Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 61

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 61
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS60 orðið fyrir84 en er líklega fágætt, og sé ég ekki að mundi bæta neinu við að ræða notkun þess þar því að riddarasögur leitast við að segja frá framandi, útlendum veruleika. Dyngjur eru aldrei nefndar í Grágás eða öðrum lögbókum sem giltu á Íslandi á miðöldum.85 Í Sögu Íslands skrifaði Hörður Ágústsson um húsagerð á síðmiðöldum. Hann nefnir þar vistarverurnar skála, stofu, litlustofu, stórubaðstofu, litlubaðstofu, búr, eldhús, kamar, skemmu, smiðju, skrifstofu, vefjarstofu, auk gripahúsa, en ekki dyngju.86 Niðurstaðan er sú að tími dyngjunnar hafi verið liðinn á ritöld Íslendinga og kannski löngu fyrr. Ekkert bendir til að sagnahöfundar hafi þekkt neinar dyngjur, en þeir grípa gjarnan til þeirra til að sviðsetja þar atburði þar sem konur eru í mikilvægum hlutverkum. Hugtakið dyngja er fortíðarhugtak í sagnarituninni, meðal þess sem var notað til að gefa frásögn fornlegt yfirbragð. Einhvern tímann kunna dyngjur að hafa verið til á Íslandi, það er einfaldasta skýringin á því að þær komust inn í Íslendingasögur. Voru níundu og tíundu aldar jarðhýsin þá kannski dyngjur? Óneitanlega tengjast þessi tvö hugtök á því að bæði virðast oft notuð um vistarverur kvenna, dyngjurnar alltaf þegar þær eru nefndar og tveir þriðju hlutar jarðhýsanna með einhvers konar merkjum um ullariðju kvenna (taf la 1, bls. 62-63). Þó er hæpið að álykta að jarðhýsi sé dyngja og dyngja sé jarðhýsi, og sé því hafnað minnka mjög líkurnar á að það sé upprunalegt hlutverk íslenskra jarðhýsa að hýsa vinnu kvenna. Tvennt finnst mér einkum mæla með því að íslensku jarðhýsin hafi fyrst og fremst verið byggð sem baðhús og verið kölluð baðstofur. Annað er frásögn Eyrbyggja sögu (og Heiðarvíga sögu) sem er birt hér að framan af berserkjunum sem voru vegnir með því að „gera baðstofu“ sem „var grafin í jǫrð niðr, ok var gluggr yfir ofninum, svá at útan mátti á gefa …“ Þegar Nanna Ólafsdóttir skrifaði grein sína um baðstofuna og böð að fornu, upp úr 1970, var bókfestukenning og vanmat á heimildargildi Íslendingasagna svo ríkjandi í fornsagnafræðum að vandaður og vandvirkur fræðimaður, eins og Nanna vissulega var, gat skrifað grein sína án þess að gera meira en aðeins nefna þessa frásögn og afskrifa hana sem skáldskap.87 Síðan þá hygg ég að við höfum lært að það skiptir ekki miklu máli hvort baðstofan sem lýst er í Eyrbyggju var nokkru sinni til eða berserkirnir sem létu líf sitt í henni. Eins og Þór Magnússon benti á í tengslum við jarðhýsin sem hann 84 Ála flekks saga 1951, bls. 132 (5. kap.). Ég geri ráð fyrir að textinn sé í of ungu handriti til að dæmið komi með í safni Orðabókarinnar, og kann það að eiga við fleiri riddarasögur. 85 Grágás 1992, bls. 523; Járnsíða 2005, bls. 194; Jónsbók 2004, bls. 332. 86 Hörður Ágústsson 1989, bls. 283-287. 87 Nanna Ólafsdóttir 1974, bls. 73.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.