Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 173

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 173
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS172 mátt útfæra betur. Á síðu 19 er þannig eins og nýr kaf li hefjist sem er þó að engu getið í efnisyfirliti en þar er fjallað um Baldursheimskumlið. Fljótlega berst þó umfjöllunin að öðrum málum og þá áttar lesandi sig á að þetta er ekki sjálfstæður kaf li þótt uppsetningin gefi tilefni til að ætla að svo sé. Fyrsta hluta bókarinnar er ætlað að gefa yfirsýn yfir sögu safnastarfsins. Samantektin er hér dálítið brotakennd eins og tilgangurinn sé ekki alveg skýr eða ætli sér meira en rúmast á þessum síðum. Þannig er heldur yfirborðs- kenndri endursögn á gangi sjálfstæðisbaráttunnar f léttað saman við ýmsa þætti úr sögu safnastarfsins sem að sönnu eru margir býsna hnýsilegir. Þannig er sagt frá umfjöllun Sigurðar Guðmundssonar um kumlið sem uppgötvaðist í Mývatnssveit árið 1860 og hún sett í samhengi við tilurðar- sögu safnsins. Af öðrum toga er skemmtileg umfjöllun um það hvernig átta megi sig á uppsetningu sýningar Forngripasafnsins út frá ljósmyndum sem danski norðurljósafræðingurinn Sophus Tromholt tók veturinn 1883-84. Þessi dæmi eru vissulega þekkt en markmiðið er heldur ekki að draga upp nýja sýn á sögu safnsins heldur fremur taka saman það sem fyrir liggur. Alloft tef lir höfundur þessari umfjöllun um söguna saman við sjónarmið í safnastarfi samtímans, einkum til að draga fram samfellu í starfi safnsins, til að sýna að ýmis af þeim gildum sem lagt var upp með og höfð í heiðri á nítjándu öld og í upphafi þeirrar tuttugustu eigi enn við í upphafi þeirrar tuttugustu og fyrstu. Höfundi er þannig lagið að spegla söguna í samtímanum, sýna hvernig áherslur fyrri tíðar endurspeglast eða móta áherslur í safninu í dag. Athyglisvert er að í þessu samtali fortíðar og samtíðar er síður lagt upp úr því að aðgreina nálgun og aðferðir fyrri tíðar frá sjónarmiðum sem eru í deiglunni hin síðari ár. Þannig má segja að áherslan sé á að draga upp mynd af Þjóðminjasafninu sem stofnun sem standi traustum fótum í órofa sögu sinni og að það sem einkennir viðgang þess sé fyrst og fremst sívaxandi burðir til faglegrar og vísindalegrar útfærslu á hlutverki sínu. Við áframhaldandi lestur bókarinnar kemur þó í ljós að þetta samhengi er ekki alveg einhlítt enda bendir höfundur á hvernig forsendur og hugmyndafræði safnastarfs bæði hér á landi og alþjóðlega hefur tekið grundvallarbreytingum á þessum ríf lega 150 árum síðan Forngripasafnið var stofnað. Þannig er lögð á það áhersla í lokaorðum að Þjóðminjasafnið sé í samtímanum „mikilvægur almannavettvangur þar sem áhersla er lögð á félagslegt réttlæti og fjölmenningu í alþjóðlegu samhengi“ (300). Þetta er á margan hátt í fullkominni andstöðu við upphaf legt hlutverk safnsins sem beinlínis var stofnað til að upphefja íslenskt þjóðerni og hafði sennilega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.