Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 6
TIL LESENDA
Yfirskrift fyrstu greinar í Árbók að þessu sinni, Gengið á reka, hljómar
líklega kunnuglega fyrir áhugafólk um fornleifar, enda er hún sótt í titil á
bók Kristjáns Eldjárn sem kom út fyrir sjötíu árum (1948). Þóra Pétursdóttir
fer hér á fjörurnar við fornleifafræði mannaldar, en það er nýlega skilgreint
jarðsögulegt tímabil sem helgast af því að maðurinn hefur svo mikil áhrif á
umhverfi sitt að hann telst nú mótandi af l í jarðsögulegum skilningi. Sem
dæmi um þetta hefur nú verið skilgreind ný bergtegund, plastiglomerate,
sem er samsuða úr náttúrulegu efni og plasti. Mannöldin breytir sýn okkar
á hefðbundna aðgreiningu milli menningar og náttúru og Þóra kannar hér
hvernig fornleifafræðin getur tekist á við arf leifð tímabilsins með hliðsjón
af rekafjörunni.
Í grein sinni veitir Gunnar Karlsson yfirlit um rannsóknir á jarðhýsum
hér á landi, en það eru niðurgrafin hús frá víkingaöld og fyrri hluta miðalda
sem finnast oft á bæjarstæðum. Hann gerir grein fyrir helstu kenningum um
hlutverk húsanna og rekur auk þess hugmyndir um dyngjur í Íslendinga-
sögum, sem hefur verið bent á að gætu hafa verið sams konar mannvirki
og jarðhýsin.
Myndaþáttur kallast á við myndir síðustu Árbókar, en það voru
vinnu myndir frá fornleifauppgröftum. Að þessu sinni kynnir Inga Lára
Baldvins dóttir elstu þekktu myndir frá fornleifarannsóknum á Íslandi, sem
varð veittar eru á þjóðminjasöfnum Íslendinga og Dana, meðal annars frá
Þorsteini Erlingssyni, Daniel Bruun og Einari Benediktssyni. Myndirnar
veita sjaldgæfa innsýn í tíðaranda og aðferðir við upphaf nútíma forn leifa-
rannsókna og að auki hafa varðveist myndir af minjum sem ekki eru til
lengur.
Tvær greinar fjalla um nýlegan efnivið á mælikvarða forn leifafræðinnar
þótt hann sé heldur fjær okkur í tíma en plastrekinn í grein Þóru. Elín
Ósk Hreiðarsdóttir fjallar um íslensk túnakort sem vorið 2016 fengu
sess á skrá yfir minni heimsins hjá Menningar málstofnun Sameinuðu
þjóðanna (UNESCO). Á skrána kemst einungis dýrmætur menningararfur
með mikið varð veislu gildi, en kortin eru talin einstæð heimild um
búsetulandslag, stað fræði og skipulagsmál hér á landi í upphafi 20. aldar.
Túnakortin eru nú þegar mikið notuð í þágu fornleifarannsókna og munu
reynast mikill þekkingar brunnur um ókomin ár. Í greininni varpar Elín
ljósi á forsendur korta gerðarinnar, bak grunn mælinga manna, aðferðir sem