Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 6
TIL LESENDA Yfirskrift fyrstu greinar í Árbók að þessu sinni, Gengið á reka, hljómar líklega kunnuglega fyrir áhugafólk um fornleifar, enda er hún sótt í titil á bók Kristjáns Eldjárn sem kom út fyrir sjötíu árum (1948). Þóra Pétursdóttir fer hér á fjörurnar við fornleifafræði mannaldar, en það er nýlega skilgreint jarðsögulegt tímabil sem helgast af því að maðurinn hefur svo mikil áhrif á umhverfi sitt að hann telst nú mótandi af l í jarðsögulegum skilningi. Sem dæmi um þetta hefur nú verið skilgreind ný bergtegund, plastiglomerate, sem er samsuða úr náttúrulegu efni og plasti. Mannöldin breytir sýn okkar á hefðbundna aðgreiningu milli menningar og náttúru og Þóra kannar hér hvernig fornleifafræðin getur tekist á við arf leifð tímabilsins með hliðsjón af rekafjörunni. Í grein sinni veitir Gunnar Karlsson yfirlit um rannsóknir á jarðhýsum hér á landi, en það eru niðurgrafin hús frá víkingaöld og fyrri hluta miðalda sem finnast oft á bæjarstæðum. Hann gerir grein fyrir helstu kenningum um hlutverk húsanna og rekur auk þess hugmyndir um dyngjur í Íslendinga- sögum, sem hefur verið bent á að gætu hafa verið sams konar mannvirki og jarðhýsin. Myndaþáttur kallast á við myndir síðustu Árbókar, en það voru vinnu myndir frá fornleifauppgröftum. Að þessu sinni kynnir Inga Lára Baldvins dóttir elstu þekktu myndir frá fornleifarannsóknum á Íslandi, sem varð veittar eru á þjóðminjasöfnum Íslendinga og Dana, meðal annars frá Þorsteini Erlingssyni, Daniel Bruun og Einari Benediktssyni. Myndirnar veita sjaldgæfa innsýn í tíðaranda og aðferðir við upphaf nútíma forn leifa- rannsókna og að auki hafa varðveist myndir af minjum sem ekki eru til lengur. Tvær greinar fjalla um nýlegan efnivið á mælikvarða forn leifafræðinnar þótt hann sé heldur fjær okkur í tíma en plastrekinn í grein Þóru. Elín Ósk Hreiðarsdóttir fjallar um íslensk túnakort sem vorið 2016 fengu sess á skrá yfir minni heimsins hjá Menningar málstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Á skrána kemst einungis dýrmætur menningararfur með mikið varð veislu gildi, en kortin eru talin einstæð heimild um búsetulandslag, stað fræði og skipulagsmál hér á landi í upphafi 20. aldar. Túnakortin eru nú þegar mikið notuð í þágu fornleifarannsókna og munu reynast mikill þekkingar brunnur um ókomin ár. Í greininni varpar Elín ljósi á forsendur korta gerðarinnar, bak grunn mælinga manna, aðferðir sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.