Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Page 20

Vinnan - 01.05.1946, Page 20
/ Vatnshlíð að bíta á öngulinn eða að festa sig á honum á annan hátt. Fór þessu fram langa hríð. Loks lögðum við árar í bát (andlega talað) og rerum í land. Var þá komið undir hádegi og veiðimennirnir orðnir matþurfi. Varð því sá endirinn á þessari veiðiför, að við lötruðum soltnir heim í skála, til þess að éta af birgðum hússins, í stað þess að færa björg í bú. Margt háðsyrðið fengum við að heyra frá heima- mönnum, þegar við komum slyppir heim úr veiðiförinni og miður uppörvandi lýsingu á sjálfum okkur. Brátt hjaðnaði þó geip þeirra, og var þá snúið sér að því, að útbúa hádegisverð af þeim birgðum, sem til voru. Gekk það allt sæmilega, og tókst að tilreiða ágæta mál- tíð, því enn voru vistir langt frá því þrotnar. SÖNGUR VEIÐIMANNSINS Svengir sveigi stanga, sjatnar ei brim á vatni, leika sannir að svikum silungar niðri í gili, fegnastir mundu fagna, fríir við skaðvœnt mýið, slyppir ef undan sleppa slappir Hítdœlakappar. Nokkru eftir hádegisverð stígur Þorsteinn á fætur, fer í vaðstígvél og tekur sér veiðarfæri í hönd. — Komdu Nonni, segir hann við Jón Rafnsson, — ég er að hugsa um að rölta niður að vatni að gamni mínu. Síðan fara þeir. Segir ekki af ferðum þeirra fyrr en eftir 2 tíma eða meir. Þá koma þeir aftur og hafa stóra sil- ungakippu meðferðis. Heimamenn voru útivið, sumir að tína ber, aðrir að rölta um. Koma þeir nú hlaupandi og verða harla glaðir yfir fengnum. Var strax tekið til við að slægja fiskinn og undirbúa kvöldmáltíðina. Varð þetta upphaf að mikilli aflasæld, svo að ekki skorti fram- ar soðmat við Hítarvatn á þarvistardögum okkar, og hlotnaðist flestum eða öllum sú ánægja að veiða fisk á stöng. Um kvöldið var haldin mikil silungsveizla í skálan- um, með viðeigandi hátíðabrigðum. Voru ræður fluttar og lof kveðið veiðihetjunni miklu, sem lagði út á djúp- ið til þess að bjarga hinum nauðstöddu og vann frægan sigur: Fjóra á stöng og fœri, Finnbjarnararfinn svinni, dró úr djúpi bláu drottins lontur í pottinn. Eigi tanna-gulls-glenni glíkan í Hítarríki, áður á urriðaslóðum, ýtar fengu líta. Eftir mikið silungsát og langa og skemmtilega kvöld- vöku, lögðumst við til svefns um miðnættið, ánægð með liðinn dag og vongóð um aflasæld og batnandi tíðar- far næstu daga. Silungur syndir í ánni, sjö hundruð grömm eða meir, silungur soðinn á borðum, — í svefninum brosir Geir. Næstu tvo daga var veður svipað og að undanförnu, hægviðri, en þykkt loft og rigning öðruhvoru. Nóg veiddist til matar, fólk fór í smá gönguferðir um ná- grennið og tíndi ber, en um langar ferðir var ekki að ræða vegna veðurfarsins, og ekkert markvert bar til tíðinda. En á föstudaginn þyrmdi yfir okkur miklum harm- tíðindum. — Friðrikka ætlaði að vfirgefa okkur þá um kvöldið. Þurfti hún að vera komin til Reykjavíkur á laugardagskvöld vegna einhverra skyldustarfa. Auðvit- að hafði hún sagt okkur þetta í upphafi, en við gleymt því síðan í gleði og glauin útilegulífsins. Nú stóðum við andspænis blákaldri staðreyndinni: Hún var að fara. Hafði hún samið um það við Hafliða á Staðar- hrauni, að hann sendi henni hest á föstudagskvöld, ætlaði síðan að fara um kvöldið niður að Hítardal, gista þar um nóttina, ríða síðan snemma morguns nið- ur á þjóðveg og komast í áætlunarbíl, sem þar átti að fara um klukkan 9 á laugardagsmorguninn. Þessi áætlun raskaðist þó af óviðráðanlegum ástæð- um. Seinnipart föstudags tók að hvessa mikið og versn- aði veðrið því meir sem á leið, svo að undir kvöld var 84 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.