Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Qupperneq 43

Vinnan - 01.05.1946, Qupperneq 43
höfum ástæðu til að ætla, að okkur hafi tekizt það. Vörubílastöðin Þróttur er eina vörubílastöðin, sem starfar hér í bæ og er þar með skyld að taka alla þá menn inn í félagið, sem þess óska og sem uppfylla þau skilyrði, sem í lögum okkar eru um upptöku nýrra meðlima. Eg hef áður getið þess, að hinar mjög svo miklu atvinnuframkvæmdir síðustu árin hafa orsakað hina gífurlegu fjölgun innan stéttarinnar, nú aftur á móti er ekki um þessar framkvæmdir að ræða, nema í litlum stíl hjá því sem áður var, það má því búast við breytt- um tímum, þótt allar góðar ráðagerðir takist. Það er því frá okkar sjónarmiði vægast sagt hæpin ráðstöfun, gagnvart þeim mönnum, sem fyrir eru í stéttinni og ætla að stunda bílakstur til lífsframfæris að flytja inn í landið vörubíla svo hundruðum skiptir, á meðan við getum sannað, að sá bílakostur, sem fyrir hendi er inn- an Þróttar, fullnægir fyllilega kröfunum. Margir félags- menn okkar hafa fulla þörf á endurnýjun á gömlum og viðhaldsfrekum bílum. Ef um innflutning á frambæri- legum vörubílum verður að ræða, sem við höfum ástæðu til að ætla að Nýbyggingarráð muni sjá um inn- flutning á, óskar Þróttur að sjálfsögðu eftir því, að tillit sé tekið til óska félagsins varðandi þetta mál og höfum við fyllstu ástæðu til að ætla að svo verði gert. Við viljum leggja á það mikla áherzlu, að úr því inn- flutningur vörubíla er leyfður, þá séu fluttir inn í land- ið vörubílar, sem henta okkar staðháttum og uppfylla þær kröfur sem sívaxandi notkun stórvirkra vinnuvéla útheimtir. Islenzka bifreiðastjórastéttin er stétt nútímans í þess orðs fyllstu merkingu. Stéttin hefur vaxið jafnhliða þeirri þróun, sem breytt hefur atvinnuháttum þjóðar- innar úr gamaldags einyrkja og kotungsbúskap til nú- tíma atvinnuhátta og tækni. Bifreiðastjórarnir ættu því llestum öðrum stéttum fremur að skilja þá viðleitni, sem nú er verið að framkvæma til stórvirkrar nýsköp- unar atvinnuveganna. A liðnum árum hefur oft verið rætt um það í félagi okkar, hvort stofnun Landssambands bifreiðastjóra myndi ekki geta leitt til aukins félagslegs þroska meðal stétarinnar og aukið hagsmunalegt og menningarlegt öryggi stéttarinnar. Að sjálfsögðu hafa verið skiptar skoðanir meðal bifreiðastjóra um stofnun slíks lands- sambands og vafalaust yrði stofnun þess bundin mikl- uin örðugleikum. Þróttur mun hins vegar bráðlega leita álits bifreiðastjórasamtakanna um þetta mál. Eigi verður rætt svo um málefni stéttar okkar, að ekki verði minnzt á innflutning þeirra nauðþurfta, er við þurfum til vinnu okkar, og þá möguleika til meira samstarfs um innflutning, ef stofnað vrði landssam- band bifreiðastjóra. Hefur okkur dottið í hug að slíkt Úr bílaverkstæðinn VINNAN 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.