Vinnan - 01.12.1945, Qupperneq 16
Biskupinn: Leyfið mér að hreyfa mótmælum....
Ungfrú Parsley (lítur brosandi á hann): Nei, herra
minn, verið nú ekki svona prestlegur á svipinn. Gounod
er fyrirtaks tónskáld. Það er eins og þar stendur:
„Segðu mér í söng.“
Biskupinn: Eg var ekki að hugsa um tónlistma, ung-
frú Parsley.
Utigfrú Parsley: Ja, er það satt? Jæja, hvað um það,
ég hélt, að þér ætluðuð að verða góði drengurinn í dag.
(Brosir til hans).
Biskupinn (í fáti): Ég — ég vona, að ég sé alltaf
góður drengur.
Ungfrú Parsley (brosir enn þá meira töfrandi en áð-
ur): En, herra biskup, þér eruð að verða eins hættu-
legur og herra Pettigrew!
Biskupinn (á báðum áttum): Ég ætti sennilega að
fara, en það er oft skylda hins vígða manns að vera
kyrr.
Mortimer lœknir: Mikill lukkunnar pamfíll eruð þér
að mega fara. En ég verð að hírast hér, guð veit hvað
lengi. (Olivia kemur inn. Hún er töfrandi fögur og
glæsilega búin. Mortimer stendur á fætur). Drottinn
minn dýri! Þetta er hvorki meira né minna en Olivia
Beverley! Hvað erindi eigið þér hingað. . ..
Olivia (ringluð og áhyggjufull á svipinn): Ég full-
vissa yður um það, að ég hef aldrei komið hingað áður.
Mortimer læknir: Látum það liggja milli hluta. En
þér eruð vonandi ekki orðin svo leið á lífinu, að þér. . . .
Olivia: Leið á lífinu? Hvers vegna í dauðanum ætti
ég að vera orðin leið á lífinu? Þér vitið, hversu ég
elska lífið — og hef alltaf elskað það. Mér hefur aldrei
dottið þessi staður í hug fyrri en — fyrri en. . . .
Ungfrú Parsley (ákveðin á svip og dálítið höst í
máli): Það sparar yður óþarfa vífilengjur, ef þér vilduð
gera svo vel og koma hingað að skrifborðinu. Þér óskið
sennilega eftir hægu andláti?
Olivia: Nei, guð komi til! Ég átti lítils háttar....
lítils háttar erindi annað -— (svipast um í mesta ráða-
leysi).
Mortimer lœknir (kemur henni til hjálpar): Æ, lát-
um þess háttar smámuni liggja milli hluta. Ég er hér
í dálítið kynlegum erindagerðum sjálfur. Ættum við að
skemmta hvort öðru ofurlítið?
Ungfrú Parsley (alvarleg á svip)-: Þessi móttökusalur
er reyndar ætlaður til annars.
Mortimer lœknir: Skiljanlega, ungfrú Parsley, skilj-
anlega. Við getum látið okkur nægja litla herbergið,
sem þér eruð svo hrifin af. Komið, Olivia! Ég er sann-
færður um, að ungfrú Parsley lætur okkur vita, ef ein-
hverjir koma. . . . (Þau hverfa inn í litlu stofuna).
Ungfrú Parsley (horfir á eftir þeim, afbrýðisöm á
svipinn): Já, sumir geta veitt sér allt, sem þeim þóknast.
(Við Harold). Áfram með smjörið.
Harold: Við hörfum ekki til baka með það.
Ungfrú Parsley: Já, ekki dreg ég það í efa. Við get-
um látið ykkur í té allraviðkunnanlegasta dauðdaga
fyrir spottverð, segjum. ...
Pettigrew: Gætið að yður, ungi maður. Ungfrú Par-
sley er hreinasti refur að læða inn á menn hinum furðu-
legasta aukakostnaði.
Ungfrú Parsley: Ekki eruð þér af baki dottinn, herra
Pettigrew. En nú megi'ð þér ekki spilla viðskiptunum.
(Við Harold). Eins og ég sagði yður áðan, látum við
venjulega spila lagstúf á fiðlu, nema annars sé óskað,
aðeins til að gefa athöfninni ofurlítið viðhafnarmeiri
svip....
Hayold: Hvað, sem um það er, munum við deyja
með bros á vör.
Ungfrú Parsley: Fallega sagt!
[Allardyce kemur inn. Hann er ungur og aðlaðandi,
en dálítið ör í framkomu. Hann gengur beina leið að
skrifborðinu, án þess að veita þeim eftrtekt, sem við-
staddir eru].
Allardyce: Ég vildi gjarnan. . . .
Ungfrú Parsley: Fá fljóta afgreiðslu. Ekki skal standa
á því. Þér hafið vafalaust lesið bæklingana okkar?
Allardyce: Nei, því fer fjarri.
Ungfrú Parsley: Það var og. Þér viljið vafalaust
ofurlitla viðhöfn, en þó svo óbrotna, sem unnt er?
Allardyce: Ég kæri mig kollóttan um alla viðhöfn.
Fljótt og kvalalaust. Það er allt og sumt, sem ég krefst.
Ungfrú Parsley: Það getum við ábyrgzt yður. (Skrif-
ar í bókina). Engin viðhöfn. Ekki hið venjulega fiðlu-
spil. Hvenær viljið þér láta slag standa?
Allardyce: Svo fljótt sem unnt er.
Biskupinn: En, leyfið mér að spyrja. Hvers vegna
langar yður til að deyja? Þér virðist vera við fulla
heilsu.
Allardyce: Haldið þér, að veikindi séu hin eina af-
sökun slíkra ákvarðana? Það er margt til, sem er þung-
bærara en líkamleg vanlíðan.
Pettigrew (fjörlegur á svipinn): Jæja, svo að þér
álítið það? Bíðið þangað til þér hafið orðið að stríða
við heilsuleysi í tuttugu ár, ungi spjátrungur! Þá finnast
yður önnur óþægindi vera smámunir einir. Við Bates
þekkjum ekki andlega kvilla, er það Bates?
Bates: Menn þurfa aldrei að þjást af andlegum kvill-
um.
Harold: En hve þið eruð miklir efnishyggjumenn.
Hér eru þó að minnsta kosti viðstaddir tveir menn, sem
eru hafnir yfir allt jarðneskt bjástur og holdsins þján-
ingar. (Við Allardyce). Heill þér, bróðir! (Allardyce
horfir á hann með fyrirlitningarsvip).
Ungfrú Parsley: En hve það er raunalegt, að þér
skulið þurfa að bíða eftir ungfrú Dolores, fyrst þér er-
240
VINN AN