Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Blaðsíða 113
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS112
Finnar (sem er sannarlega vafasamt þar sem hin frumgermanska mynd
hefur að öllum líkindum haft e í rót) má gera sér í hugarlund að eitthvert
annað fyrirbæri með umrædda lögun komi þá til greina eins og til dæmis
hin strýtulöguðu tjöld sem hafa ugglaust þótt einkennandi fyrir fólk af
þessu þjóðerni.40
Vegna margræðni nafnliðarins (-)finn(-) í norskum örnefnum er nærtækt
að spyrja hvort hin upphaf lega merking hafi einvörðungu getað verið
‘Finni, Sami (Lappi)’ í fornnorrænum mannanöfnum. Sem fyrr getur koma
dæmi um nafnið Guðfinna aðeins fyrir á Íslandi, en Guðfinnr kemur fyrir á
fornri rúnaristu frá Södermanland í Svíþjóð (nafnið kemur fyrst fyrir á 19.
öld í íslenskum heimildum).41 Forliðurinn Goð-/Guð- er hafður í mörgum
öðrum samsettum mannanöfnum í Noregi og á Íslandi til forna eins og
til dæmis Guðbjartr, –bjǫrg, –bjǫrn, –brandr, –fastr, –frǫðr, –laug, –laugr, –leif,
–leifr, –leikr, –mundr, –njótr, –ný, –ríðr, –ríkr, –rún, –rǫðr, –úlfr, –varðr,
–þormr.42 Ekki verður séð að forn mannanöfn með forliðnum Goð-/Guð-
hafi að geyma annað þjóðernis- eða þjóðf lokkaheiti í viðlið. Viðliðirnir
-finna og -finnr ( fiðr) skera sig úr að þessu leyti.
Nöfnin Þorfinna og Þorfinnr eru goðtengd eins og Guðfinna og Guðfinnr.
For liðurinn Þor-/Þór- kemur fyrir í miklu fleiri sam setningum í norrænum
manna nöfnum en Goð-/Guð- og sama á við forliðinn í nafninu Arnfinnr.
Ekkert annað þjóðar- eða þjóðflokksheiti tengist nöfnum með Arn- að fyrri
lið. Sama á við forliðinn Þor-/Þór- með einni merkilegri undan tekningu í
þeim fjöl breyti legu viðliðum sem tengjast þessu goðsheiti: Þorgautr – en það
var algengt karl manns nafn að fornu. Þykir ljóst að nöfnin Gautr og Gauti
hafi upphaflega merkt ‘Gaut lendingur, maður frá Gaut landi’, en Gautr/
Gauti var að vísu einnig Óðins heiti og kemur sú merking líka til greina í
mannanöfnum. For liður inn í nöfnunum Algauti og Algautr var hugsanlega
í öndverðu Álf- og því kunna þessi nöfn að styðja þá túlkun að viðliður
mannsnafnsins Álffinnr (sem kemur fyrir í Noregi að fornu) vísi upphaflega
til þjóðernis eða þjóðflokks.43
Viðliðurinn –finnr ( fiðr) er ennfremur hafður með eftirtöldum forliðum
í fornum mannanöfnum í Noregi eða á Íslandi nema hvorttveggja sé: Auð-,
Berg-, Dag-, Dólg-, Geir-, Her-, Kol- og Stein-. Þessir forliðir tengjast annars
40 Þessara (húð)tjalda er getið í latneskri Noregskonungasögu frá síðari hluta tólftu aldar eða byrjun
þeirrar þrettándu. Sjá Historia Norwegie, bls. 58-59 (og athugasemdir á bls. 121).
41 Peterson 2007, bls. 85.
42 Lind 1915, bls. 366-400; Peterson 2007, bls. 84-88.
43 Um nöfnin Algautr og -gauti sjá Janzén 1947, bls. 21-186: 104. Um þjóðar- og þjóðflokkaheiti í
fornnorrænum mannanöfnum er fjallað á bls. 56 í sömu ritgerð.