Heimilispósturinn - 15.06.1950, Side 23

Heimilispósturinn - 15.06.1950, Side 23
jafnblá og föðurins og herðar haiis jafnbreiðar. Ef hár föð- urins hefði ekki verið byrjað að grána, hefði maður getað haldið, að þeir væru bræður. „Kunnir þú ekki vel við þig í skólanum?“ ,,Jú, ég kunni vel við mig — mig langaði til að verða verka- fræðingur — en það eru jarð- göngin. Þú veizt það, pabbi — þau ná tökum á manni.“ „Já, ég kannast við það. Ef maður fær einu sinni bragð af þrýstilofti, þá ræður maður ekki við sig. Fæddur jarðgangamað- ur fær það í blóðið og losnar aldrei við það.“ Hann þagnaði. „Hvað varztu gamall, þegar þú fórst fyrst að vinna með mér í göngunum ?“ „Fimmtán ára. Það var í sum- arleyfinu mínu. Þú varst að vinna við Detroitána.“ „Hm,“ sagði Joe. „Þú varst smáhnokki þá. En þig langaði að feta í fótspor föður þíns?“ „Ég gat þó valdið skóflu.“ „Já, þú gazt valdið skóflu — og á sama aldri byrjaði ég — og afi þinn. En ég hélt, að þú ætlaðir að fara aðra leið. En þú ert kominn og hefur tekið ákvörðun þína og við því er ekkert að segja. Ég ætla aðeins að spyrja þig einnar spurning- ar. Veit móðir þín að þú ert hér?“ „Nei.“ Steve varð niðurlútur og roðnaði ofurlítið. „Væri ekki skynsamlegast að leyna hana því ?“ „Ef til vill. En ég er smeyk- ur við að það verði óhjákvæmi- legt að segja henni frá því. Veiztu, hve langt er síðan ég hef hitt hana móður þína?“ „Eru það ekki fimm ár?“ „Jú, fimm ár. Og það eru fimm ár síðan þú varst fyrst í jarðgöngunum. Fyrsta alvar- lega deilan milli okkar spratt af því. Hún sagði, að það væri Ijótt af mér að leyfa þér það. Ég hló. Ég sagði, að þú værir fæddur jarðgangamaður.“ Hann tróð tóbaki í pípuna sína og þurrkaði öskuna af fingrinum á óhreinni buxna- skálminni. „Eftir þetta versn- aði sambúðin. Ég fékk vinnu í öðrum landshluta, en hún varð kyrr í Detroit. Ég skrifaði, en fékk aðeins eitt svarbréf — hún sagðið að ég hefði rænt syni sínum.“ Feðgarnir þögðu um stund. Þeir heyrðu ekki háreystina og ysinn í veitingasalnum. Loks leit Steve í augu föður síns. „Og þetta er ástæðan til þess að þú og mamma . . . ?“ „Já,“ sagði Joe. Það var harka í málrómnum. „Þess vegna sendi ég þig í skóla. Þess vegna vildi ég að þú stundaðir námið! En —“ og hann brosti — „Það tókst ekki, drengur minn. En svo að við tölum um annað — hjá hverjum réðstu þig hér?“ „Tim Martin. Ég fer með flokknum hans á næstu vakt.“ Joe Redman stóð upp, gekk þvert yfir salinn og nam stað- ar við eitt borðið, þar sem herðabreiður risi sat að spilum með félögum sínum. Joe sagði nokkur orð við Stóra Tim og kom síðan aftur til sonar síns. „Það er í lagi,“ sagði hann. „Baðstu hann að hætta við að taka mig?“ spurði Steve kvíðinn. „Nei — til hvers væri það. Þú myndir bara ráða þig annars- $ S ? HEIMILISPÓSTURINN 21

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.