Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Blaðsíða 156

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2015, Blaðsíða 156
155PÓSTSKIPIÐ PHØNIX Á síðari hluta 18. aldar hófust reglulegar skipaferðir milli Íslands og Danmerkur með svokölluðum póstskipum. Í upphafi voru farnar tvær ferðir árlega en á seinni hluta 19. aldar hafði þeim fjölgað í sex ferðir á ári. Fyrsta gufuskipið til að sigla þessa leið var Arcturus sem hleypt var af stokkunum árið 1858 og nokkrum árum síðar, eða 1861, hóf gufuskipið Phønix að sigla milli Danmerkur og Íslands. Gufuskipið Laura fylgdi í kjölfarið árið 1882 og á tímabilinu 1882-1900 sigldi fjöldi gufuskipa milli Íslands, Færeyja, Bretlands og Danmerkur.10 Gufuskipið Phønix var smíðað í skipasmíðastöð J. Henderson & Sons í borginni Renfrew við ána Clyde í Skotlandi.11 Skipið var skráð sem barkskip með járnskrúfu, 628 tonn, 199,2 feta (60 m) langt og 25,4 feta (7,3 m) breitt. Smíði skipsins hófst í janúar 1861 og var því hleypt af stokkunum í september sama ár. Að smíði lokinni var það afhent danska skipafélaginu; A/S Det almindelige danske Dampskibs-selskap. Frá 1861-1867 sigldi Phønix milli Danmerkur, Bretlands og Íslands en árið 1867 var það tekið yfir af skipafélaginu Det forenede Dampskibs-selskap og á tímabilinu 1867 til 1878 sigldi það á milli Danmerkur, Bretlands, Færeyja og Íslands. Árið 1878 var skipið tekið úr þjónustu og endursmíðað í Kaupmannahöfn, þar sem það var lengt í 201.1 fet (62 m) sem jók þyngd skipsins í 721 tonn, og að auki var ný vél og gufuketill settur í skipið. Síðar sama ár hóf Phønix aftur að sigla milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur og hélt því áfram fram í ársbyrjun 1881.12 Í janúar árið 1881 lagði Phønix af stað í miðvetrarsiglingu sína til Íslands með póst, kol og almennan varning fyrir kaupmenn í Reykjavík. Skipið sigldi venjulega með farþega en í þessari ferð voru engir um borð, aðeins 24 áhafnarmeðlimir. Ferðin var tíðindalaus þangað til skipið kom undir Íslandsstrendur en síðla dags 30. janúar árið 1881, þegar skipið var að sigla fyrir Reykjanesskaga, sigldi það inn í mikinn vetrarstorm. Í fyrstu var stormurinn vestanstæður en snérist síðan og blés úr norðri. Í kjölfarið féll hitastigið niður í -18°C, sem olli því að ísing tók að myndast á yfirbyggingu skipsins og jók hættuna á að því hvolfdi. Næstu klukkustundirnar barðist áhöfn skipsins við ísinn og storminn en eftir að skipinu hafði tvisvar sinnum nærri hvolft, ákvað skipstjórinn að höggva niður stórsigluna og sigla sem skjótast til lands. Skipstjórinn hélt skipinu upp í storminn og skipaði áhöfninni að halda áfram að höggva ís af yfirbyggingunni. Um 10 Heimir Þorleifsson 2004, bls. 153-204. 11 Ritchie 1992, bls. 111. 12 Loyd´s Registry of Shipping 1861; Thorsøe et al. 1991, bls. 131.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.