Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 18

Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 18
HELGI GUÐLAUGSSON: VIÐ HITARVATN Nl. Þegar við vöknuðum næsta morgun, varS okkur auS- vitaS fyrst fyrir aS athuga veSrið. Reyndist það litlu hagstæðara en kvöldið áður, mikil rigning en heldur lygnara. Samt bjuggust flestir til útgöngu að loknum morgunverði, því mönnum var mikil forvitni á að skoða hið mjög rómaða umhverfi. ViS gengum í áttina til vatnsins, norður með Hólm- inum, og varS þá fyrir okkur uppgróin bæjarrúst á ár- bakkanum, um 20—30 metra frá skálanum. Þarna munu vera rústirnar af Hólmsbænum gamla, þar sem Björn heitinn Hítdælakappi bjó. Ekki er mér kunnugt um hvenær sá bær lagðist í eyði, en mjög glögglega sér móta fyrir húsaskipan. Hinum megin við ána eru svo- nefndir Hítingshj allar og þar fyrir ofan KlifiS og KlifskarS, sem talaS er um í Bjarnarsögu. Þarna var staldrað viS stundarkorn, síðan haldið áfram norður aS vatni. Er það aSeins örfárra mínútna gangur, þar lá báturinn í fjörunni, tilbúinn handa veiðimönnunum. Ekki leizt okkur þó á aS róa til fiskjar í það sinn, en réðumst í stað þess til uppgöngu á Hólminn. Er furðu- drjúgur spölur upp á kollinn á honum og gott útsýni þaðan yfir umhverfið. Hítarvatn er aflangt. Mun vera um 5 km. á lengd, breiddin nokkuS misjöfn, en senni- lega um lþú km til jafnaðar. VatniS liggur frá suð- vestri til norðausturs. Fjallahringur umlykur það á 3 vegu. AS norðvestanverðu viS vatnið er mjótt, grösugt undirlendi, við norðausturbotninn er nokkru meira undirlendi, enda var þar áður byggð. Þar eru svo- nefndar Tjaldbrekkur. Við austurhliS vatnsins er gróð- urlítið. Þar ofarlega er Foxufell og gengur alveg fram aS vatninu. Þar suður af hefst Hólmshraun, sunnanvert við miðju vatnsins, og liggur suður fyrir Hólminn, sums staðar fast upp að honum, vestur að Hítará og nokkurn spöl niður með henni. HrauniS er töluvert gróiS. Þarna uppi á Hólminum gerðist atburður, sem ekki sæmir annað en geta sérstaklega. Geir lagði síðast af stað niður aftur og varð einn eftir um stund. Og sem hann situr þarna á efstu nibbunni, vafalaust í mjög fjálglegum hugleiðingum, kemur andinn skyndilega yfir hann og hann tekur aS mæla af munni fram sérkenni- legt, frumort ljóð. Hefur slíkt aldrei komið fyrir Geir áður og ekki síðan. Fer ljóð þetta hér á eftir. Sit ég hér einn meS sveittan skalla í rohi, syfjuleg gerist brátt hin aldna drótt. Sittu nú hjá mér sonur rninn — á loki, svefnglaSur mun ég hjá þér vaka í nótt. Varpa ég af þér myrku moldaroki, mófuglsins söngur hljómar blítt og rótt. Sittu nú hjá mér sonur minn — á loki, svefnglaSur mun ég hjá þér vaka í nótt. Á meðan Geir vitnaði þannig fagurlega, með inn- blásinni ljóðagerS sinni, um göfgandi og menntandi áhrif frábærrar náttúrufegurðar á -mannlega sál, lötr- aði önnur persóna niður á við (ég nefni engin nöfn) og lamdi saman lágkúrulegar og bölsýnar stökur, gjör- sneyddar andagift og sálrænni upphafningu: HrakviSrin lemja Hólminn helmingi meira en nóg, áin í ótal hlykkjum engist niSur í sjó. ISar þar allt í vatni, ekki sér grœnan topp, úr himninum hellist regniS, sem hvolft sé úr risakopp. Horf’ ofan í Hítardalinn himingnœfandi fjöll, þar er ei margt um manninn, en mýiS kynstrin öll. HöfSinginn bjó aS Hólmi, Hítdœlakappinn Björn, sem elskaSi alltaf þá sömu, orti og steytti górn. Þegar við komum inn um hádegisbilið, hundblautir, tók Ásta á móti okkur af stakri umhyggju, færði okkur úr votu og fékk okkur þurr plögg, sem hún hafði þurrk- 82 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.