Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Blaðsíða 59
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS58
Aðrar heimildir um væringja
Yfir 30 sænskir rúnasteinar og rúnaristur frá 11. öld varðveita minninguna
um menn sem farið höfðu til Grikklands.40 Á f lestum, eða 25 steinum, er
þess getið að sá eða þeir sem steinninn er settur yfir hafi ekki átt afturkvæmt,
á sumum er það óljóst og enn aðrir hafa greinilega komið aftur heilir á
húfi og sennilega með gull og gersemar þótt þess sé ekki getið í ristunni,
enda ólíklegt að marga hefði fýst að fara til Grikklands ef enginn hefði
átt afturkvæmt.41 Á tveimur steinum er talað um að þeir sem steinninn er
reistur eftir hafi ‘skipt gulli’ í Grikkjum :
Sö 163: … Þrýðríkr [reisti]stein at sonu sína, snjalla drengi, fór Óleifr í
Grikkjum gulli skipti.
Sö 165: … Guðrún reisti stein at Heðin, var nefi Sveins. Var hann í Grikkjum,
gulli skipti….
Einn steinn (U 792) er reistur eftir mann sem Fó[r] hæfila, féar af laði út í
Grikkjum arfa sínum.
Í Haralds sögu í Heimskringlu er þeim auðæfum sem Haraldur harðráði
safnaði í Miklagarði lýst (16. kaf li):
En er Haraldr kom til Hólmgarðs, fagnaði Jarizleifr konungr honum
forkunnar vel. Dvalðisk hann þar um vetrinn, tók þá í sína varðveizlu gull
þat allt, er hann hafði áðr sent þannug útan af Miklagarði, ok margs konar
dýrgripi. Var þat svá mikit fé, at engi maðr norðr í lönd hafði sét slíkt í eins
manns eigu.42
Sýnir þessi frásögn einnig að það hefur verið mögulegt að senda herfang sitt
og mála heim á undan sér eða a.m.k. til Rússlands. Félagar þeirra sem féllu
hafa sennilega tekið að sér að koma góssinu heim til erfingjanna. Seinna er
sagt frá því (26. kaf li) þegar Haraldur steypir úr fullum töskum gulls fyrir
framan bróðurson sinn, Magnús konung Ólafsson.
Eftir sigurinn í Búlgaríu 1016 skipti Basíl keisari annar hinu
gífurlega herfangi í þrennt. Hann tók einn hlut sjálfur, gaf „Rússum“
(þ.e. væringjum) þeim sem börðust með honum annan þriðjunginn, en
grískum hermönnum sínum þann síðasta.43 Því má ætla að allmargir Svíar,
40 Einnig eru margir steinar reistir yfir menn sem dóu í austur- eða suðurvegi og gæti þá einnig verið
átt við væringja.
41 Sigfús Blöndal gerir þessum steinum, sem og Píreusristunni góð skil, sjá Sigfús Blöndal 1954, bls.
346-360, en nokkrir hafa að vísu fundist síðar, sjá Larsson 1990.
42 Heimskringla III, bls. 89-90. Auðsöfnunar Haralds er m.a. einnig getið í Fagrskinnu (bls. 219-220) og
Morkinskinnu (bls. 94).
43 Sigfús Blöndal 1954, bls. 96.