Vinnan


Vinnan - 01.12.1945, Page 37

Vinnan - 01.12.1945, Page 37
Og senn verða „hetjunum" hlutverk dærnd: að hanga og rotna í gaddavírspoka, til uppdráttar Hitlers ariska hroka. Þú veizt það er mannsins mesta sæmd. Eg vissi þetta ekki. Því fór sem fór. Mitt fall var maklegt. Mín sök var stór. Eg trúði á réttarins mark og mið: á menningu, kærleika, starf og frið. En hver, sem ei lífinu hættir í flokki, má hætta því einn — á böðuls stokki. Ég hrópa út úr myrkrunum! Hjálp vil ég bera! Hér er ei nema um eitt að gera: Ver þig, í fólksins samfylgd, sjálfan og svo þín börn! Því hún Jogar, álfan! Ég nötraði af kulda og klæddist skjótt. I kring var tindrandi stjörnnnótt. En árdagsblika með illum roða árétti draumsins fyrirboða: Dagrenning handan hafs og fells hófst í vígroða blóðs og elds, — stóð á öndinni stjörf af geig, svo stjörnurnar virtust titra af beyg. Ég hugsaði: Hin skarpa skálmöld rennur. Vort skeið er fullnað. Vor álfa brennur! Tíu áruni eftir að heimskreppan skall á brauzt út önn- ur heimsstyrjöld. Daufir hafa maídagar verkalýðsins verið undanfarin stríðsár. En nú hefur birt í lofti. Og á þessurn 1. maídegi, þegar herir hinna sameinuðu þjóða eru að svæla nazismann úr seinustu hreiðrum hans og vonirnar glæðast uni varanlegan frið, hefur verkalýður heimsins treyst fylkingar sínar og lagt drög að nýjum alþjóðasamtökum verkamanna. I ávarpi því, sem heimsráðstefna verkalýðsins í London birti í febrú- armánuði síðastliðnum, segir svo: Heimsráðstefna vor gerði sér grein fyrir hinum fjár- hagslegu og félagslegu viðfangsefnum, er bíða allra þjóða að stríðinu loknu, og kannaði þær ráðstafanir, sem gera verður til til þess að afstýra atvinnukreppu eftir ófriðinn, er mundi á nýjan leik stofna heims- friðnum í hættu. Ráðstefnan samþykkti þess vegna stefnuskrá varðandi alþjóðlega samvinnu til að iryggja iðnaðarþróun í lítt þroskuðum löndum og nýta að fullu auðlindir hverrar þjóðar nieð því að skipuleggja á hag- nýtan hátt vinnuafl mannanna á þá lund, að framleiðslu- tækin verði nýtt til hins ýtrasta og hægt verði að sjá öllum fyrir vinnu og vaxandi velmegun um allan heim. Verkalýðsfélög heimsráðstefnu vorrar hafa tekið hina mikilvægustu ákvörðun um að efla skipulags- bundna sameiningu hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyf- ingar. Ráðstefnan samþykkti einróma að stofna heims- samtök verkamanna, er telji innan vébanda sinna öll verkalýðsfélög frjálsra landa á grundvelli jafnréttis, án tillits til kynþátta, trúar eða stjórnmálaskoðana, svo að engum verði skipað utan garðs né á óæðra bekk. Vér erum að skapa eins skjótt og tök eru á volduga alþjóða- stofnun, sem sameinar alla, og getur beitt áhrifavaldi sínu til framdráttar yfirlýstum stefnuskráratriðum vor- um. — Heimsráðstefna vor gerði þessa kröfu í þeirri sann- færingu, að alþýða hinna sameinuðu þjóða hefði rétt til þess að leggja orð í belg, þegar friður verður sam- inn. Krafa vor er byggð á þeirri sannfæringu verkalýðs- félaganna sér í lagi, að þau hafi mikið verk að vinna í nýsköpun heimsins. Heimsráðstefna vor trúir því, að með áframhaldandi náinni samvinnu og skjótum að- gerðum hafi stjórnirnar og alþýða hinna sameinuðu þjóða þegar unnið hálfan sigur, en að takast muni að ráða fram úr hinum erfiðu viðfangsefnum framtíðar- innar og leysa hvern vanda, sem að höndum ber. Friðurinn, sem koma skal, mun því að eins verða góður friður — varanlegur friður — friður, sem verður þeirra fórna, er goldnar hafa verið sigrinum, ef hann fær tjáð vilja frjálsra þjóða, hagsmuni þeirra, þrá og þarfir. Vér sendum því þetta ávarp heimsráð- stefnu vorrar öllum verkamönnum heimsins og öllum góðviljuðum körlum og konum, er vilja helga sig því starfi að skapa betri heim með sömu þjónustulund og fórnfýsi og þeir hafa lagt fram til að vinna sigur í styrjöldinni. Hagsýni Aðgœtinn og hagsýnn vejnaðarvörukaupmaður: — Láttu ekki alinmálið liggja þarna hjá ojninum, strákur. Veiztu ekki, að allir hlutir þenjast út og togna við hita? Varð ekki tvísaga Stúlka ein mœtti fyrir rétti og var spurð um aldur sinn. — Eg er Jirítug, sagði hún. — Nei, nú dámar mér ekki, sagði dómarinn. ■— Ég man ekki betur en að þér mœttuð hér jyrir rétti í fyrra og þá nefnduð j tr sama aldurinn. ■— Laukrétt, sagði stúlkan brosandi. — Ég er ekki ein þeirra, sem segja eitt í dag og annað á morgun. Ekki viðeigandi Prestur nokkur kom að máli við barnakennarann og sagði: — Skólanefndin er að hugsa um að setja einhver einkunnarorð yjir kennarastólinn, börnunum til örvun- ar og hvatningar. Hvað segir Jiú t. d. um þetta: „Þekk- ing er auðlegð?“ Kennarinn: — Það dugir ekki. Börnin vita, hvað ég er illa launaður. VINNAN 261

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.