Vinnan - 01.12.1945, Side 22
' 1! - ’'1
: ■ : . . . ■ '
> -VAfV Mt > '!■ - > <’
Setning ráðstefnunnar
unum, sem drógu enga dul á að með stofnun Alþjóða-
sambandsins væntu þeir aukins styrks í frelsisbaráttu
hinna kúguðu þjóða.
Ein rödd kom þó fram, er taldi ýms tormerki á því
að hægt væri nú þegar að ganga til stofnunar Alþjóða-
sambandsins. Það var Sir Citrine frá P. U. C. Hann
taldi þátttöku brezku verkalýðshreyfingarinnar vera
undir því komna, að viðunandi samkomulag næðist við
I. F. P. U. og fagsamböndin. Til þess þyrfti langan
tíma og væri rétt að fresta stofnun Alþjóðasambands-
ins fram á næsta ár einhverntíma. Vítti hann þá til-
hneigingu nýlendufulltrúanna, einkum Dange frá Ind-
landi, að tengja stofnun Alþjóðasambandsins við frels-
isbaráttu nýlenduþjóðanna. Taldi það vera að draga
pólitík inn í málið, sem óhjákvæmilega yrði til að
sundra. Þá taldi hann hinn öra vöxt verkalýðshreyf-
ingarinnar í löndunum sem nýlega voru laus undan oki
fasismans grunsamlegan og gefa ástæðu til nánari at-
hugunar. Einnig vildi hann, að framkvæmdanefndin
fengi vald til að breyta lögum Alþjóðasambandsins á
fyrsta starfsári sambandsins, ef henni þætti þörf. Einn-
ig lagði hann á rnóti því, að aðsetur sambandsins yrði
í París, því hún væri það dýr borg, að tekjur þess
myndu rýrna að þarflausu vegna dýrtíðarinnar þar.
Þessi hjáróma rödd vakti undrun ráðstefnunnar, sér-
staklega vegna þess að Citrine hafði, sem aðrir meðlim-
ir 13 manna nefndarinnar, staðið að því áliti hennar,
að stofna bæri Alþjóðasambandið tafarlaust.
Fyrstir til andsvara urðu þeir Hillman og Poledano
og síðan hver af öðrum frá ýmsum löndum heims.
Hillman bað ráðstefnuna að minnast þess, að 13
manna nefndinni hefði verið neitað um fulltrúaréttindi
á San Fransisco-rástefnunni, vegna þess að á bak við
hana stóðu ekki skipulögð samtök verkalýðsins og taldi
tilgangslaust að koma aftur til stórveldanna með beiðni
um fulltrúaréttindi á alþjóðlegum ráðstefnum, nema á
bak við stæðu öflug alþjóðasamtök, en hinsvegar höf-
uðnauðsyn að verkalýðurinn gerði sig gildandi á þeim
vettvangi.
Poledano hélt eina af sínum eldheitu hvatningarræð-
um og taldi verkalýðinn lítið hafa lært af hinni dýr-
keyptu reynslu styrjaldarinnar, ef hann ekki gengi taf-
arlaust til stofnunar Alþjóðasambandsins.
Aðeins Conrog frá Kanada og Lindberg frá Svíþjóð
tóku undir frestunartillögu Citrine, en þær raddir
hjöðnuðu algerlega fyrir einingarvilja alls þorra full-
trúanna og ábyrgðartilfinningu gagnvart umbjóðend-
um sínum, verkalýðnum. Eftir tveggja daga umræður
246
VINNAN