Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 57
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS56 Framhaldið segir svo frá því að Halli fór að sækja grís til slátrunar að Torfufelli í því skyni að gera griðkonunum veislu.70 (10) Í Reykdæla sögu segir frá því að efnt var til brúðkaups í Höfða við Eyjafjörð, og skyldi gifta Þóru, dóttur Hallsteins bónda. „Svá er sagt, at brúðrin sat í dyngju sinni um daginn ok mart kvenna hjá henni.“ Brúðkaupinu seinkaði raunar nokkuð, en dyngjan kemur ekki við sögu framar.71 (11) Á Hlíðarenda í Fljótshlíð átti Hallgerður húsfreyja myndarlega dyngju samkvæmt Brennu-Njáls sögu: Sá atburðr varð, at farandkonur kómu til Hlíðarenda frá Bergþórshváli. Þær váru málgar ok heldr orðillar. Hallgerðr átti dyngju, ok sat hon þar optliga í; þar var þá Þorgerðr, dóttir hennar, ok Þráinn [bóndi Þorgerðar]; þar var ok Sigmundr [frændi Gunnars] ok fjǫlði kvenna. Gunnarr var eigi þar né Kolskeggr. Farandkonur þessar gengu inn í dyngjuna … [Var nú talað og ort illa um Bergþórshvolsfólk um hríð.] Þá kom Gunnarr at í því; hann hafði staðit fyrir framan dyngjuna ok heyrt ǫll orðtœkin. Ǫllum brá við mjǫk, er hann sá inn ganga …72 (12) Gunnar Þorbjarnarson sem var kallaður Keldugnúpsfíf l bar sig eftir Helgu Þorgrímsdóttur frá Hörgslandi í sögu sem er kennd við hann. Honum líkaði ekki við bræður Helgu tvo og drap þá. „En eptir þetta unnið gekk hann til dyngju Helgu. Hun sat á palli …“73 Engan frekari fróðleik er hér að fá um dyngjuna. (13) Í Landnámabók er frásögn þar sem dyngja kemur við sögu og er talin komin úr glataðri Íslendingasögu.74 Þar segir frá því að Grímsnesingurinn Hallbjörn Oddsson kvæntist Borgfirðingnum Hallgerði Tungu-Oddsdóttur, og voru þau fyrsta veturinn með Oddi á Breiðabólstað í Reykholtsdal, segir sagan og bætir við: „þar var Snæbjǫrn galti. Óástúðligt var með þeim hjónum.“ Ekkert er sagt um hitt, hvernig var með Hallgerði og Snæbirni. Um vorið vildi Hallbjörn f lytjast með konu sína austur í Grímsnes. Þá er Hallbjǫrn hafði lagt á hesta þeira, gekk hann til dyngju, ok sat Hallgerðr á palli ok kembði sér; hárit fell um alla hana ok niðr á gólfit … Hallbjǫrn bað hana upp standa ok fara; hon sat ok þagði; þá tók hann til 70 Valla-Ljóts saga 1956, bls. 235 (1. kap.). 71 Reykdæla saga ok Víga-Skútu 1940, bls. 191-194 (14. kap.). 72 Brennu-Njáls saga 1954, bls. 112-113 (44. kap.). 73 Gunnars saga Keldugnúpsfífls 1959, bls. 355 (4. kap.). 74 Jón Jóhannesson 1941, bls. 106-107, 144, 176.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.