Vinnan - 01.12.1945, Síða 45
-— Fyrst íbúarnir í Fontamara eru ekki á eitt sáttir
um þetta, notfæri ég mér réttindi mín sem málsvari
og oddviti hreppsnefndarinnar og útnefni Cavaliere
Pelino, höfuðsmann hersveitar fasistanna, og Don Circo-
stanza að fulltrúum íbúanna í Fontamara.
I sartía bili réðust á okkur fimm eða sex hermenn og
hröktu okkur út á veginn, þar sem hinir íbúarnir úr
Fontamara voru. En Don Circostanza kallaði á eftir
okkur:
— Treystið mér, og þá mun allt fara vel.
Þegar við vorum komnir aftur fyrir hermennina, var
ekki hægt að sjá það, sem fram fór við lækinn. En það
varð ekki á betra kosið en að fela lærðum manni, eins
og Don Circosta-'sza, málefni sín.
Fyrst gekk skjalaritarinn burtu frá læknum, því næst
verkfræðingur nokkur og loks fjórir vegavinnumenn
með rekurnar sínar. Við sáum, að Don Pelino og Don
Circostanza áttu margt vantalað við vegavinnumennina.
Við sáum ekki fyrir hermönnunum, hvernig farið
var að því að skipta vatninu í tvo þrjá fjórðu hluta.
En í dálítilli fjarlægð, þar sem gamli farvegurinn lá
í bugðu fram með ávaxtagarði Giaconta Barletto, sáum
Fyrst sagði Raffaele Scarpone okkur, að vatnið hefði
mikið þeir tóku frá okkur. Þess vegna störðum við allir
þangað, til að vita, hvað fulltrúar okkar og yfirvöldin
hefðu komið sér saman um.
—■ Felli þeir eins mörg tár og vatnsdroparnir eru,
minnkað í læknum. Og þó að okkur væri Ijóst fyrir
fram, að eitthvað mundi sjatna í læknum, fórum við
allir að æpa og formæla umboðsmanninum. Smám sam-
an minnkaði vatnið um helming, en ekki var látið staðar
numið við það. . . .
— Þjófar. .. . Þorparar. ... Ræningjar! æptum við.
Þá skeði það fyrirvaralaust, að Filomena Druaterna,
la Reccciuta, dóttir Cannarozzos, Giuditta Scarpone,
Lisabetta Limona og fleiri sannkristnar konur krupu
á kné og tóku að biðjast fyrir af mikilli fjálgi.
— Blæði þeim jafnmikið og vatnið er, sem þeir ræna
okkur!
— Felli þeir eins mör gtár og vatnsdroparnir eru,
sem þeir stela frá okkur!
„Verði þeir slegnir kaunum og kýlum
Megi innýfli þeirra umhverfast!
Fái þeir konu og börn aldrei augum litið!
Jesús, Jósef, Anna og María,
bænheyrið oss á örlagastundu.“
Meðan þetta gerðist, lækkaði vatnið stöðugt í gamla
lækj arfarveginum, og að lokum var hann með öllu
þornaður.
— Consummatum est, heyrðunr við Don Abbacchio
tuldra í barm sinn.
— Allt vatnið! Allt vatnið! Þeir hafa tekið af okkur
allt vatnið! æptum við.
Með miklum erfiðismunum tókst Don Circostanza að
koma á friði og spekt.
— Kyrrð! Kyrrð! æpti hann. — Ég er kominn hing-
að til að tala máli ykkar! Lofið mér að kippa þessu í
lag. . . . látið mig sjá um þetta. Fremjið engin axar-
sköft!
Svo gekk hann upp á veginn og þuldi hina venjulegu
ræðu sína: „Þið treystið mér ekki lengur. . . . Þess
vegna gengur allt á tréfótum. . . . Haldið þið, að hægt
sé að koma málum sínum frarn með ópum og ofbeldi?“
Því næst vék hann máli sínu að umboðsmanninum og
sagði:
„Oánægja þessa fólks er réttmæt. .. . Það verður að
komast að samkomulagi.... Ég höfða til hins góða
hjartalags þíns, mannúðar og ástar á alþýðunni. I
Fontamara býr ágætisfólk, sem verðskuldar fyllstu virð-
ingu. .. . sveitarstjórnin hefur látið grafa þennan nýja
lækjarfarveg á kostnað sveitarinnar. Það, sem búið er
að gera, verður ekki aftur tekið. Kristur hefur sagt:
„quod factum est, factum est. . . .“
— Rétt segir þú, hinn frómi, skaut Don Abbacchio
inn í.
— Kannski við getum komið okkur saman um ein-
hvern tíma, þegar íbúarnir í Fontamara fá vatnið aftur,
sagði Don Circostanza. — Þeir geta ef til vill huggað
sig við það, að vatnið sé þeim ekki að eilífu glatað. ...
Svo voru bornar fram margar uppástungur.
— Fimmtíu ár, sagði umboðsmaðurinn.
Þessi blygðunarlausu uppástungu svöruðum við með
ópum og óhljóðum.
— Þá látum við heldur drepa okkur. Við látum held-
ur hneppa okkur alla í þrældóm. Þjófar! Þorparar!
Loks heppnaðist Don Circostanza að stilla til friðar
á ný. Hann vék máli sínu að umboðsmanninum og
sagði:
— Fyrir hönd íbúanna í Fontamara lýsi ég því yfir,
að þetta boð er óaðgengilegt. Þetta er oflangur tími.
Alltof langur tími....
— Fjörutíu ár, sagði séra Don Abbacchio.
— Þrjátíu og fimm ár, sagði Don Pelino.
En kafóníarnir fussuðu og sveiuðu við öllum þessum
uppástungum.
Þá tók Don Circostanza til máls enn á ný.
— Leyfið mér, fyrir hönd hinna prúðu og iðjusömu
íbúa Fontamara, að koma með agnarlitla uppástungu.
Hvernig væri að reyna að koma sér saman um tíu
lustri?*.... Ég skírskota enn til mannúðar umboðs-
mannsins og sárbæni hann um að færa þessa miklu fórn.
* lustri: fleirtala af ítalska orðinu lustrum, sem þýðir meðal
annars fimm ára skeið.
Framhald
VINNAN
269