Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Blaðsíða 171
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS170
með svipuð markmið störfuðu einnig á jaðarsvæðum iðnaðar á Bretlandi,
Skotlandi og Írlandi.4
Þeir sem heimsækja Haslemere í upphafi 21. aldar sjá við fyrstu sýn
fátt sem minnir á þessa hreyfingu. Ef forvitinn ferðalangur vildi kanna þá
sögu og spyrðist fyrir um hana, væri honum efalaust bent á lítið minjasafn
í bænum – The Haslemere Educational Museum. Við athugun á skrá yfir
safnkost má sjá að meðal safngripa er sérsafn sem nefnt er ýmist „The Peasant
Art Collection“ eða „The European Peasant Art Collection“.5 Viðfangsefni
þessarar greinar er að segja í stuttu máli frá uppruna þessa sérsafns, setja það
í sögulegt samhengi og gera jafnframt grein fyrir íslenskum gripum sem
þar eru heimilisfastir.
Eins og heitið – „The European Peasant Art Collection“ – gefur til
kynna er hér um að ræða gripi sem tilheyrðu á sínum tíma sveitasamfélagi
Evrópu. Nánar tiltekið eru þetta hlutir frá löndum sem á síðustu áratugum
19. aldar voru talin jaðarsvæði þegar miðað er við framrás iðnvæðingar í
Evrópu. Svíþjóð, Noregur, Lappland, Ísland, Norður-Rússland, Holland
og löndin sem liggja að Eystrasalti, eru nefnd til sögunnar þegar rætt er um
uppruna gripanna í minjasafninu í Haslemere.6
Hreyfingar sem beindu athygli að þjóðernislegu- og listrænu gildi
sveitamenningar blómstruðu víðar en á Bretlandi á 19. öld. Pólitískar og
félagslegar aðstæður mörkuðu slíkum hreyfingum mismunandi farvegi eftir
löndum og forsendur aðgerða voru því breytilegar. Hugmyndafræðilegar
rætur eru að öllu jöfnu raktar til þjóðernishyggju og einkum framlags
þýska heimspekingsins Johanns Gottfried Herder (1744-1803). Hann lagði
grunn að fræðilegri umræðu um þjóðernisleg sérkenni grundvölluð á
sameiginlegu tungumáli, minningum og minjum.7
Með framrás iðnvæðingar kviknuðu þær hugmyndir að með aukinni
þéttbýlismyndun og tæknivæðingu myndi rofna samband við fornar
rætur þjóða, lífsorku og viðhorf sem var ósnert af spillingu borgalífs. Slík
sjónarmið voru jafnframt lituð af rómantík og fortíðarþrá. Hugmyndir
sem upphófu menningu hverfandi sveitasamfélags undir formerkjum
rómantískrar þjóðernishyggju áttu upptök í borgarsamfélaginu og þaðan
kom jafnframt frumkvæði að aðgerðum sem miðuðu að því að beina
4 Áslaug Sverrisdóttir 2011, bls. 60‒65. Sjá einnig Helland 2007 og Haslam 2004.
5 Haslemere Educational Museum A. Sótt 27. febrúar 2015 af http://www.haslemeremuseum.co.uk/
humanhistory_files/peasant-arts/Peasant-Art-Collection.html
6 Shepley 2000, bls. 8.
7 Breuilly 1994, bls. 103‒113. Grein hans birtist í greinasafninu Nationalism þar sem fræðast má um
þjóðernishyggju í víðara samhengi. Sjá einnig Gellner 1998 og Hobsbawm 1992.