Heimilispósturinn - 15.06.1950, Blaðsíða 10
„Ó, ég heyri hvað þú ert að segja.
En ég trúi þér ekki. Og ég er hrædd
við að reyna það.“ Hún fór að gráta.
Hann sagði með vaxandi gremju:
„Hættu, segi ég!“
„Allt í lagi. Ég er hætt. Viltu það
þá ekki ? Annars verður það of
seint.“
„Nei, það veit sá sem allt veit. Ég
er ekki vanur að giftast þeim.“
„Allt í lagi. Vertu þá sæll — að
eilífu."
„Og mér er sama. Ef ég hitti þig
einhverntíma aftur, þá veiztu hvað
það þýðir. En engin gifting. Og ég
skal sjá svo um í næsta skipti, að
við höfum enga áhorfendur."
„Það verður ekkert næsta skipti,"
sagði Elly.
Daginn eftir var hann farinn. Viku
seinna birtist trúlofun hennar í
Memphisblöðunum. Það var ungur
maður, sem hún hafði þekkt frá
barnæsku. Hann var aðstoðarféhirð-
ir í bankanum, og fólk sagði að hann
setti eftir að verða bankastjóri. Hann
var alvarlegur og reglusamur piltur
með ólastanlega framkomu, og hafði
umgengizt hana í um það bil ár með
hógværri kurteisi. Hann snæddi alltaf
kvöldverð á sunnudagskvöldum með
fjölskyldunni, og þegar sýninga-
flokkar komu til borgarinnar, keypti
hann alltaf aðgöngumiða handa sér,
Elly og móður hennar. Þegar hann
heimsótti hana, jafnvel eftir að trú-
lofunin var gerð heyrin kunn, sátu
þau ekki úti á dimmu veröndinni.
Ef til vill var honum ókunnugt um,
að nokkur hefði setið þar í myrkrinu.
Nú sat enginn þar. Stundum grét
hún dálítið á næturnar, en þó ekki
oft; öðru hvoru skoðaði hún á sér
munninn í speglinum og grét hljóð-
lega, í þögulli örvæntingu og upp-
gjöf. „Nú get ég að minnsta kosti
lifað rólegu lífi,“ hugsaði hún með
sér. „Ég get að minnsta kosti lifað
það, sem ég á eftir af mínu dauða
lífi eins og ég væri þegar dauð.“
Svo skeði það allt í einu einn dag,
að amma hennar fór í heimsókn til
sonar síns í Mills City, eins og hún
hafði líka fallist á vopnahléð og upp-
gjöfina. Þegar hún var farin, virtist
húsið stærra og auðara en það hafði
nokkurn tíma verið, alveg eins og
amma hennar hefði verið eina lifandi
manneskjan í því fyrir utan hana
sjálfa. Nú voru daglega saumakonur
í húsinu, til þess að útbúa brúðar-
fötin, en samt fannst Elly sem hún
reikaði um hljóðlega og tilgangs-
laust, i tómi án umhugsunar eða vits,
frá einu auðu herberginu til annars,
sem öll voru of kunnugleg og frið-
sæl til þess að geta valdið henni
hryggð framar. Nú stóð hún lengi
við svefnherbergisglugga móður sinn-
ar og horfði á hægfara og örmjóa
anga vafningsviðarins, þegar þeir
klifu upp grindurnar og upp á þakið
á veröndinni eftir því sem leið á
sumarið. Þannig liðu tveir mánuðir;
hún átti að giftast eftir þrjár vikur.
Þá var það einn dag, að móðir henn-
ar sagði við hana: „Amma þín vill
koma heim á sunnudaginn. Hvers-
vegna akið þið Philip ekki til Mills
City og gistið hjá frænda þínum á
sunnudagsnóttina, og komið svo með
hana heim á sunnudaginn?" Fimm
mínútum seinna horfði Elly á sig í
speglinum eins og maður horfir á
þann, sem er nýsloppinn úr ægilegri
hættu. ,,Guð,“ hugsaði hún, „hvað
ætlaði ég að fara að gera ? Hvað
œtlaði ég að fara að gera?“
Áður en klukkustund var liðin
hafði hún náð í Paul í síma, hún fór
að heiman til þess, því að hún vildi
gera þær varúðarráðstafanir, sem
hún gat tímans vegna.
„á laugardagsmorgunn ? “ sagði
hann.
„Já. Ég ætla að segja mömmu að
8
HEIMILJSPÓSTURINN
? $ $