Vinnan - 01.05.1946, Síða 49
ardo sat andspænis mér. en hann starði án afláts út um
gluggann. Eg horfði á hann og mér varð allt í einu
ljóst, að hann var til í allt. Hann vílaði ekkert fyrir sér
lengur. Hann hefði ekki einu sinni hikað við að henda
sér út um gluggann, ef hann hefði álitið, að það kæmi
að nokkru liði. Það eitt, að horfa á kjálkana á honum,
gat skotið manni skelk í bringu. Ef hann verður svang-
ur, étur hann mig upp til agna, hugsaði ég.
Þegar við komum til Rómaborgar, settumst við að í
veitingahúsinu „Hinn iðrandi ræningi“, en hetjan frá
Porta Pía hafði mælt með þessu gistihúsi. Yfir dyrun-
um hékk spjald með mynd af krossunum þremur á Gol-
gata. Menn skyldu ætla, að nafnið væri dregið af ræn-
ingjanum fræga, sem hékk við hægri hlið Krists og
fékk, rétt áður en hann dó, hið glæsilega fyrirheit: „í
dag skaltu verða með mér í Paradís.“ En raunar stafaði
nafnið af því, að veitingamaðurinn, sem hafði marg-
sinnis setið í fangelsi fyrir þjófnað, ásamt hetjunni frá
Porta Pía, hafði vent kvæði sínu í kross og lagði nú
stund á stjórnmál. Hann hafði tekið þátt í mörgum her-
ferðum gegn óvinum ríkisins. Og til þess að vinna
verkalýðsfélögunum og kommúnistunum tjón, hafði
hann lagt sérstaka stund á þjófnað, sem framinn var á
nafni ættjarðarástar. Hann hafði grætt á þessu svo
drjúgan skilding, að það var sjálfur lögreglustjórinn,
sem hafði sæmt hann nafnbótinni „Hinn iðrandi ræn-
ingi.“
Snemma morguns daginn eftir gengum við til skrif-
stofu við Via Venti Settembri, og þar vonuðumst við
eftir, að okkur yrði útveguð vinna.
Dyravörðurinn vísaði okkur upp á fjórðu hæð. Við
gengum upp stigann og komum inn í gang, sem var þétt-
skipaður fólki. Við tókum okkur stöðu aftast í þyrping-
unni. Þegar við komumst að um hádegisbilið, urðum
við þess vísari, að við höfðum villzt upp á fimmtu hæð
í stað fjórðu.
Næsta dag höfnuðum við á fjórðu hæð, eins og okk-
ur bar. Við biðum í þrjá klukkutíma á bekk og vorum
tveir einir. Margir menn gengu hjá, en enginn gaf okk-
ur minnsta gaum. Loks var okkur vísað upp á fimmtu
hæð. Þar biðum við í tvo klukkutíma, unz okkur var
fengið númer á húsi í Corso Vittorio.
Þriðja daginn gerðist sem hér segir:
í skrifstofunni í Corso Vittorio var eftirfarandi
spurning lögð fyrir okkur:
— Hafið þér kort?
-— Hvers konar kort? spurðum við undrandi. Enn
var verið að þvæla um þessi kort.
Okkur var vísað að borði, þar sem skrifstofumaður
útbjó handa okkur kort og límdi á það tólf merki, eitt
fyrir hvern mánuð.
— Þrjátíu og fimm lírur, sagði skrifstofumaðurinn.
— Borga! Alltaf þarf maður að borga, sagði Ber- •
ardo. Þrjátíu og fimrn hnífstungur hefðu ekki getað
valdið okkur meiri sársauka. Við borguðum þessar þrjá-
tíu og fimm lírur.
Svo fórum við aftur til skrifstofunnar, sem við höfð-
um komið fyrst inn í.
— Hér eru kortin, sögðum við.
— Það er ágætt, var svarað. -—- Á morgun getið þið
farið til vinnumiðlunarskrifstofunnar og látið skrá ykk-
ur í atvinnubótavinnu.
Reyndar verð ég að geta þess, að Berardo lét þessa
tímasóun ekki á sig fá. Honum virtist hún mjög eðlileg.
—- Því meiri erfiðleikar, sem eru á því að fá vinnu,
því hærra hlýtur kaupið að vera, var hið sífellda viðlag
hans.
Um kvöldið, þegar búið var að loka skrifstofunni,
teymdi hann mig með sér um þvera og endilanga borg-
ina.
— Nei, líttu nú bara á, hrópaði hann uppveðraður,
þegar við sáum í fyrsta skipti hús með nafninu „Banki“
á. Hann stóð kyrr í fáeinar mínútur og starði hrifinn á
spjaldið, sem nafnið var letrað á. Svo hvíslaði hann að
mér: Það er hér, sem umboðsmaðurinn fær peningana.
En skömmu seinna rákumst við á annan banka, svo
þann þriðja og fjórða, þangað til við hættum að telja.
Hvaða banki var það nú, sem umboðsmaðurinn átti?
Það var ekki gott að segja. í miðri Rómaborg, þar sem
við álitum, að sankti Pétur væri grafinn, var yfirleitt
ekki annað en bankar.
—- Sjáðu, líttu bara á, sagði Berardo í hvert skipti,
sem við sáum nýjan banka. Sumir bankarnir voru stór-
ir, aðrir litlir og kringum þá var fjöldi fólks og bíla.
Berardo þreyttist aldrei á að dást að því, sem fyrir
augun bar.
Eitt kvöldið rákumst við á stóra mannþyrpingu fyrir
framan gistihúsið okkar. Vörubíll hafði rekizt á hús-
vegg, og margir menn reyndu árangurslaust að reisa
hann við. Það var meira umstang en erfiði, eins og títt
er meðal borgarbúa. Berardo ruddi sér braut gegnum
þyrpinguna, snaraði sér úr treyjunni, smeygði sér und-
ir bílinn, kraup á kné og reisti bílinn við, án þess að
fara sér óðslega, öllum viðstöddum til mikillar undr-
unar.
Þessi atburður olli því, að Berardo varð skrafhreyf-
inn á ný. — Donna Zizzola lætur loga á tveimur kertum
fyrir framan myndina af heilögum Antonio til verndar
gegn bönkunum. Er það ekki skoplegt? sagði hann eitt
kvöldið.
Eg hafði enga löngun til að ræða það mál.
—- Það er gaman að ævintýrum, meðan maður er
ungur, sagði hann. — Það er vit í að hrista ávexti af
trjánum, en er nokkurt vit í að kveikja í höll umboðs-
mannsins?
Ég lofaði honum að láta móðan mása.
VINNAN
113