Heimilispósturinn - 15.06.1950, Side 7

Heimilispósturinn - 15.06.1950, Side 7
önnur manneskja. Hún gekk þreytu- lega upp stigann, nærri því eins og gömul kona, og framhjá opnum dyr- um hins upplýsta herbergis, þar sem amma hennar sat, keik, með bók í höndunum, andspænis anddyrinu. Venjulega leit hún ekki inn í her- bergið, þegar hún gekk framhjá. En hún gerði það öðru hvoru. Þá störðu þær hvor á aðra andartak; gamla konan kuldalega, stingandi; stúlkan þreytulega, með andlitið og dökk uppspert augun fullt af máttvana hatri. Síðan hélt hún áfram og fór inn í herbergið sitt og hallaði sér stundarkorn upp að hurðinni, heyrði smellinn, þegar amman slökkti ljós- ið, grét stundum vonleysislega í hljóði og hvíslaði: „gamla skrukkan. Gamla skrukkan.“ Svo leið þetta frá. Hún afklæddist og skoðaði sig í speglinum, athugaði á sér munninn, sem nú var orðinn litlaus og þung- lamalegur, útflattur (eða það fannst henni), þreyttur og sljór af kossum, og sagði við sjálfa sig: „Guð minn góður. Hvers vegna er ég að þessu? Hvað gengur að mér?“ og hún fer að hugsa um það, að á morgun verði hún að mæta gömlu konunni aftur, með merki næturinnar á andlitinu eins og áverka, finna til tilgangsleys- is og tómleika lífsins í enn ríkara mæli en reiðinnar og ofsóknarinnar. Svo var það einn dag að hún hitti Paul de Montigny heima hjá vin- stúlku sinni. Þegar hann var farinn, voru stúlkurnar einar eftir. Nú horfðu þær hvor á aðra eins og tveir skylmingamenn, með dulu augnaráði. „Svo að þér lízt vel á hann, ekki satt?“ sagði vinstúlkan. „Þú hefur einkennilegan smekk, er það ekki?“ „Lízt vel á hvern?“ sagði Elly. „Ég yeit ekki, við hvern þú átt.“ „Jæja?“ sagði vinstúlkan. „Þú hef- ur þá ekki tekið eftir hárinu á hon- um. Það er eins og prjónahúfa. Og varirnar. Minna mann á hvalsspik." Elly leit á hana. „Hvað ertu að tala um?“ sagði Elly. „Ekkert," sagði hin. Hún leit út í anddyrið, náði sér síðan í sígarettu og kveikti í henni. „Eg veit ekkert um það. Mér hefur verið sagt það. Hvernig frændi hans drap einu sinni mann, sem hélt þvi fram, að hann væri kominn af negrum.“ „Þú lýgur,“ sagði Elly. Hin blés út úr sér reykjarstrók. „Gott og vel. Spurðu ömmu þína um ætt hans. Átti hún ekki líka heima í Louisiana ?“ „Hvað gerðir þú?“ sagði Elly. „Þú bauðst honum heim.“ „Ég fór þó ekki inn í fataskápinn til að kyssa hann.“ „O, jæja,“ sagði Elly. „Ef til vill gaztu það ekki.“ „Að minnsta kosti ekki meðan þú varst að flækjast fyrir,“ sagði hin. Um kvöldið sátu þau Paul á skugg- sælu veröndinni. En klukkan ellefu var það hún, sem var áköf og æst: „Nei! Nei! Ég bið þig.“ „Hvað er þetta? Við hvað ertu hrædd ?“ „Já. Ég er hrædd. Gerðu það fyrir mig að fara. Gerðu það fyrir mig.“ „Þá á morgun?" „Nei. Hvorki á morgun né nokkurn tíma.“ „Jú. Á morgun." 1 þetta skipti leit hún ekki inn, þegar hún fór framhjá dyrum ömmu sinnar. Hún hallaði sér ekki heldur upp að hurðinni til að gráta. En hún var móð, og sagði upphátt og hálf- fagnandi: „Negri. Negri. Mér þætti gaman að vita hvað hún segði, ef hún vissi þetta.“ Síðdegis næsta dag kom Paul gangandi upp að veröndinni, þar sem þær Elly og amma hennar sátu. Hún stóð upp og tók á móti Paul við 9 ? 9 HEIMILISPÓSTURINN 5

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.