Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Blaðsíða 19
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS18
Beinin voru öll frekar illa varðveitt. Þau báru þess merki að hafa legið í
vatnsósa jarðvegi, voru að miklu leyti afmynduð og töluvert hafði f lagnað
af ytra barkarbeininu. Greining á minnsta mögulega fjölda einstaklinga
(MNI) í beinasafninu var einn. Það er margt sem styður það að beinin séu
öll úr sama einstaklingi, t.a.m. voru öll beinin frekar smágerð, auk þess sem
tengja mátti nokkur höfuðkúpubrotanna saman.
Kyngreining byggðist á greiningu á einkennum á höfuðkúpu eftir því
sem varðveisla leyfði. Öll voru einkennin kvenleg og því líklegt að beinin
séu úr konu. Smábrot af eyrnaf leti ( facies auricularis) af mjaðmarspaða hafði
varðveist en þó ekki nógu vel til að hægt væri að ákveða hvort um hægra
eða vinstra bein væri að ræða. Aldursgreinandi breytingar á eyrnaf letinum
bentu til þess að konan hafi verið á aldrinum 60±13 ára þegar hún lést.
Vegna slæmrar varðveislu reyndist erfitt að greina meinafræðilegar
breytingar. Það sem greina mátti var helst í tönnum. Hægri endajaxl efri
góms og báðir fyrstu jaxlar neðri góms höfðu tapast áður en konan lést.
Þetta hafði orsakað það að tennurnar á móti hafa haldið áfram að koma
upp, sem hefur haft þau áhrif að tanneyðing hefur verið frekar ójöfn. Einnig
eru merki um sýrueyðingu á öllum þeim forjöxlum og endajöxlum sem
varðveittir eru. Bendir þetta til að konan hafi neytt sýruríks matar, mysu
eða súrmetis.15 Hlutar af þremur hálsliðum hafa varðveist, og bera þeir merki
um myndun osteofíta (beingadda) á liðbolunum. Að öllum líkindum eru
þetta merki um aldurstengda hrörnun, frekar en merki um sjúkdóm. Hins
vegar fundust þessir þrír hálsliðir í réttri líffærafræðilegri stöðu í gröfinni,
og eru enn fastir saman. Varðveisla þeirra var mjög slæm, og því erfitt að
segja til um það hvort þeir hafi sameinast fyrir dauða, og þá verið merki
einhvers konar áverka á hálsi. Hins vegar er möguleiki á að þeir hafi festst
saman í gröfinni eftir að beinin fóru að afmyndast vegna vatns. Ef það er
rétt, þá gæti það bent til þess að enn hafi verið mjúkir vefir (t.d. sinar) sem
héldu beinunum saman þegar hróf lað var við gröfinni, sem þýðir að það
hafi gerst einungis nokkrum árum eða áratugum eftir að konan var grafin.16
Töluverðar rannsóknir hafa verið gerðar á því hversu langan tíma það tekur
fyrir mjúka vefi greftraðra líka að rotna. Ýmsir þættir hafa þar áhrif, til
dæmis hitastig, umbúnaður og rakastig. Hins vegar sýna rannsóknir að í
tempraða beltinu, sem Ísland tilheyrir, tekur einungis 2-3 ár fyrir f lesta
mjúka vefi að hverfa í gröfum sem eru um 1 m á dýpt, eða dýpri.17
15 Lanigan & Bartlett 2013.
16 Sledzik 1998, bls. 113.
17 Rodriguez 1997, bls. 460-1.