Heimilispósturinn - 15.06.1950, Side 9
kalda, starandi óumflýjanlega augna-
ráði hins heyrnarlausa. „Allt í lagi!“
hrópaði Elly. „Ég skal þá gifta mig!
Yerður þú þá ánægð?“
Seinna um daginn hitti hún Paul
xiiðri i borginni. „Var allt í lagi í
gærkvöldi?" sagði hann. „Hvað er
að? Voru þau —“
„Nei. Paul, gifstu mér.“ Þau voru
innarlega í lyfjabúðinni, hálf hulin
af lyfseðlaborðinu, enda þótt einhver
gæti birtst á bak við það á hverju
augnabliki. „Giftstu mér — eða það
verður of seint, Paul.“
„Ég er ekki vanur að giftast
þeim.“ sagði Paul. „Heyrðu. Reyndu
að hressa þig upp.“
Hún hallaði sér upp að honum,
full af fyrirheitum. Rödd hennar var
óstyrk og áköf: „Við gerðum það
næstum í gærkvöldi. Ef þú giftist
mér, skal ég gera það.“
„Ætlar þú að gera það, ha? Á
undan eða eftir?“
„Já. Strax. Hvenær sem vera skal.“
„Mér þykir leitt, að ég get ekki
tekið boðinu.“ sagði hann.
„Og jafnvel ekki þó að ég vildi það
núna?“
„Heyrðu mig. Hresstu þig upp.“
9 9 9
HEIMILISPÓSTURINN
7