Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 33

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 33
Hluti þátttakencla ráðstefnunnar í Vilníus 17. sept. 2004. Dr. Juozas Olekas, heilbrigðisráðherra í Litháen, er i fremstu röð, annar frá vinstri um samfélagsins að brautargengi þessara mála eins og á heilbrigðis- og félagssviði, í viðskiptum, þróun og tengslum á milli landa, ef vel á að vera. Til þess að fylgja eftir fyrri ákvörðunum sem teknar hafa verið um þessi mál, til dæmis af Sameinuðu þjóð- unum árið 2002 og með Dublin-yfirlýsingunni í febr- úar á þessu ári, ákvað Evrópusambandið að kalla til einn fulltrúa frá öllum ríkjum Evrópu til þess að und- irbúa ráðstefnu með hinni pólítísku forystu í Evrópu, heilbrigðisráðherrum eða staðgenglum þeirra. Mark- miðið með ráðstefnunni var að virkja hina pólitísku forystu í löndum Evrópu sem forsendu skipulagðra og samræmdra aðgerða. A þessari ráðstefnu átti að sam- þykkja ákveðnar yfirlýsingar sem hægt yrði að vinna út frá í hverju landi fyrir sig. Undirrituð fór sem fulltrúi frá Islandi á einn undirbúningsfund fyrir þessa ráð- stefnu. Ráðstefnan, sem haldin var í Vilníus í Litháen þann 17. september, þótti takast mjög vel. Þess má geta að allar yfirlýsingar undirbúningshópsins voru samþykktar. Sigurlaug Hauksdóttir, yfirfélagsráðgjafi á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins Yfirlýsingarnar Allar þjóðir lýstu yfir vilja sínum til þess meðal annars að: • Koma af stað skilvirkri þjónustu hvaS varðar umönnun, stuðning og meðhöndlun hiv/alnæmissmitaðra i eigin landi. • Efla forvarnir, til dæmis upplýsingar og ráðgjöf, prófanir á smiti, aðgengi að smokkum, lyfjum, sprautum og sprautunálum. Einnig aðstoð fyrir barnshafandi hiv-já- kvæðar konur og fræðslu til almennings og ákveðinna hópa. • Taka sérstakt tillit til þarfa flóttafólks svo að það eigi kost á umönnun, stuðningi og meðhöndlun á borð við aðra þegna landsins. • Hafa hiv-jákvæða einstaklinga með i stefnumótun mála sem viðkemur þeim sjálfum. Þar á meðal er réttur þeirra til þagnarskyldu, frelsis, vinnu og mannréttinda og áhrif í baráttunni gegn fordómum. • Lögð var áhersla á að tillit yrði tekið til jafnréttis kynj- anna, réttar þeirra til kynlífheilbrigðis, upplýsinga og um- ræðu um kynlíf. • Horfa skyldi á hlutverk karla í baráttunni gegn hiv, ábyrgð þeirra í því að virða rétt kvenna og viðkvæmari stöðu kvenna gagnvart smitun. • Efla rannsóknir og tækni i forvörnun, eins og í bólusetn- ingum og rannsóknum á veirudrepandi smyrslum, sem konur gætu nýtt sér til þess að draga úr útbreiðslu sjúk- dómsins. • Flýta fyrir breytingum i löggjöf í nokkrum löndum Evrópu- sambandsins til þess að auðvelda fólki aðgengi að hiv- lyfjum og samheitalyfjum. • Leggja áherslu á mikilvægi samvinnu og tengsla- myndana, bæði milli landa Evrópu og alþjóðlega, til þess að ná betri árangri. • Sækja um fjárhagslegan stuðning frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum, Regional fund og Alþjóðbankanum, Evrópu- sambandinu og fleiri stofnunum. • Gera yfirlit yfir þær aðgerðir sem eru í gangi í hverju landi fyrir sig og endurmeta þær annað hvert ár. Sérstakir áhættuhópar voru skilgreindir svo sem börn, ung- lingar, sprautufíklar og bólfélagar þeirra, karlar sem hafa kynlíf með öðrum körlum, vændiskonur, fangar, minnihluta- hópar og flóttamenn sem hafa mikil tengsl við upprunalönd þar sem smitunartíðni er há. Evrópusamvinnuboltanum hefur verið kastað. Nú er því að hefjast handa og sjá hvernig til tekst. Vonandi vel, allra vegna. rauði borðinn 33

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.