Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Qupperneq 45

Vinnan - 01.05.1946, Qupperneq 45
Baldur Bjarnason mayister: SP Ann Sögulegt yfirllt Allt frá því að heimsveldi Spánverja leið undir lok í byrjun 19. aldar. hefur Spánn verið nokkurs konar gleymdur afkimi í útjaðri Evrópu. Stöku sinnum hefur þó Spánn vakið eftirtekt manna. Við og við hafa geysað þar borgarastríð. 1898 átti Spánn í stríði við Ameríku, sem þá hrifsaði til sín síðustu nýlendur Spánar vestan hafs, en að öðru leyti hefur Spánn komið lítið við sögu. Innanlands gerðist raunverulega lítið, þjóðfélagið stóð að mestu í stað og innanlands-styrjaldirnar voru að mestu stríð milli hershöfðingjanna innbyrðis og mála- liðs þeirra. 1913 hrifsaði Spánarkonungur norðurhéruð Marokko undir yfirráð sín. Það kostaði blóðuga styrj- öld 1921-—26, að halda þessum héruðum, en ágóðinn af þeim var harla lítill. Hinn fornfrægi Spánn var í raun réttri í meira en 100 ár, niðurnítt einangrað og örfátækt bændaland, þar sem konungurinn, aðalshyskið og konunglegir hershöfðingjar fóru með öll völd, studd- ir af hinni auðugu, voldugu og áhrifamiklu kaþólsku kirkju. En smám saman hafði þó myndazt iðnaður í nýtízku stíl í borgum landsins, einkum í austur- og norðurhéruðunum. Þar myndaðist hægt og hægt and- stöðuhreyfing á móti konungsvaldinu og gömlu vald- stéttunum, sem endanlega varð til þess, að konungdæm- inu á Spáni var steypt og Spánn varð lýðveldi 1931. Þá beindust augu alheimsins að Spáni aftur enn á ný. Það var sem landið kæmi út úr 100 ára gamalli móðu. Mönnum varð það ljóst, að Spánn var enn þá hálfgert miðaldaland, þar sem kirkja og gózeigendur döfnuðu, þar sem bændur voru að mestu örfátækir leiguliðar, sístritandi fyrir hinum iðjulausu hástéttum hákirkju og háaðals. Þrátt fvrir þetta var til verkalýður og nútímaverka- lýðshre' fing í borgum Spánar og þar voru jafnframt borgaralegar stéttir iðnrekenda og verzlunarmanna, sem í ýmsu voru mjög ólíkar hliðstæðum stéttum í öðrum Evrópulöndum. Allt þetta hafði að mestu verið hulið sjónum þeirra manna, sem á sumrin fóru þangað til að skemmta sér og njóta þar sólskins og veðurblíðu og dázt að hinum fögru fornu byggingum í borgum Anda- lúzíu. En það voru einkum þessir menn, sem á 19. öld og fyrsta þriðjung 20. aldar, skrifuðu um Spán, sem þannig hafði orðið rómantískt ferðamannaland í aug- um almennings víðsvegar um heiminn. Að öðru leyti hafði Spánn verið grafinn í gleymsku, enda engan þátt tekið í þeim miklu átökum, sem einkenna sögu heimsins á síðari hluta 19. aldar og fyrsta fjórðung 20. aldar. Spánska lýðveldið minnti að sumu leyti á franska lýð- veldið 1792. Svo mjög hafði Spánn dregizt aftur úr. Voldugustu aðilarnir í atvinnu og menningarlífi lands- ins voru kaþólska kirkjan, sem var allt í senn stórjarð- eigandi, námueigandi og verksmiðjueigandi, og hin að- alborna stórjarðeigendastétt, sem að mestu lifði á þeim tekjum, sem hún hafði af gózum sínum og leigujörðum. Mikill hluti spönsku borgarastéttarinnar, bæði námu- eigendur, stórkaupmenn og sumir iðnrekendur voru ná- tengdir aðlinum og kirkjunni. Svo og herinn og meiri- hluti einbættismannastéttarinnar og síðast en ekki sízt mikið af millistéttum bæjanna. Allt þetta fólk hafði stutt konungsvaldið meðan þess var nokkur kostur, en að lokum er konungsvaldið var orðið svo veikt og svo hatað af almenningi að enginn möguleiki var að halda því við, þá lét yfirstétt Spánar og fylgdarlið hennar konunginn fara norður og niður og samþykkti lýðveldi. Höfuðandstæðingar konungsvaldsins höfðu verið verkamennirnir í bæjunum og iðnrekendurnir í norður- og austurhéruðum landsins, sem mjög lengi höfðu hat- azt við konung og kirkju af ýmsum ástæðum, einkum þó vegna þess að skattabyrðarnar mæddu óeðlilega mik- ið á þeim. Lýðveldishreyfingin var öflugust í norður- og austur- héruðunum þegar frá byrjun. Þaðan breiddist hún út meðal bændanna um allt landið. Hinar spönsku yfir- stéttir höfðu reiknað með því, að það að kasta konung- inum Alfons og hyski hans fyrir borð þýddi að þá væri hægt að friða og sefa hinn ólma lýð. En það reyndist ekki hægt. Bændurnir heimtuðu jarðnæði fyrir sig, af- nám leiguliðakjaranna og skiptingu á stærstu aðalslend- unum, verkamenn hærra kaup og alþýðutryggingar. Hinir framsæknu og ötluðu iðnrekendur norður- og austurhéraðanna lægri skatta. Vinstri flokkarnir urðu ofan á við fyrstu kosning- arnar, sem fram fóru í spánska lýðveldinu og mynduðu stjórn. Sú stjórn var að vísu ekki róttæk. En þó gerði VINNAN 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.