Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 164
163HEIMAGRAFREITIR Á ÍSLANDI
frumvarpinu en Kirkjuþingið hafði gert árið áður. Aðaláherslan í þessum
breytingum snerist um fegrun og viðhald kirkjugarðanna en einnig var sett
bann við gerð grafhýsa sem bættist þá við bann við upptöku heimagrafreita
sem hafði komið fram í eldri útgáfu frumvarpsins.
Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi í byrjun febrúar 1963 og var það
samþykkt tveimur mánuðum seinna, í byrjun apríl.68 Voru umræður um
frumvarpið á rólegu nótunum í efri deild þingsins. Nokkrar breytinga-
tillögur voru lagðar fram sem sumar voru samþykktar en öðrum hafnað.
Þegar frumvarpið fór fyrir neðri deild urðu menn lítið eitt örari og snerist
umræðan mikið til um heimagrafreitina. Fannst mönnum að með banninu
væri hoggið of nærri því persónulega frelsi sem hver maður ætti, eftir að hafa
unnið allt sitt líf fyrir þessum litla reit.69 En allt kom fyrir ekki, frumvarpið
var samþykkt og þar með bannað að veita leyfi fyrir heimagrafreitum.
Ekki hefur verið gefið leyfi fyrir neinum heimagrafreitum eftir 1963 og
hefur ekki verið leyfilegt að stækka þá sem fyrir eru. Það má þó enn grafa í
þá grafreiti þar sem enn eru laus pláss til að jarðsetja í, enda gerðu lögin ráð
fyrir því að heimilt væri að jarðsetja í það pláss sem búið væri að afmarka
fyrir í heimagrafreit.70
Umræða og lokaorð
Þegar hætt var að gefa leyfi til upptöku heimagrafreita 1963 voru þeir
orðnir 158 talsins.71 Dreifing þeirra um landið er mjög ójöfn sem er
athyglisvert að skoða. Flestir þeirra eru á Norðurlandi; 18 í Húnavatnssýslu,
16 í Skagafjarðarsýslu, fjórir í Eyjafjarðarsýslu, 16 í Suður-Þingeyjarsýslu
og fjórir í Norður-Þingeyjarsýslu, samtals 58 að tölu. Fast þar á eftir
er Austurland með 52 garða, 36 í Norður-Múlasýslu og 16 í Suður-
Múlasýslu. Það finnast því samtals 110 heimagrafreitir á Norður- og
Austur landi sem er ríf lega 2/3 allra heimagrafreita á Íslandi. Á Suðurlandi
eru 19 heimagrafreitir, sex í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum, fjórir í
Rangárvallasýslu og níu í Árnessýslu. Að lokum eru 29 heimagrafreitir á
Vesturlandi, fimm í Gullbringu- og Kjósarsýslu, sex í Borgarfjarðarsýslu,
fjórir í Dalasýslu, sex í Mýra- og Hnappadalssýslu, einn í Snæfellsnessýslu,
68 Alþingistíðindi 1962, B-deild, dálkur 1501og 1522.
69 Alþingistíðindi 1962, B-deild, dálkur 1501-1527.
70 Alþingistíðindi 1962, B-deild, dálkur 1501-1527.
71 Leyfi til heimagrafreita hafa þó a.m.k. verið 159 því vitað er um eitt tilfelli þar sem heima graf reitur
var lagður niður og einstaklingurinn sem í honum var, grafinn upp og fluttur í kirkjugarð þegar
jörðin fór úr ábúð ættarinnar (Guðmundur Rafn Sigurðsson, munnleg heimild 19/9 2016).