Heimilispósturinn - 15.06.1950, Side 18
myndi halda áfram að líta út
fyrir að vera tuttuga og átta
ára eftir að hún væri orðin fer-
tug. Það væri betra heldur en
að vera ungleg, og verða svo
allt í einu ellileg, þegar maður
væri orðin þrjátíu og cveggja.
Það væri að minnsta kosti henn-
ar skoðun. Þær mösuðu svona
saman eins og gamlar vinkonur
masa, sem sjaldan hittast. Þær
luku við máltíðina og fóru að
hugsa um að fá sér líkjör, en
frú Walton var ekki viss um
að það væri hollt ofan í hitt.
Frú Flintridge sagði, að það
væri úrelt viðvíkjandi vínblönd-
un. Það væri allt komið undir
því hvernig maginn væri fyrir-
kallaður. En auðvitað viður-
kenndi hún að hún væri ekki
sem bezt í maganum í dag, enda
engin furða eftir nóttina, og
hún bætti við: „Ég þori að veðja
að Bud —“
„Jæja, við skulum þá hafa
það koníak. Koníak er ágætt.
Þjónn, tvo Koníak. Ég meina
Courvoisier.“ Svo: „Hvað ætl-
aztu fyrir í dag? Heldurðu að
það sé einn af þessum hljóm-
leikum í dag ? Það er gallinn við
þriðjudagana. Ég vildi að ég
hefði munað eftir því, þegar ég
hringdi til þín. Þá hefðum við
getað hittst á miðvikudegi eða
fimmtudegi. Eigum við að ná
í blað og gá að því, hvort að það
eru hljómleikar?"
„Allt í lagi,“ sagði frú Flin-
tridge. „En það varst ekki þú,
sem hringdir til mín. Ég hringdi
til þín. Þú hringdir aldrei til
mín.“
„Ó, víst gerði ég það, Peggy,
víst geri ég það líka. Ég hringdi
til þín seinast.“
„Nei, ég hringdi til þín,“
sagði frú Flintridge.
„Jæja, þar áður.“
„Næst á undan því sem þú
hringdir til mín. Það var þegar
við Biid hittum ykkur Harry í
lestinni til New Haven.“
„Æ, hverju skiptir það, hver
hringir til hvers?“
Þjónninn kom með blaðið, og
það voru ekki einungis engir
hljómleikar, heldur átti vinsæla
kvikmyndin, sem sýnd var í
hljómlistarsal útvarpshallarinn-
ar, ekki að byrja fyrr en klukk-
an f jögur, og annað langaði þær
ekki til að sjá. Þá kom maður
inn og stóð við barinn, þar sem
þær gátu virt hann fyrir sér.
Hann var allur rennvotur, hatt-
urinn hans var rennvotur og
þunni frakkinn hans var renn-
votur. Og þegar hann talaði við
veitingamanninn, sem hann
þekkti auðsjáanlega, hló hann
eins og fólk gerir, þegar það
hefur lent í rigningardembu.
„Líttu á manninn," sagði frú
Walton. „Það hlýtur að vera
úrhellisrigning. Og ég með nýj-
an hatt, auðvitað. Við getum al-
veg eins beðið hér eins og ann-
arsstaðar.“
„Gott og vel, gerum það,“
sagði frú Flintridge. „Ég hefði
ekkert á móti því að fá mér
einn.“
„Ef ég drekk meira, verð ég
fuíí. Jæja þá.“
„Við getum beðið þjóninn að
láta okkur vita, þegar styttir
upp,“ sagði frú Flintridge. „Ég
held að ég fái mér viskí. Koníak
dregur mig niður eins og rign-
ingin.“ Hún fékk sér viskí, en
frú Walton hélt áfram með kon-
íak og sódavatn. Hún sagði:
„Ég ætla að fá mér ofurlítið af
16
HEIMILISPÓSTURINN
9 9 9