Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 33

Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 33
J ÓN RAFNSSON : r Alþýðusamband Islands 30 ára (Rœða flutt í útvarp 12. marz 1946) I kringum síSustu aldamót var að hefjast nýtt tíma- bil í atvinnu- og framleiðsluháttum þjóðarinnar, — það var dagrenning nýs aldaranda og rismál nýrra stéttar- viðhorfa í lífi alþýðunnar. Afar vorir og feður, sem áður höfðu skotizt úr sveit- inni í verið, gerðust nú þaulsætnari við sjóinn, og sett- ust þar að með skylduliði sínu, sem fiskimenn og erf- iðisvinnukarlar á mölinni. Islenzk borgarastétt var að komast á legg, — og samtímis óx vísir að annarri stétt manna, er byggði stöðugt meir lífsafkomu sína á aflahlut úr sjó eða því, sem hún vann sér inn með launavinnu. Það höfðu þeg- ar myndazt stéttaandstæður, sem áttu beinni og skemmri leið að sækja hvor gegn annarri en áður var, ■— og með aðstreymi vinnandi fólks til hinna rísandi smáþorpa við sjóinn, mynduðust betri skilyrði til félagslegra sam- skipta með alþýðufólki en áður voru. Það fór líka þannig, að brátt urðu árekstrar og lítt Þekkt hef ég ýmsa verkamenn, sem voru — þótt ótrú- legt sé — óráðnir í, hvert halda skyldi, þegar lagt var af stað í sumarleyfið. Slíkt er lítt viðunandi. Hending ein ræður þá, hvert farið er, og oft sætt slæmum kjör- um með farkost, ef menn verða þá ekki strandaglópar vegna þess, að öll farartæki eru yfirfull. Eru dæmi þess, að félitlir menn hafa leigt sér bíla 2—3 daga og farið eitthvað af handahófi. Slíkt er dýrt gaman og ærið vafasamt, hversu skemmtilegt það reynist. Það, sem stefna þarf að, eru vel skipulagðar hóp- ferðir, er gefi þátttakendunum kost á að auka þekk- ingu sína á landinu og verði skemmtiferðir um leið, við hóflegu verði. Hinar vinnandi stéttir, og landsmenn allir, ættu að setja sér það mark að auka nokkuð við forða þekk- ingar sinnar á landinu á sumri hverju. Verkalýðsfélögin verða að taka þetta mál til at- hugunar og umræðu. Er ekki ólíklegt, að áður en langt um líður, verði ferðastarfsemin fastur liður í starfi verkalýðsfélaganna á sviði menningarmálanna. skipulagðar skærur milli skútukarla og reiðara út af mataræði og fiskverði, milli eyrarvinnukarla og kaup- manna, út af kaupi og kaupgreiðslum. Þetta var undanfari hinna skipulegu stéttaátaka, er síðar urðu, fyrstu viðbrögð alþýðunnar í áttina til skipulagðra stéttarsamtaka. Nú í dag, á merkum tímaskilum í sögu verkalýðssam- takanna á Islandi, er oss holt, þó ekki væri nema með tilliti til hinna ungu, að gera oss nokkra grein fyrir því, að barátta frumherjanna var ekkert ævintýri, sem allir sóttust eftir að komast í, — að verkið sem þeir unnu, er þeir lögðu hornsteinana fyrstu að samtökum verka- lýðsins, eins og þau eru nú í dag, var enginn barna- leikur. Á þeirn tíma hafði að vísu skapazt þörf fyrir stéttar- leg samtök, — en þessa þörf sáu ekki þá nema tiltölu- lega fáir af þeim, sem njóta áttu. — Enn voru fæstir erfiðisvinnumanna vaknaðir sem stétt, — enn voru leyfar átthagabands og auðmýkt hjúmennskunnar of ríkir þættir í hugsanalífi þeirra, til þess að þeir fyndu til stéttarköllunar sinnar. Það voru því eigi aðeins atvinnurekendur þeirrar tíð- ar, með valdiö til að reka úr vinnu og loka reikningi, sein brautryðjendurnir fyrstu þurftu að horfast í augu við, heldur áttu þeir einnig við að stríða fálæti, undir- lægjuhátt og þverúð hins vanabundna manns, sem þeir báru fyrir brjósti sér og boðuðu fagnaöarerindi stéttar- legrar einingar. Á fyrstu upphafs- og aðfangadögum verkalýðssam- takanna, voru það beztu og djörfustu synir alþýðunnar, sem hófust handa, og skeyttu þá hvorki um náð atvinnu- rekandans né eigin stundarhag. — Hlutskipti þeirra var oft og einatt útilokun frá vinnu og neitun um úttekt í verzlunum, á sama tíma sem aðrir stéttarbræður þeirra nutu — af takmörkuðum skilningi oft og tíöum — ávaxtanna af fórnum þeirra. En bjargföst sannfæring þessara manna og trú á vaxandi þroska fólksins og sig- ur þess, þótt síðar yröi, gaf þeim þrótt til þess að halda baráttunni áfram. Og þetta brást þeim ekki. — Það kom sá dagur, að verkalýösfélag reis af grunni. Árið 1894 eru stofnuö tvö verkalýðsfélög, annað á Akureyri, hitt í Reykjavík. í júlí 1894 er taliÖ að Verka- VINNAN 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.