Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 16
f'
AF ALÞJÓÐAVETTVANGI
V._________________________/
Frá Sovét-Lettlandi
Fyrir rúmum fimm árum síðan varð Lettland, með
valdatöku alþýðunnar, eitt af lýðveldunum í Sovétríkja-
sambandinu.
A þeim ellefu mánuðum er liðu fram að innrás naz-
istanna jókst iðnaðarframleiðsla landsins um 21%. At-
vinnuleysinu var að fullu útrýmt og þjóðin naut þeirra
réttinda, er stjórnarskrá Sovétríkjanna veitir. Verka-
lýðshreyfingin var endurskipulögð á lýðræðisgrund-
velli og meðlimatalan komst yfir 250.000.
Lettneska þjóðin svaraði innrás nazistanna með svip-
aðri hetjubaráttu og aðrar þjóðir Sovétríkjasambands-
ins. Bændur og verkamenn gerðu nazistunum allt það
tjón, er þeir máttu, sprengdu brýr, settu lestir af spor-
inu og unnu öll þau skemmdarverk er við varð komið.
Um leið og innrásarherinn var rekinn úr landinu
hófst endurreisn verkalýðsfélaganna og landssambands-
ins. Mikil áherzla var lögð á sósíalistiska samkeppni
milli verkamanna og nú taka yfir 90% þátt í henni og
einbeita sér að endurreisnarstarfinu. Þegar er lokið við
að endurbyggja meiri hluta verksmiðj anna, sem naz-
istarnir lögðu í rústir, og hafa þær tekið til starfa á ný.
Fremstir í samkeppninni eru starfsmenn járnbraut-
anna. Þjóðverjarnir eyðilögðu járnbrautarkerfið á und-
anhaldinu, rifu upp teinana og sprengdu brýrnar, en
þrátt fyrir skemmdirnar eru járnbrautarsamgöngurnar
að komast í lag, fyrir framúrskarandi dugnað og áhuga
verkamannanna.
Verkalýðsfélögin láta sig miklu skipta lífskjör verka-
mannanna. Mikil áherzla er lögð á aukna ræktun mat-
jurta til að bæta upp matarskammtinn og sjá verka-
lýðsfélögin verkamönnum fyrir útsæði og áhöldum. —
Fjölda hvíldarheimila, heilsuhæla og sumardvalarheim-
ila fyrir börn, hefur verið komið upp, einnig klúbbum,
leikhúsum og bókasöfnum.
Starf verkalýðssamtakanna í Hollandi
N. V. V., stærsta verkalýðssamband Hollands, telur
nú 230.000 meðlimi og líkur benda til að skammt sé
þess að bíða að meðlimatala þess komist yfir 300.000,
og þegar þess er gætt að atvinnuleysissjóðir verkalýðs-
félaganna, sem áður drógu ýmsa að þeim, eru ekki leng-
ur til, og æskulýðurinn hafði lítil kynni af verkalýðs-
hreyfingunni á hernámsárunum, sýnir þessi öri vöxtur
glöggan skilning verkalýðsins á gildi samtakanna.
Hin ýmsu verkalýðsfélög ræða nú framtíðarskipulag
og verkefni heildarsamtakanna, samvinnuna við Kat-
ólsku félögin og útrýmingu fasistanna. Þing N. V. V.
kemur saman innan skamms og þar verður þessum
málum endanlega ráðið til lykta.
Baráttustefnuskrá N. V. V.:
1. I samráði við verkalýðssamtökin geri ríkisstjórn-
in tafarlaust ráðstafanir til að
a) launþegar sem neyddir voru til vinnu í Þýzka-
landi,
b) stríðsfangar,
c) gislar og aðrir, sem sviftir voru frelsi af óvin-
unum,
d) fólk úr andstöðuhreyfingunni,
fái aftur sína fyrri atvinnu. Ef það af einhverjum
ástæðum er óframkvæmanlegt, fái þeir biðlaun.
Einnig verði gerðar ráðstafanir til hjálpar þeim,
er voru atvinnulausir.
2. Allir opinberir starfsmenn, sem sviftir voru störf-
um vegna mótþróa við Þjóðverja, verði teknir í
stöður sínar á ný án missis nokkurra réttinda.
3. Engar uppsagnir án samþykkis verkalýðssamtak-
anna.
4. Vinnutími og hlunnindi eins og var fyrir stríð.
5. Ráðstafanir til að auka atvinnuna.
6. Aukin skammtur af nauðsynjavörum, fæði, skó-
fatnaði og fötum. Vægðarlaus barátta gegn svarta
markaðinum.
7. Launabætur til opinberra starfsmanna. Endur-
skoðun allra launasamninga. •— Eftirlit með húsa-
leigu.
8. Tafarlaus hækkun á ellilaunum.
9. Aukin heilsuvernd, sérstaklega sé lögð áherzla á
baráttuna gegn berklaveikinni.
10. Fjárhagslegur stuðningur við stríðsöryrkja og
aðstandendur þeirra sjómanna og annarra, er létu
lífið í þágu föðurlandsins á styrjaldarárunum.
80
VINNAN