Heimilispósturinn - 15.06.1950, Síða 29
og var alltaf að hækka. Hann
rak upp skelfingaróp, þegar
hann fann hvað vatnið var orð-
ið djúpt. Svo reikaði hann út
eftir göngunum.
„Steve —“ ópið brast fram
milli samanbitinna vara Joes
um leið og hann brá planka yfir
opið, „Steve, sonur minn —
farð út — farðu — ég get ekki
ráðið við þetta lengur.“
„Ég — ég —get það ekki!“
hrópaði Steve.
Steve stóð við hlið föður síns
í hólfinu og var ekki undan-
komu auðið. Gamli maðurinn
hafði verið á stöðugri hreyf-
ingu, þegar hann var að reyna
að stífla opið, og hafði ósjálf-
rátt fært sig ofar, eftir því sem
meira rann inn af leðju. Steve
hafði staðið kyrr í sömu spor-
um, Undrunin og óttinn hafði
lamað hann og nú náði leðjan
honum í mjaðmir. Hann reyndi
að losa sig, en án árangurs.
Hann gat sig hvergi hrært.
„Ég kemst ekki, pabbi!“
hrópaði hann. „Farðu út —
farðu út —“ Þyturinn kæfði orð
hans. Þokan blindaði hann.
Hann hallaði sér upp að stoð og
horfði á föður sinn, sem var
eins og dökk þústa í þokunni.
Hann heyrði rödd hans gegnum
hinn djöfullega hávaða.
„Planka, drengur minn. Réttu
mér planka — síðasti möguleik-
inn — það er að stíflast —“
Það hafði stíflast. Eitthvað
hafði komist í opið og stíflað
það í bili. Það varð að þétta það
vel með plönkum og heypokum,
áður en loftstraumurinn brytist
aftur í gegn. Einn planki, einn
poki myndi duga. Steve þreif-
aði í blindni í kring um sig.
Hann teygði sig eins og hann
gat. En hann fann ekkert annað
en leðjuna.
„Planka — í guðs nafni —
planka!“ Það var örvæntingar-
hróp. Sekúndurnar voru dýr-
mætar. Tíminn var lífið sjálft.
Allt í einu sá hann fölt andlit
fyrir framan sig. Hryllileg vit-
nezkja skein úr augum föður
hans. Það var hvorki poki né
planki eftir.
Hvinurinn fór vaxandi. Nú •—
nú var rétta augnablikið til að
stífla opið. Eftir andartak —
þrjátíu sekúndur — yrði það of
seint. Opið myndi stækka, og
það litla loft, sem eftir væri í
göngunum, myndi brjótast út.
Þegar loftþrýstingurinn væri
orðinn lágur, mynd fljótið fossa
inn í göngin.
Steve reyndi að brosa. Hann
hafði unnið karlmannsstarf;
hann vildi deyja eins og karl-
menni sæmdi.
„Einn möguleiki, drengur
minn. Einn möguleiki — segðu
henni það, ef það tekst.“
Steve þreif í æði í naktar
herðar föður síns, þegar honum
skildist, hvað hann ætlaðist fyr-
ir. Hendur hans gripu um
sveitta handleggina.
„Guð minn góður! Gerðu það
ekki —!“
Joe sleit sig lausan og kast-
aði sér upp að opinu. Loftið
greip hann — lyfti honum —
þeytti honum inn í opið. Hrynj-
andi sandurinn lagðist þétt að
honum. Þyturinn í loftinu mink-
aði — varð að lágu suði —
hætti. A
9 9 9
HEIMILISPÓSTURINN
27