Vinnan - 01.05.1946, Síða 51
Þegar hann var loksins hættur að hlæja og búinn að
þurrka tárin úr augunum, svaraði hann:
— Vinnumiðlunarskrifstofan fyrir Aquila er í Aquila.
En við höfðum sannarlega enga löngun til að takast
á hendur hringferð um alla Italíu.
— Nú erum við búnir að hringsóla nógu lengi í
skrifstofunni, sagði Berardo ákveðinn. — Við erum
komnir til Rómaborgar til að vinna atvinnubótavinnu,
en ekki til að ganga neina þyrnigöngu.
En við urðum að halda áfram þyrnigöngunni.
I veitingahúsinu „Hinn iðrandi ræningi“, bjó mála-
flutningsmaður einn að nafni Cavaliere Achill Pazienza.
Við leituðum á náðir hans, og sjötta daginn, sem við
vorum í Rómaborg, vorum við kallaðir á ráðstefnu inni
í herbergi hans. Það var við hliðina á herbergi okkar
og var álíka dimmt, þröngt og óvistlegt og herbergi
okkar. Don Achill Pazienza lá í rúminu. Hann var gam-
all og skinhoraður náungi með tíu daga skegg, í gulum
fötum, með hvíta strigaskó, stráhatt á höfði, brons-
medalíu á brjóstinu og tannstöngul úr tré í munninum,
og í þessum skrúða hafði hann hallað sér út af í rúmið
sitt til að taka á móti okkur. Undir rúminu stóð barma-
fullur náttpottur til skrauts.
— Viðtalið kostar tíu lírur. Þannig byrjaði Pazienza
samtalið.
— Sjálfsagt, sagði ég fljótmæltur.
— Tíu lírur fyrirfram, sagði Cavalierinn.
Við fengum honum tíu lírur.
— Tíu lírur fyrir hvorn, sagði Cavalíerinn.
Við fengum honum tíu lírur í viðbót.
Því næst stóð Cavalíerinn á fætur og gekk steinþegj-
andi út úr herberginu. Við heyrðum hann hósta frammi
í ganginum. Hann gekk hóstandi niður stigann, út, þvert
yfir götuna og inn í veitingahúsið andspænis okkur.
Við urðum að bíða nærri því í klukkutíma, þangað
til við heyrðum hóstann aftur. Cavalíerinn kom yfir
götuna, klöngraðist með mestu erfiðismunum upp stig-
ann og stanzaði stundarkorn fyrir framan dyrnar. Hann
hafði meðferðis brauðbita, hálffulla flösku af rauðvíni
og hálfa pylsu.
— Málið er mjög erfitt viðfangs, sagði Cavalíere
Pazienza, þegar hann var kominn í lárétta stellingu
aftur, enda þótt við værum ekki búnir að bera upp
erindið.
— Hvað eigið þið mikla peninga? spurði hann að
lokum eftir langa þögn.
Við létum alla aurana okkar í hatt Berardos, kopar-
skildingana líka. Það urðu um fjórtán lírur.
— Málið er ekki sérstaklega merkilegt, sagði Cava-
líerinn vonsvikinn.
Eftir langa umhugsun spurði hann:
— Getið þið útvegað meiri peninga frá Fontamara?
/ N
PÉTUR GEORG:
HUGSJÓNIR
i
Ég vildi vera blómiS
sem blærinn ljúfi vaggar,
sem brosir móti sólu
úr morgunbaSi daggar
og mælir sinn hreinleik
við himinblámans veldi, —
þá nyti ég þess kannske að vera
riíinn upp með rótum,
af rósfingraðri meyiarhönd
og-----troðinn undir íótum
og fleygt með öðrum afhroða
á öskuhaug að kveldi.
II
Ég vildi að ég væri sem íuglinn frjáls,
með fiður á skrokknum og álftaháls,
með lyfrauðan hanakamb höfði á
og hringbogna kló á hverri tá. —
Þá skyldi ég fara yfir fold og sjá
með flugvélarhraða um loftin blá,
dirrindí syngja með dillandi hljóði
(fyrir dálítinn styrk úr ríkissjóði),
svífa um eterinn ofar vindum
og eta mig saddan af skorkvikindum.
V____________________________________________/
— Já, auðvitað, svaraði Berardo strax, enda þótt
hann vissi, að því var ekki að heilsa.
— Og fáein hænsni? Nokkra kjúklinga? Og ofurlítið
af osti? Og dálítið af hunangi við hóstanum mínum?
bætti Cavalíerinn við.
— Áreiðanlega, sagði Berardo fljótmæltur, þó að
hann hefði aldrei bragðað hunang á ævi sinni.
— Þá fer að verða talsverð von um málið, sagði
Cavalíere Pazienza og glotti svo að við sáum grænar
tennurnar í munninum á honum.
Og nú fyrst fékk Berardo færi á að segja honum,
hvert erindið væri.
Cavalíerinn stóð á fætur, tók stafinn sinn, pataði
honum út í loftið og sagði:
— Komið með mér.
VINN AN
115