Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 114

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 114
113SVIPMYND AF MENNINGARLANDSLAGI – ÍSLENSK TÚNAKORT skoða mælingabækurnar og önnur frumgögn.45 Um helmingur bókanna var merktur með nafni mælingamanns og í svipuðum fjölda tilfella var bókin einnig ársett. Mælingarnar voru vanalega settar fram þannig að nafn bæjarins þar sem tún voru mæld var fremst, þá voru ritaðar mælingarnar sjálfar (sem gjarnan náðu yfir a.m.k. tvær síður og oft mun f leiri) og að lokum útreikningur á stærðum túna og matjurtagarða. Mælingamenn settu út eina eða f leiri grunnlínur og mældu svo út frá þeim jaðar túns, kálgarða, bæjarstæði og oftast einnig útihús og vegi. Sumir þeirra mældu ýmislegt annað svo sem tóftir, brunna, órækt og móa, ár og læki o.s.frv. Fjöldi og nákvæmni mælinga var nokkuð misjafn eftir mælingamönnum. Það var t.d. misjafnt hvort menn lögðu út eina grunnlínu eða margar (dæmi eru um allt að sjö grunnlínur) og hversu langar grunnlínurnar voru að jafnaði. Algengt var að grunnlínur væru 160-300 m langar en í sumum tilfellum var grunnlína allt að 600 m löng. Í um fjórðungi mælingabókanna var algengast að sjá eina grunnlínu þótt oftast hafi verið einhverjar undantekningar frá því í hverri bók. Í sumum tilfellum er ljóst að ástæða þess að mælingamaðurinn notaði bara eina línu er að túnin sem hann mældi voru lítil. Í öðrum tilfellum virðist mælingamaðurinn halda sig við staka línu sem fasta mælitækni óháð stærð túnanna. Algengast var hins vegar að mælingamenn notuðu þrjár til fimm grunnlínur eftir stærð og lagi túna. Í nokkrum hreppum virðast hafa verið notaðar enn f leiri grunnlínur. Flest eru dæmin um slíkt úr Norður-Múlasýslu (fjórum hreppum) þar sem mælingamaður notaði sjaldnast færri en fjórar línur. Þar sem aðeins voru notaðar ein eða tvær grunnlínur var algengara að grunnlína væri mjög löng. Misjafnt er hversu miklar upplýsingar er að finna um grunnlínurnar í mælingabókum. Flestir mælingamenn merktu þær þó með númerum og gerðu grein fyrir áttum. Sumir mældu t.d. alltaf úr vestri en algengast var að menn létu staðhætti ráða stefnu grunnlína. Mjög misjafnt er hvernig mælingamenn færðu inn upplýsingar um mælingar á vettvangi. Oftast settu þeir þó upplýsingar um grunnlínu lóðrétt eftir miðri blaðsíðu, skráðu svo mælingar til beggja átta út frá henni og rissuðu þá gjarnan inn gróf lega það sem mælt var, án þess að það væri í kvarða. Um f lestar mælingabækurnar gildir að ekki fæst góð mynd af túnunum sem mæld voru með því einu að horfa á rissið þar. Á þessu eru hins vegar undantekningar. Sumir mælingamenn unnu greinilega mælivinnuna á þennan hátt en drógu að auki upp grófa mynd af túninu 45 Sem fyrr segir eru slík gögn aðeins tiltæk í um þriðjungi tilfella og byggir því umfjöllun um þessi frumgögn á þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.