Vinnan


Vinnan - 01.12.1945, Side 49

Vinnan - 01.12.1945, Side 49
SAMBANDS- tíðindi v _________________________________j Nýr kjarasamningur Fyrir skömmu var undirritaður samningur um kaup og kjör milli Verkakvennafél. „Brynju“ á Seyðisfirði og vinnuveitenda. Samkvæmt honum hefur tímavinnukaup kvenna hækkað úr kr. 1.40 í kr. 1.70 á klst. Eftirvinna greiðist með 50% álagi, en nætur- og helgidagavinna með 100% álagi á dagvinnukaup. Skipavinna kvenna er nú í dagvinnu kr. 2.60 á klst. Eftir-, nætur- og helgidagavinna er greidd með sama álagi á dagvinnukaup og hin almenna vinna. Breyting á orlofslögunum Steingrímur ASalsteinsson og Guðmundur I. Guðmundsson alþingismenn flytja nú frumvarp til laga um breytingu á núgild- andi orlofslögum fyrir hönd AlþýSusambandsins. Með frum- varpi þessu er til þess ætlazt, að um fyrning orlofskrafna á hend- ur atvinnurekendum fari samkvæmt lögum um fyrning kaup- krafna yfirleitt, en samkvæmt lögunum, eins og þau eru nú, fyrnast kröfur þessar, ef þær hafa eigi verið viðurkenndar eða lögsókn hafin áður en næsta.orlofsár er liðið frá því kröfurnar stofnuðust. Ennfremur skulu, samkvæmt þessu frumvarpi, allir sjómenn hafa rétt til fulls orlofs að öllu leyti á kostnað útgerðarinnar. En svo sem kunnugt er, verða hlutasjómenn, ef þeir teljast taka þátt í útgerðarkostnaði að kosta orlof sitt til hálfs á móti útgerðar- manni eða verða án þess. Nýir farmannasamningar Þann 23. nóv s.l. voru undirritaðir samningar um Icaup og kjör farmanna. Samningsaðiljar voru Sjómannafélag Reykjavíkur annars vegar, en Skipaútgerð ríkisins og Eimskipafélag Islands hins vegar. Vinnustöðvun hafði staðið yfir frá 1. okt. eða hátt á annan mánuð. Samkvæmt þessum nýju samningum er mánaðar-grunnkaup farmanna sem hér segir: SKÁIC OMSK 1944 FRONSK VORN Hvítt: I. Boleslavsky — Svart: A. Ufimtsev 1. e2—e4 e7—e6 2. d2—d4 d7—d5 3. Rbl—c3 d5xe4 4. Rc3xe4 Rg8—f6 5. Re4xf6 g7xf6?! Hið venjulega áframhald af þessu afbrigði er 5. Dxf6, 6. R—f3, h7—h6; 7. Bfl—d3, Bf8—d6; 8. o—o, o—o; 9. D—e2, R—c6 með svipuðum möguleikum. — Svart kýs fremur að etfla á tvísýnuna þegar í stað. 6. Rgl—f3 Þar sem búast má við að svart muni vilja byggja upp stöðu sína með B á b7 virðist eðlilegra áframhald: 6. Bcl—e3, Rb8—d7; 7. Ddl—d2, b7—b6; 8. Bfl—e2, Bc8 -b7; 9. Be2—f3 og ef nú 9...Dd8—c8, þá d4—d5 með sókn fyrir hvítt, samanber skákina Tartakower — Brinkmann, Kecs- kemet 1927. 6... b7—b6 7. Bfl—b5+ c7—c6 8. Bb5—c4 Bc8—a6 9. Bc4—b3? Tímatap. Betra er 9. Bxa6 en bezt er þó að líkindum 9. Ddl—e2. 9... Dd8—c7 10. c2—c4 Rb8—d7 11. O—O 0—o—o 12. Ddl—e2 Bf8—d6 13. a2—a4 í svona stöðum, þar sem um sókn og gagn- sókn er að ræða, verður oftast nær og hér- umbil ævinlega að tefla hárnákvæmt, ef ekki á illa að fara. Betra var 13. B—e3 og næst ef til vill Hal—cl. 13 Hd8—g8 14. a4—a5 c6—c5! 15. a5xb6 Dc7xb6 16. Bcl—e3 Ba6—b7 17. d4xc5 Rd7xc5 18. Bb3—dl Hg8—g4 19. De2—d2 Vegna ónákvæmrar uppbyggingar hefur hvítur að því er bezt verður séð verri stöðu Menn hans eru illa staðsettir, hinsvegar standa menn svarts vel til samleiks og árás- ar kóngsstöðu hvíts. Betra var ef til vill fyrir hvítan að leika 19. Rf3—el. Þó ekki sýnist það glæsilegt. 19...... Rc5—e4! Þar reið fyrsta skotið af. — Ef 20. Be3xb6 þá Re4xd2 og vinnur (21. Rxd2, Hxg2-|- og mát í tveim leikjum). 20. Dd2—a5 Hh8—g8!! Og annað strax á eftir. — Fallegur og djúphugsaður leikur. — Ef nú 21. Be3xb6 þá Hxg2-|-; 22. K—hl, Re4xf2-)-! og ef nú 23. Bxf2, þá Hxh2-|- mát, eða 23. IIxf2, H—gl-|- mát. 21. Rf3—el Eini hugsanlegi vonarneistinn. — Ef 21. g2—g3 þá Re4xg3! (22. Bxb6, R—e2+; 23. K—hl, Hg4—gl+ og mát í næsta leik) 22. h2xg3, Hxg3+; 23. Í2xg3, Db6xe3+ með pstöðvandi sókn. 21....... Hg4x2+!! Þar fór þriðja skotið. 22. Relxg2 Re4—d2!!! Og það fjórða í röð og síðasta. — Eftir þennan leik er hvítur helsærður, ef nú 23. Bxb6 þá Hxg2+; 24. Khl, Hxh2+; 25. K—gl, H—hl+ og mát. Sama máli gegnir með 23. f2—f3, því þá er Db6xe3; 24. Khl, Hxg2! 25. Kxg2, Bd6—c5! afgerandi. — Samt sem áður væri þessi leið þó sú bezta, sem völ er á og betur í stíl við skákina en sú, sem valin er. 23. Da5—d5 Bb7xd5 24. c4xd5 Db6xb2 25. Be3xd2 Da2xbl 26. Bdl—f3 Bd6xh2+ Hvítt gaf. — Ein af skemmtilegustu skák- um, sem ég minnist að hafa séð. Öli Valdimarsson. VINNAN 273

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.