því að koma fólkinu í réttar rútur sem flytti það á rétt hótel. Eftir að taílenskir þjóðdansflokk- ar og hljómlistarmenn höfðu kom- ið fram setti forseti IAS, Joep Lange, ráðstefnuna. Síðan var afar áhrifamikil stund þar sem sam- komugestir voru beðnir að tendra ljós á litlum vasaljósum sem útdeilt hafði verið í minningu þeirra er lát- ist hafa úr alnæmi. Þarna sátu um 20.000 manns með tindrandi ljós og var ekki laust við að tilfinninga- straumur færi um mig og sessu- nauta mína og sjá mátti tár á hvörmum þær mínútur sem þetta varði. Fyrstur til að taka til máls var for- sætisráðherra Taílands, Thaksin Shinawatra, og sem sönnum stjórn- málamanni sæmir byrjaði hann á lofræðu um framtakssemi ríkis- stjórnar sinnar í málefnum er varða hiv og alnæmi. Hann talaði blað- laust og sagði frá reynslu sinni af því að halda á hiv-jákvæðu barni á munaðarleysingjaheimili í Norður- Taílandi og hversu djúpstæð áhrif það hefði haft á hann. Hann hrós- aði síðan ríkisstjórn sinni fyrir að verið væri að veita öllum hópum lyf og að þau væru ókeypis. Hann lof- aði einni milljón dollara til alnæm- ismála á alþjóðagrundvelli næstu fimm árin. Strax var þó ljóst að undirtektir sumra áheyrenda voru æði misjöfn því að hróp voru gerð að ræðu hans og frá efstu svölum heyrðust mótmæli frá þúsund manna kór í bland við kurt- eisisklapp hér og þar við ræðu hans. Einnig var áberandi hópur fólks sem hafði komið sér fyrir framan við sviðið með mótmælaborða sem á stóð meðal annars: HANN LÝG- UR og LYF FYRIR AI.I.A. Margir mótmælendurnir voru sérstaklega reiðir yfir aðgerðum taílenskra stjórnvalda í baráttunni gegn fíkni- efnum sem fram fór 2003, þar sem rúmlega 3.000 manns voru drepnir, nánast af handahófi í „hreinsun- um“ yfirvalda á vandamálinu. I stað svona harkalegra aðgerða vilja mótmælendur að eitthvað raunhæft sé gert í forvörnum gegn fíkniefna- neyslu og að fræðsla um smitleiðir verði verulega aukin, einnig að boðið verði upp á hreinar sprautu- nálar og ekki síst að auka fræðslu til þeirra er stunda vændi. Forsætisráð- herrann hélt andlitinu ágætlega undir mótmælunum, en sjá mátti að þau komu honum á óvart og 12 rauði borSinn

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.