Vinnan - 01.05.1946, Side 29
í verkstæðinn
slíkar plöntur hafi fyrir fundizt í gamla garðinum?- Ég
segi nei. Gras, sem grær í skugga, er súrt og safalaust.
Það er nú svo um gæsir, að þeim dettur aldrei í hug
að lifa á lélegu fæði. Þær láta ekki bjóða sér slíkt. Það
kom því að því, að gæsarsteggirnir, með augu eins og
gleym-mér-ei, leiddu hópinn, án minnsta samvizkubits,
út úr gamla garðinum. Það var nú fríð fylking; þrjátíu
og sex mörvaðar gæsir gengu fylktu liði inn á umfeðm-
ingsengi yfirforingja hestliðanna. Þetta var þeirra guðs-
dýrðar-Kanaan, — fyrirheitna landið, þar sem akrar
spruttu ósánir, hunang draup af hverju tré og smjör af
hverju strái.
Þetta var vel sprottið umfeðmingsengi, og þar ákváðu
gæsirnar að láta fyrir berast.
Það er ekki hægt að neita því, að þrjátíu og sex
gæsir geta gert töluverðan usla, ef þær komast í um-
feðming. Einnig tröðkuðu þær niður grasið. Umfeðm-
ingsengið varð hörmulegt útlits.
Eins og allar styrjaldir, hófst gæsastyrjöldin á smá-
kvörtunum, mótmælum og að lokum hótunum.
Yfirforingi hestliðanna sagði við mig: — Sjáið þér
til, Fallada, þér ættuð að segja hænsnastelpunni, að
þessi gæsafaraldur verði að leggjast niður.
Ég áminnti stúlkuna.
Aftur sagði yfirforinginn: — Herra Fallada, þessi
andskotans gæsafaraldur verður að leggjast niður.
Hvern skollann eruð þér að hoppinteglast í kringum
hænsnastelpuna, ef þér getið ekki látið hana gera svona
lítið fyrir yður?
Ég áminnti stúlkuna.
Dóra starði á mig fögrum, líflegum augum og kjökr-
aði: — O, Hans! Hvað eigum við að gera? Oðalsfrúin
segir, að gæsirnar megi éta þar sem þeim sýnist. Og
hvað eruð þér alltaf að flangsast utan í ráðsmanninum?
segir hún. Þér hafið komið í herbergið hans, segir hún.
Dóra grét. Hún hafði komið inn til mín, og ég gat
ekkert sagt. Yfirforinginn sagði . . . Jæja, hann sagði
nú sitt af hverju.
En svo kom að því, að hann sagði ekki meira.
Ekillinn okkar, Kaspar, sagði mér, að yfirforinginn
hefði komið eins og fjandinn úr sauðarleggnum þjót-
andi út úr hundabyrginu með písk í hendinni og barið
gæsirnar án nokkurrar tilfinningasemi.
Þetta kvöld grét Dóra. Oðalsfrúin hafði orðið svo
Ijót á brúnina. Ein gæsin var draghölt.
Það er hægt að hýða gæsir einu sinni. Það er jafnvel
hægt að hýða þær tvisvar. En í þriðja sinn láta þær ekki
hýða sig, og það var árangurslaust að yfirforinginn elti
þær á fæti. Hann náði þeim ekki. Þá elti hann þær ríð-
andi með langa pískól í hendinni. Gæsagargið bergmál-
aði ertandi í eyrum hans, en hann kom ekki höggi á
neina þeirra.
Þá brauzt stríðið út. Það var klukkan fimm um morg-
uninn. Vinnumennirnir voru farnir að gefa gripunum
stundarfjórðungi áður en hænurnar voru látnar út.
Skyndilega kváðu við tvö skot.
Síminn hringdi. Yfirforinginn stóð á öndinni af æs-
ingu:
— Fallada! Komið þér þegar í stað yfirum.
— Já, herra, grenjaði ég.
— Komið með léttadrenginn með yður, eða einhvern
til þess að bera líkin af vígvellinum.
— A stundinni, sagði ég.
Nú er maðkur í mysunni, hugsaði ég og náði í létta-
drenginn. Við hlupurn yfirum. A umfeðmingsengi yfir-
foringjans steinlágu sjö ungar og yndislegar gæsir, látn-
ar í blóma lífsins.
— Bíddu hérna, Karl! sagði ég og þaut inn í húsið.
Yfirforinginn sat í hægindastól og þambaði brenni-
vín, svo að rauk af vitum hans. Sá hafði byrjað
snemma, og það á fastandi maga. Skammbyssan lá í
glugganum. Hann hafði skotið þær út um gluggann, sjö
ungar og efnilegar gæsir.
— Daginn, sagði hann. — Þér hafið verið viðstadd-
ur messuna. Konan mín grætur. Haldið þér að nokkur
ástæða sé til að gráta? Hún grét ekkert yfir enginu
mínu.
— Frú Pratz verður bandvitlaus.
— Hún um það. Berið henni kveðju mína og segið
henni, að mér þyki þetta mjög leitt, en þetta er henni að
kenna.
— Já, sagði ég.
VINNAN
93