Vinnan - 01.05.1946, Side 43
höfum ástæðu til að ætla, að okkur hafi tekizt það.
Vörubílastöðin Þróttur er eina vörubílastöðin, sem
starfar hér í bæ og er þar með skyld að taka alla þá
menn inn í félagið, sem þess óska og sem uppfylla þau
skilyrði, sem í lögum okkar eru um upptöku nýrra
meðlima.
Eg hef áður getið þess, að hinar mjög svo miklu
atvinnuframkvæmdir síðustu árin hafa orsakað hina
gífurlegu fjölgun innan stéttarinnar, nú aftur á móti er
ekki um þessar framkvæmdir að ræða, nema í litlum
stíl hjá því sem áður var, það má því búast við breytt-
um tímum, þótt allar góðar ráðagerðir takist. Það er
því frá okkar sjónarmiði vægast sagt hæpin ráðstöfun,
gagnvart þeim mönnum, sem fyrir eru í stéttinni og ætla
að stunda bílakstur til lífsframfæris að flytja inn í
landið vörubíla svo hundruðum skiptir, á meðan við
getum sannað, að sá bílakostur, sem fyrir hendi er inn-
an Þróttar, fullnægir fyllilega kröfunum. Margir félags-
menn okkar hafa fulla þörf á endurnýjun á gömlum og
viðhaldsfrekum bílum. Ef um innflutning á frambæri-
legum vörubílum verður að ræða, sem við höfum
ástæðu til að ætla að Nýbyggingarráð muni sjá um inn-
flutning á, óskar Þróttur að sjálfsögðu eftir því, að
tillit sé tekið til óska félagsins varðandi þetta mál og
höfum við fyllstu ástæðu til að ætla að svo verði gert.
Við viljum leggja á það mikla áherzlu, að úr því inn-
flutningur vörubíla er leyfður, þá séu fluttir inn í land-
ið vörubílar, sem henta okkar staðháttum og uppfylla
þær kröfur sem sívaxandi notkun stórvirkra vinnuvéla
útheimtir.
Islenzka bifreiðastjórastéttin er stétt nútímans í þess
orðs fyllstu merkingu. Stéttin hefur vaxið jafnhliða
þeirri þróun, sem breytt hefur atvinnuháttum þjóðar-
innar úr gamaldags einyrkja og kotungsbúskap til nú-
tíma atvinnuhátta og tækni. Bifreiðastjórarnir ættu því
llestum öðrum stéttum fremur að skilja þá viðleitni,
sem nú er verið að framkvæma til stórvirkrar nýsköp-
unar atvinnuveganna.
A liðnum árum hefur oft verið rætt um það í félagi
okkar, hvort stofnun Landssambands bifreiðastjóra
myndi ekki geta leitt til aukins félagslegs þroska meðal
stétarinnar og aukið hagsmunalegt og menningarlegt
öryggi stéttarinnar. Að sjálfsögðu hafa verið skiptar
skoðanir meðal bifreiðastjóra um stofnun slíks lands-
sambands og vafalaust yrði stofnun þess bundin mikl-
uin örðugleikum. Þróttur mun hins vegar bráðlega leita
álits bifreiðastjórasamtakanna um þetta mál.
Eigi verður rætt svo um málefni stéttar okkar, að
ekki verði minnzt á innflutning þeirra nauðþurfta, er
við þurfum til vinnu okkar, og þá möguleika til meira
samstarfs um innflutning, ef stofnað vrði landssam-
band bifreiðastjóra. Hefur okkur dottið í hug að slíkt
Úr bílaverkstæðinn
VINNAN
107