Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Page 27

Vinnan - 01.05.1946, Page 27
Kröfuganga 1. maí á leið frá sendiráði Sovétríkfanna mikill hugur fylgdi hinum fyrri yfirlýsingum um r.jálf- stæði þjóðanna. Því hvað mundi leiga herstöðva til Bandaríkjanna þýða fyrir Islendinga? Hun myndi þýða innlimun íslands í hernaðarkerfi Bandaríkjanna. Á eftir kæmi innlimun íslands í at- vinnu- og hagkerfi þeirra. Þar með væri skorið á þráð þúsund ára sögu okkar, menningar og viðskiptalífs, sem frá upphafi vega hefur verið tengt Evrópu. Undirstaða Islendinga sem þjóðar myndi brotna og bresta. Tungu okkar og þjóðerni varpað fyrir borð. Eftir yrði hjálenda Bandaríkjanna, hjálenda, er bundizt hefði böndum við einn aðila og aflað sér þar með tortryggni og óvildar annarra, hjálenda, er stæði andspænis þeirri hættu að tortímast í árekstrum milli stórvelda eða ríkjasamsteypa. En auk alls þessa myndum við Islendingar — ef við gengjum erlendu ríki á hönd í annað sinn — svíkja sjálfstæðisbaráttu allra þeirra þjóða, er búa nú við frelsisskerðingu eða óttast um sjálfstæði sitt. Samt hafa risið upp menn meðal Islendinga og talað máli hins erlenda ríkis. Það vill svo til. að þessir menn eru um leið svörnustu óvinir íslenzku verkalýðshreyfing- arinnar. Þeir vilja ónýta verk feðra okkar, ónýta baráttu, þjáningar og vonir þeirra mörgu íslenzku kynslóða, er enga hugsun hafa átt heitari né þrá dýpri en þá að sjá Iiina „öldnu móður, eðalbornu“ verða frjálsa og full- valda. Ef við Islendingar eigum nú aftur — eftir sjö aldir — að farga sjálfir gimsteini lífs okkar —, ef við eigum sjálfir að hætta að vera þjóð — hvert gildi hafði þá landnám fyrstu feðra okkar, hvert gildi hafði þá mynd- un íslenzkrar þjóðar fyrir þúsund árum? Við, sem nú lifum, berum ábyrgð gagnvart horfnum kynslóðum Islendinga og gagnvart niðjum okkar. Aldrei hefur hlutur neinna Islendinga verið auðvirði- legri en þeirra, er nú vilja umflýja þessa ábyrgð. Nú verða íslendingar að taka höndum saman. Zjtifundur 1. maí við Menntaskólann VINNAN 91 L

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.