Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Síða 17
þeir iðulega smitast af lyfjaþolnum berklum og lifrar-
bólgu sem eykur enn á alnæmisvandann. Það hefur
sést í könnunum að kynmök og vímuefnanotkun við-
gengst í stórum stíl í fangelsum en læknisaðstoð er
mjög takmörkuð nema á fáeinum stöðum þar sem er-
lendar hjálparstofnanir koma að verki.
Nýlega hafa aðvaranir rússneskra yfirvalda farið að
nálgast þau viðhorf sem alnæmisfélög hafa haldið
fram, að alnæmisfaraldurinn sé að fara úr böndunum .
Opinberlega eru 240.000 sagðir hiv-smitaðir í Rúss-
landi og 800 greindir með alnæmi, þar af 191 barn.
Sex hundruð hafi dáið fram til þessa. Nýlega áætlaði
Vadim Pokrovsky læknir, helsti alnæmissérfræðingur
Rússa og yfirmaður alnæmismeðferðarstofnunarinnar í
Moskvu, að hiv-smitaðir væru 1,5 milljónir og að á
móti hverju staðfestu smiti væru 4,5 ógreind.
Tölur þessar byggjast á næstum 25 milljónum hiv-
prófum meðal almennings undanfarinn áratug. Fyrir
árið 1996 höfðu 600 próf reynst jákvæð.
Menn hafa áhyggjur af því að áætlanir yfirvalda séu
alvarlega gallaðar. Pedro Chequer er yfirmaður
Moskvuskrifstofu Alnæmisstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna og stjórnaði uppbyggingu alnæmisvarna í heima-
landi sínu, Brasilíu, sem þykja til fyrirmyndar. Hann
segir: „Það er sagt að 240.000 séu smitaðir af hiv-
veirunni og að alnæmissjúkir séu innan við 1.000.
Þetta getur ekki staðist. I Brasilíu eru 700.000 hiv-
smitaðir og alnæmissjúkir eru orðnir 230.000. Það er
eitthvað bogið við tölurnar hér.“ En dr. Pokrovsky
heldur því fram að alnæmistilfellin séu svona fá vegna
þess hve stutt er síðan sjúkdómurinn barst til landsins.
Eftir hrunið
Alnæmisvandi Rússa er afleiðing af falli kommúnism-
ans. Rússar tóku ekki einungis upp kapítalisma og
hrossalækningar í efnahagsmálum, heldur einnig það
sem þar er kallað frelsi og syndir Vesturlanda, svo sem
sterk fíkniefni og vændi.
Einkavæðing atvinnuveganna, þar á meðal úttútn-
aðra og spilltra heilbrigðisstofnana, olli skjótu hruni á
heilbrigðisþjónustunni og útbreiðslu sjúkdóma. Arið
1996 var áfengissýki orðin landlæg og berklar, sárasótt,
lekandi og lifrarbólga B og C. Þriðjungur landsmanna
var atvinnulaus en tala eiturlyfjafíkla hafði hundrað-
faldast svo að fangelsin eru yfirfull.
Miðað við gang sjúkdómsins annars staðar leggst
hann afar þungt á ungt fólk í löndum fyrrum Sovét-
ríkja. Af hiv-smituðum eru 80% innan við þrítugt og
í Mið-Asíulöndunum er helmingur smitaðra innan við
tvítugt.
I byrjun var faraldurinn bundinn við Moskvu og St.
Pétursborg en hefur nú borist til fjarlægra og fátækra
landsvæða svo sem Síberíu. Þetta veldur því að banda-
rískir stjórnmálasérfræðingar telja líklegt að ef ekkert
verður að gert komi að því að faraldurinn verði út-
breiddari en nú er í Afríku sunnan Sahara.
Nú greinast 500-800 hiv-smit á viku og kynmök
gagnkynhneigðra eru vaxandi smitleið umfram kyn-
mök samkynhneigðra og fíkniefnanotkun. Árið 2001
áttu kynmök gagnkynhneigðra 10% hlut í nýsmiti en
árið 2003 25%. I alnæmisbílnum í Krasnoselski-hverfi
er talan 50%. Meðalaldur nýsmitaðra stúlkna hefur
jafnframt lækkað og eru þær nú að meðaltali tveimur
og hálfu ári yngri en nýsmitaðir karlar.
Stúlkur verða illa úti
Að baki þessum tölum er kynslóð rússneskra stúlkna
sem verða heróínfíklar, hefja vændi og smitast af hiv-
veirunni og lifrarbólgu. Um allt land fjölgar korna-
börnum sem hiv-smitaðar mæður háðar fíkniefnum
hafa yfirgefið. Þessi börn verða á sjúkrahúsum til fram-
búðar vegna þess að engin munaðarleysingjahæli vilja
taka við þeim.
Hiv-smit eykst líka meðal götubarna. Níu eða tíu ára
byrja þau að þefa af lími og fyrr en varir orðin í hættu
á að smitast við nauðgun eða, hjá eldri börnum,
vændi. Fjórtán ára eru þau komin í óformlegar klíkur,
sprauta sig með fiíkniefnum og eiga kynmök sín á milli
og smitast og dreifa hiv-smiti. „Manni finnst þetta eig-
inlega óhugsandi, jafnvel okkur hér,“ segir Alexander
Tsekhanovitch, forstöðumaður alnæmisbílsins. „Við
þorum ekki alveg ennþá að meta stöðuna.“
Þögn Pútíns
Mótmælendur fyrir utan hús heilbrigðisráðuneytis
Rússland halda því fram að alnæmismál hafi engan
forgang. Vladimir Pútín forseti hefur enn ekki haldið
ræðu opinberlega um málefnið.
Rússar hafa enn ekki neina landsáætlun um meðferð
alnæmis og forvarnir. Héraðsstjórnir og frjáls félaga-
samtök hafa haft forystuna. Ráðaleysið birtist í skorti á
fíkniefnameðferð og banni við notkun meþadons.
Ríkisstjórnin hefur ekki varið einni rúblu í fíkniefna-
meðferð svo að hjálp við fíkniefnaneytendur byggist
eingöngu á framlögum frá útlöndum.
Arsútgjöld rússneska ríkisins til alnæmismála eru
250 milljónir króna, innan við tvær krónur á mann.
Meðalkostnaður við hiv- og alnæmismeðferð með
lyfjablöndu kostar um 475 þúsund krónur á ári. „Þetta
er verulegt vandamál þegar smitaðir eru 240.000,“ seg-
ir Vadim Pokrovsky, en hann hefur vakið athygli yfir-
valda á nauðsyn þess að auka fjárframlög. „Af þessum
250 milljónum eru um 140 milljónir ætlaðar til þess
að veita læknismeðferð og það dugar aðeins fyrir nokk-
ur hundruð manns. Ég býst við því að eftir ár hafi
sjúklingunum fjölgað verulega en fjárhæðin ekki
hækkað.“ Hann áætlar að 4,5 milljarða króna þurfi til
forvarnastarfa einna og sér.
rauði borðinn 17