Heimilispósturinn - 15.06.1950, Blaðsíða 5

Heimilispósturinn - 15.06.1950, Blaðsíða 5
Johnnie Johnson — Esther Williams 5 KRÝTLU R. Frúin: — Ég er ekki gefin fyrir að nota mörg. orð. Þegar ég veifa hendinni, þá þýðir það, að ég vil láta yður kpma til að gera eitthvað fyrir mig. Nýja vinnukonan: — Já, þetta líkar mér, því ég er heldur ekki gef- in fyrir málæði. Og þegar ég hristi höfuðið, þá þýðir það, að ég komi ekki. * Eru nokkur takmörk fyrir því, hvað hægt fer að skrökva miklu ? Maður nokkur þóttist sjá, héðan ur Reykjavík, þröst, er sæti á þakinu á Viðeyjarstofunni. En maðurinn, sem hann sagði þetta við, bauð betur og sagði: —- En sérðu ekki fluguna, sem situr á stélinu á honum? * Maður kemur inn í lyfjabúð og bið- ur um pund af brennisteini. En þeg- ar hann heyrir verðið, segir hann, að hann geti fengið brennisteininn mik- ið ódýrari í hinni lyfjabúðinni. Þá segir lyfsalinn: — Það efast ég um, en ég veit, hvar þér getið fengið hann ókeypis. * — Maður fyrir borð! hrópaði sjó- maður, er hann sá mann detta út- byrðis af skipi, er lá í höfn. — Hvað á það að þýða, að hrópa: Maður fyrir borð! sagði sá, sem datt í sjóinn, þegar honum skaut upp. — Þér áttuð að hrópa: — Jónsson konsúll fyrir borð! asninn yðar! $ $ $ HEIMIL.ISPÓSTURINN 3

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.