Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 57
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS56
Framhaldið segir svo frá því að Halli fór að sækja grís til slátrunar að
Torfufelli í því skyni að gera griðkonunum veislu.70
(10) Í Reykdæla sögu segir frá því að efnt var til brúðkaups í Höfða
við Eyjafjörð, og skyldi gifta Þóru, dóttur Hallsteins bónda. „Svá er sagt,
at brúðrin sat í dyngju sinni um daginn ok mart kvenna hjá henni.“
Brúðkaupinu seinkaði raunar nokkuð, en dyngjan kemur ekki við sögu
framar.71
(11) Á Hlíðarenda í Fljótshlíð átti Hallgerður húsfreyja myndarlega
dyngju samkvæmt Brennu-Njáls sögu:
Sá atburðr varð, at farandkonur kómu til Hlíðarenda frá Bergþórshváli. Þær
váru málgar ok heldr orðillar. Hallgerðr átti dyngju, ok sat hon þar optliga
í; þar var þá Þorgerðr, dóttir hennar, ok Þráinn [bóndi Þorgerðar]; þar var
ok Sigmundr [frændi Gunnars] ok fjǫlði kvenna. Gunnarr var eigi þar né
Kolskeggr. Farandkonur þessar gengu inn í dyngjuna … [Var nú talað og
ort illa um Bergþórshvolsfólk um hríð.] Þá kom Gunnarr at í því; hann
hafði staðit fyrir framan dyngjuna ok heyrt ǫll orðtœkin. Ǫllum brá við
mjǫk, er hann sá inn ganga …72
(12) Gunnar Þorbjarnarson sem var kallaður Keldugnúpsfíf l bar sig
eftir Helgu Þorgrímsdóttur frá Hörgslandi í sögu sem er kennd við hann.
Honum líkaði ekki við bræður Helgu tvo og drap þá. „En eptir þetta
unnið gekk hann til dyngju Helgu. Hun sat á palli …“73 Engan frekari
fróðleik er hér að fá um dyngjuna.
(13) Í Landnámabók er frásögn þar sem dyngja kemur við sögu og er talin
komin úr glataðri Íslendingasögu.74 Þar segir frá því að Grímsnesingurinn
Hallbjörn Oddsson kvæntist Borgfirðingnum Hallgerði Tungu-Oddsdóttur,
og voru þau fyrsta veturinn með Oddi á Breiðabólstað í Reykholtsdal,
segir sagan og bætir við: „þar var Snæbjǫrn galti. Óástúðligt var með þeim
hjónum.“ Ekkert er sagt um hitt, hvernig var með Hallgerði og Snæbirni.
Um vorið vildi Hallbjörn f lytjast með konu sína austur í Grímsnes.
Þá er Hallbjǫrn hafði lagt á hesta þeira, gekk hann til dyngju, ok sat
Hallgerðr á palli ok kembði sér; hárit fell um alla hana ok niðr á gólfit …
Hallbjǫrn bað hana upp standa ok fara; hon sat ok þagði; þá tók hann til
70 Valla-Ljóts saga 1956, bls. 235 (1. kap.).
71 Reykdæla saga ok Víga-Skútu 1940, bls. 191-194 (14. kap.).
72 Brennu-Njáls saga 1954, bls. 112-113 (44. kap.).
73 Gunnars saga Keldugnúpsfífls 1959, bls. 355 (4. kap.).
74 Jón Jóhannesson 1941, bls. 106-107, 144, 176.