Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Side 13
greinilegt að þau íþyngdu honum
verulega, tókst honum þó að brosa
í gegnum tárin vegna klappliðsins
kurteisa sem var í meirihluta.
Ráðstefnudagar
Á mánudagsmorgni hófst hið eigin-
lega starf hvers ráðstefnugests með
fyrirlestrum og vinnuhópum ýmiss
konar. Eg sá fólk þeysast um í leit
að fundarstöðum. Ég hafði sjálfur
skráð mig á fyrirlestur með yfir-
skriftinni, Starfsmenn í NGO-
starfi, það er í frjálsum félagasam-
tökum (Non Governmental Org-
anizations). Ég fann loks staðinn
og var þar fyrir nokkuð stór hópur
manna. Blandaðist þarna saman
fólk alls staðar frá en þó var áber-
andi mikið af fólki frá Afríkuríkj-
unum. Þarna voru flutt mörg
áhugaverð erindi. Áhrifamest
fannst mér þó að skiptast á skoðun-
um og reynslu augliti til auglitis
eftir fyrirlestrana.
Þarna hitti ég ungt fólk sem
starfar við alnæmisfræðslu meðal
ungmenna á Sri Lanka í skugga
stríðsástands Tamíla og ríkisstjórn-
arinnar þar. Við fórum síðan sam-
an, lítill hópur, og snæddum dýr-
indis taílenskan hádegisverð og
spjölluðum um heima og geima,
sögðum meðal annars sögur af
heimslóðum okkar og aðstæðum
þar.
Ég ætla að láta það vera að telja
upp allt sem fyrir bar næstu daga í
smáatriðum, fremur að stikla á
stóru því annars gæti grein þessi
orðið að bók.
I einum salnum voru um rúm-
lega 500 kynningarbásar. Þetta
framtak var til að kynna hina ólíku
hópa sem koma að alnæmismálum.
Það var ansi fróðlegt að ganga þar
um og voru margir básarnir ansi
skrautlegir. Þarna var kynnt hið
ótrúlega fjölbreytta starf sem fram
fer víða og snertir þennan alvarlega
sjúkdóm. Auðvitað vökti minning-
arbásarnir mismikinn áhuga og oft
var fjölmenni þar sem verið var að
útbýta ókeypis varningi ýmiss kon-
ar, svo sem töskum og lyklakipp-
um, af einhverjum ástæðum virtist
ekki vera eins mikill áhugi þar sem
verið var að dreifa smokkum!
Forvarnarstarf í trássi
við yfirvöld
Ég kynnti mér starfsemi nokkurra
félagasamtaka frá þremur af fátæk-
ari nágrönnum Taílendinga, rná þar
nefna bás Khmera frá Kambódíu
og bás Búddamunka frá Laos sem
sjá að miklu leyti um alnæmis-
fræðslu í skólum heimalands síns
og bás samtaka frá Myanmar (fyrr-
verandi Burma) sem er gert nær
ókleift að starfa heimafyrir vegna
ógnarstjórnar hersins og eru því
staðsett í Taílandi. Yfirvöld í Myan-
mar viðurkenna ekki vandamál er
snúa að alnæmi, frekar en mörg
önnur er snerta mannréttindi.
Þetta hugrakka fólk gaf mér
myndabækling sem notaður er í
forvarnarstarfi þeirra. Khmerarnir
og munkarnir frá Laos notast einn-
ig við svipaða myndabæklinga í for-
varnarstarfi sínu í sveitum landa
sinna en myndirnar koma að góðu
gagni þar sem menntun er lítil í fá-
tækum bændasamfélögum og lestr-
arkunnátta dræm. Starfsemin í
Myanmar þarf að fara fram með
Mynd af veggspjaldi á ráðstefnunni
ítrustu varkárni og að mestu undir
yfirborði kerfisins. Engar áreiðan-
legar tölur eru til um fjölda smit-
aðra í Myanmar frekar en í Laos og
Kambódíu. Viðmælendur mínir
voru þrátt fyrir þetta bjartsýn á að
forvarnarstarf væri að bera árangur
í heimalöndum sínum en fólkið frá
Myanmar vildi koma að þeirri ósk
sem þau bera í brjósti sér að flokki
Aung San Suu Kyi, Lýðræðisbanda-
laginu, tækist að komast til valda
einn góðan veðurdag. Þau kalla eft-
ir meiri stuðningi frá alþjóðasamfé-
laginu. Ég spyr: Erum við í alls-
nægtunum á Vesturlöndum að gera
eitthvað til að hjálpa þeim?
Ég kynnti mér einnig áhugaverð-
an bás samtaka starfandi vændis-
kvenna frá Indlandi, en þær vildu
vekja athygli á þessari gömlu starfs-
grein hvort sem fólki líkaði það
betur eða verr. Samtökin vilja sjá
öruggara starfsumhverfi, meiri
fræðslu um hiv-smit og almennari
notkun smokksins. Einnig fannst
mér áhugaverð yfirskriftin á
nokkrum borðum þeirra, stóð þar
meðal annars SEX WORK IS
WORK og STOP DISCRIM-
INATING OUR CUSTOMERS,
þóttu mér þessar yfirlýsingar ekki
alveg eiga samhljóm í sænska mód-
elinu um vændi, án þess þó að ég
ætli hér að taka afstöðu til þess. All-
ar raddir þurfa jú að fá að heyrast
og fengu svo sannarlega að heyrast
þarna. Á öðrum stað voru samtök
hiv-jákvæðra kynskiptinga frá
Frakklandi að kynna sig, bás þeirra
var afar skrautlegur og móttökurn-
ar ansi skemmtilegar. Þar var ég
upplýstur af mikilli innlifun um
mál skjólstæðinga samtakanna sem
oft á tíðum eiga í vök að verjast, en
það má kannski segja að meðlimir
samtakanna tilheyri minnihluta-
hópi minnihlutahópa. Ég skoðaði
einnig kynningarbás hjá samtökum
hiv-jákvæðra múslima sem ég satt
að segja hef lítið heyrt af hvorki í
starfi mínu hjá Alnæmissamtökun-
um né í fréttum af alnæmi úr þeirra
heirni. Þetta eru regnhlífarsamtök
sem starfrækt eru í nokkrum lönd-
rauði borðinn 13