Vinnan - 01.12.1945, Qupperneq 11
PERSÓNUR:
Líknarstofnimin
„Hægt andlát h.f “
Einþáttungur eftir F. SLADEN-SMITH
Ungfrú Parsley
Páskupinn
Einbeitt kona
Dóttir hennar
Harold
Herra Pettigrew
Bates
Mortimer lœknir
Olivia
Allardyce
Dolores
Kona
S V I Ð I Ð : Móttökusalur í höll líknarstofnunarinnar
,,Hœgt andlát h.f.“ — Fremst á sviðinu er eins konar
búðarborð, sem myndar hálfhring. Á miðju baksviði
eru stórar, fagurskreyttar dyr, en yfir dyrunum er högg-
myiul. Hœgra megin á sviðinu er skrifborð, og við það
situr ungfrú Parsley, ritari stofnunarinnar, sem tekur
á móii vœntanlegum viðskiptavinum, fögur stúlka og
vel vaxin. Á skrifborði hennar eru hlöð, bcekur, ölglas
og vatnskanna. Yzt til hœgri eru dyr lítillar biðstofu.
Andspœnis skrifborðinu eru Aðalinngöngudyrnar. ■—•
Virðulegur blœr yfir sviðinu. Nokkrir þœgilegir stólar
handa viðskiptavinum. Allt umhverfið samkvœmt nýj-
ustu tízku.
Biskupinn stendur við skrifborðið, virðulegur maður
um sextugt. Hann er nýkominn inn.
Ungfrú Parsley: Komið þér sælir. Og velkominn
hingað, virðulegi biskup.
Biskupinn: Komið þér sælar. Þér kunnið að titla fólk,
heyri ég. Hvernig gátuð þér vitað, hver ég er?
Ungfrú Parsley: Kona í minni stöðu verður að vera
skarpskyggn, herra minn. Auk þess, ef ég má orða það
svo, eruð þér mjög þekktur maður innan kirkjufélags-
ins, og það greiðir okkur stórfé fyrir að fylgjast með
öllu, sem gerist. ... Jæja, hvað um það, það var mjög
fallega gert af yður að líta inn til okkar, herra biskup.
Þér óskið vafalaust eftir fljótri afgreiðslu. . . .
Biskupinn: Guð komi til! Hvernig dettur yður það
í hug, kæra ungfrú? Kirkjan fordæmir þessa stofnun.
Ungfrú Parsley (með töfrandi brosi): Hverju eigum
við þá að þakka heiðurinn af heimsókn yðar?
Biskupinn: Ég þarf að semja fáeinar prédikanir, fyrir
upprisuhátíðina, gegn vantrú nútíðarinnar. Og þar eð
ég get ekki hugsað mér annað, en að allir, sem standa
að þessari stofnun, séu gersneyddir allri guðstrú og ég
hef aldrei prédikað um annað en það, sem ég þekki út
í æsar, kom ég hingað til að afla mér ofurlítilla upp-
lýsinga. Með yðar leyfi langar mig til að sjá með eigin
augum, hvernig þessi furðulega stofnun framkvæmir
hina hryllilegu starfsemi sína — Þið bjóðið viðskipta-
vini yðar velkomna.
Ungfrú Parsley: Auðvitað gerum við það, herra
minn, og ekki sízt, þegar þeir eru virðingarmenn, eins
og þér. Sem stendur er meginstarf okkar fólgið í því
að auglýsa stofnunina. Almenningur hefur ekki enn þá
áttað sig á því, hvílík kostakjör við bjóðum. En auð-
vitað breytist það bráðlega. Enginn þarf að láta sér
til hugar koma, að almenningur gleypi strax við nýjum
hugmyndum. Og nú eru blöðin loksins hætt að ónáða
okkur, svo að við höfum tóm til að láta raunhæfar upp-
lýsingar í té.
Biskupinn: Voru blöðin að ónáða ykkur?
Ungfrú Parsley: Fyrstu þrjá mánuðina komst eng-
inn nálægt húsinu fyrir blaðamönnum. Allir ungu blaða-
mennirnir gerðu þetta hús að heimili sínu og sváfu hér,
til þess að vera viðstaddir, ef eitthvað nýstárlegt kynni
að bera að höndum. Það hafa birzt fjögur þúsund við-
töl við mig og átta hundruð ljósmyndir af mér.
Biskupinn: Ja, nú er ég hissa: Þér hafið sennilega
verið farin að venjast þessu.
Ungfrú Parsley: Enginn, sem starfar hér, má láta sér
koma neitt á óvart.
Biskupinn: Ja, er það satt?
Ungfrú Parsley: Það er eitt af frumskilyrðunum.
Jæja, herra minn, hvers óskið þér. Langar yður til að
skoða biðstofurnar og dánarklefana, eða glugga í bæk-
lingana, sem við höfum gefið út um starfsemi okkar?
Biskupinn: Helzt vildi ég fá að hvíla mig hérna
snöggvast og rabba ofurlítið við yður. Það gæti ein-
hver komið, sem fróðlegt væri að kynnast.
Ungfrú Parsley: Það er guðvelkomið. Fimmtudagur
er einmitt mesti annadagur hjá okkur, hvernig sem í
því liggur. Gerið svo vel að fá yður sæti. Það verður
yndislegt að njóta félagsskapar yðar. Þér skiljið, að ég
fæ mjög sjaldan færi á að tala við siðfágaða mennta-
menn. Og ef til vill fer það svo, þegar þér hafið kynnzt
allri starfstilhögun hér, að þér farið ekki aftur, heldur
kjósið hægt andlát.
VINNAN
235