Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 37

Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 37
inu, enda verkakvennavinna lítil á staðnum, nema helzt í sambandi við slátrun sauðfjár að haustinu. „Hvöt“ á góðan vísi að bókasafni, sem er mikið not- að af þorpsbúum. Gengur viss hluti af árgjöldum félags- manna til reksturs bókasafnsins. Bókavörzlu annast Skúli Magnússon. Félagið á eigið fundarhús og var það byggt að mestu í sjálfboðavinnu á kreppuárunum. Húsið þarf ýmissa endurbóta og breytinga við og hafa félagsmenn hug á að hrinda þeim í framkvæmd á næstunni. Aðalatvinna verkamanna á Hvammstanga er vega- vinnan að sumrinu. 5 trillubátar eru í þorpinu og oft góður afli, einkum seinni hluta vetrar. Mestu erfiðleik- arnir eru að losna við aflann. Hefur ekki verið um ann- að að ræða en að salta fiskinn eða að flytj a hann norð- ur til Skagastrandar, í frystihúsin þar. En það er dýrt og tafsamt fyrir sjómennina og una þeir þessu að von- um illa. Nokkur von er nú til að úr þessu rætist, því kaupfélagið hefur frystihús í smíðum, sem byrjað var á í fyrra sumar. Hafnarskilyrði eru slæm á Hvannnstanga, þar eð að- grynni er mikið, og þarf því hafnargarður að vera býsna langur, ef að fullum notum á að koma. Mikill áhugi er þó ríkjandi meðal verkamanna og sjómanna fyrir hafnarbótum. Eins og sakir standa er ástandið í hafnarmálunum óviðunandi, því að bryggjustúfurinn, sem byggður hefur verið, stendur á þurru landi um fjöru. I sumar er afráðið að lengja garðinn nokkuð. Hefur hreppsnefndin handbærar í því skyni ca. 250 þús. krónur. En betur má ef duga skal. Vonir sjómann- anna á Hvammstanga standa til þess að unnt verði að stunda sjóinn á stærri og fullkonmari fiskibátum en þeir hafa átt kost fram að þessu. Og að þeim, sem eru bjart- sýnir á framtíð þorpsins, hefur hvarflað sá möguleiki, að þegar hafnargarðurinn hefur verið lengdur yrðu einnig reist síldarplön, og að svo gæti farið að síldar- söltun yrði möguleg sumarið 1947. Frá Blönduósi Á Blönduósi starfar Verkalýðsfélag Austur-Húnvetn- inga, sem verkamenn þar stofnuðu árið 1930 með ágætri aðstoð Einars Olgeirssonar, er þá var einn ötul- asti forvígismaður verkalýðshreyfingarinnar á Norður- landi og stofnaði fjölda félaga á þeim árum. Félagið átti því 15 ára starfsafmæli á s.l. ári. Eldskírn sína hlaut félagið í hinni kunnu Blönduósdeilu, skömmu eftir stofnun sína. Fékkst félagið viðurkennt eftir langt og hart verkfall. Meðan deilan stóð var þröngt í búi hjá mörgum verkamönnum, þar eð verzlanirnar lokuðu reikningum þeirra. Barst félaginu þá fjárhagsleg aðstoð frá nokkrum stéttarfélögum annars staðar á landinu og ein verzlunin braut bannið og lánaði verkfallsmönnum vörur. 1 Verkalýðsfélagi Austur-Húnvetninga eru um 90 verkamenn, flestir búsettir á Blönduósi. Formaður félagsins hefur lengst af verið Jón Einarsson skósmiður. Á síðasta aðalfundi lét hann af formennsku, en við tók Bjarni Bjarnason, ungur verkamaður. Félagið hefur nýlega fest kaup á samkomuhúsi þorpsins og hefir hækk- að árgjald félagsmanna upp í 100 krónur, til þess að geta staðið straum af afborgunum af húsinu. Húsið er rúmgott og að mörgu leyti vel fallið til félagsstarfsemi, en þarf hins vegar ýmissa endurbóta við. Blönduós er þannig í sveit settur, að hann hlýtur óhj ákvæmilega að verða áfram miðstöð samgangna og vörudreifingar í Austur-Húnavatnssýslu. En kauptúnið stendur fyrir opnum Húnaflóa og svo brimsamt er við ströndina, að engar líkur eru til að fiskveiðar verði stundaðar þaðan. Verkamennirnir eru í vegagerðinni á sumrin og stunda jöfnum höndurn smábúskap. Að vetr- inum má segja, að atvinnuleysi sé landlægt. Til úrbóta er vart um annað að ræða en að koma á fót einhvers konar iðnaði og á því sviði stendur kauptúnið vel að vígi, því raforku getur Blanda látið í té í ríkum mæli, en þorpið er byggt, sem kunnugt er. beggja megin ár- innar. I»ar símii „vcrkin taia“ Það er ánægjulegt að koma til Skagastrandar, enda er ekki örgrant um að nágrannakauptúnunum finnist hún vera eins konar óskabarn nýsköpunarinnar. Þar hafa allir nóg að starfa, enda miklar framkvæmdir yfir- standandi: Bygging síldarverksmiðju, hafnarmann- virkja o. s. frv. Engum getur dulizt að skilyrði til bæj- armyndunar eru hin ákjósanlegustu. Þorpið liggur vel við fiskveiðum á Húnaflóa utanverðum og möguleikar til jarðræktar eru hinir beztu allt í kring. Þess er vænzt að síldarverksmiðjan verði tilbúin til starfrækslu fyrir síldarvertíðina í sumar og mun það öllum, er síldveiði stunda, mikið kappsmál, því að mikill tímasparnaður er að því að geta lagt síld, veidda í Húnaflóa, upp á Skaga- strönd í stað þess að þurfa að halda með hana til Siglu- fjarðar. Auk þess ætti fjölgun verksmiðjanna að draga verulega úr því tjóni, sem orsakazt hefur af bið síld- veiðiskipanna eftir löndun, þegar veiðin hefur gengið að óskum. Gert er ráð fyrir að höfnin á Skagaströnd verði lok- uð, þ. e. að byggður verði hafnargarður úr svonefndu Hólanesi til móts við þann sem fyrir er og verið er að lengja. Ætti höfnin þá að verða örugg í öllum áttum, enda annað óviðunandi. með tilliti til allrar þeirrar starfrækslu sem fyrirhuguð er á þessum stað. Þrír dekkbátar ganga frá Skagaströnd í vetur og eru tveir þeirra aðkomubátar, en Skagstrendingar misstu Framh. á bls. 104. VINNAN 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.