Heimilispósturinn - 15.06.1950, Qupperneq 34
HEIMILIS
PósTuRINN
KVIKMYNDAOPNAN
TJARNARBIÓ :
Kristofer Kolumbus,
Aðalhlutverk: Predric March (Kol-
umbus) og Florence Eldridge (ísa-
bellu Spánardrottningu).
Myndin gerð hjá J. Arthur Kank.
Þessi brezka litmynd frá J. Arthur Rank
um ævintýri, sigra og ósigra hins fræg-
asta af öllum frægum ævintýramönnum,
Kristóferusar Kolumbusar, hefur náð
heimsfrægð og er talin ein stórkostleg-
asta kvikmynd, sem gerð hefur verið.
Söguna um Kolumbus þekkja allir og
þó að tæpar 5 aldir séu liðnar síðan hann
dó, er hann ennþá fyrirmynd allra ungra
og framsækinna manna.
Það var í dögun þann 3. ágúst 1492,
sem Kolumbus sté um borð í skip sitt
„Santa Maria" og sigldi í vestur í landa-
leit, og hugðist á þennan hátt komast
skemmstu ieið til Indlands. — Dagar og
vikur liða og stöðugt er siglt yfir enda-
laust hafið. — Matvælin ganga til þurrðar,
sjómennirnir fá skyrbjúg og við uppreisn
liggur á flota Kólumbusar.
Þá er hrópað á flotanum „land fyrir
stafni", — en það reyndist missýning.
Þá lofar Kolumbus hinni örþreyttu
skipshöfn að hann skuli snúa við ef land
GAMLA BÍÓ
Ástalíf
Byrons lávaröar.
(The Bad Lord Byron)
Aðalhlutverkin leika:
Dennis Price, Mai Zett-
erling, Joan Greenwood,
Linden Travers, Sonia
Holm og Zena Marshall.
Myndin er gerð hjá
J. Arthur Rank.
Gamla Bió ætlar að sýna á næstunni
ensku kvikmyndina: „Ástalíf Byrons lá-
varðar", sem J. Arthur Rank hefur látið
gera. Þess má geta hér, að út hefur
komið á íslenzku ævisaga Byrons eftir
franska skáldið André Maurois, og er hún
talin með þeim beztu, sem samdar hafa
verið. Mörgum hér mun því áreiðanlega
leika hugur á að fá kvikmynd um Byron
lávarð, því ævi hans var að mörgu leyti
óvenjuleg — og þá ekki hvað sizt sam-
band hans við konur. Enda er það sú
hlið hans, sem tekin er til meðferðar í
mynd þessari. Ekkert hefur verið til spar-
að til að gera kvikmyndina samboðna
minningu skáldsins. Leikstjórn annaðist
David Macdonald. Aðalhlutverkið leikur
hinn ágæti leikari Dennis Price, og er
þetta veigamesta hlútverk í kvikmynd,
sem hann hefur haft með höndum til
þessa. Sænska leikkonan Mai Zetterling
(kunn úr myndunum „Prieda“ og „Quart-
et“) leikur itölsku greifafrúna Teresu
Guiccioli. Caroline Lamb er leikin af Joan
Greenwood; kona Byrons Annabella Mi-
banke er leikin af Sonia Holm. Linden
Travers leikur Augustu Leigh, systur
Byrons.
AUSTURBÆ J ARBlÓ:
„Rhapsody in blue".
(Sjá mynd á næstu blaðsiðu).
Aðalhlutverk: Robert Alda, Joan Les-
lie, Alexis Smith, Charles Cobum og
Julie Bishop.
Hugur George Gershwin hneigðist
snemma að tónlistinni. Þegar hann er
átján ára, fær hann tilsögn hjá fram-
úrskarandi kennara, er prófessor Frank
heitir, en gerist síðan starfsmaður hjá
sönglagaútgáfunni Remic. —George kynn-
ist ungri söngkonu, Julie Adams að nafni.
Hann stingur upp á þvi við hana, að hún
syngi eitt af lögum hans í stað Remic-
laganna. Þetta uppátæki verður til þess,
að Gershwin missir stöðuna. — Hann fer
sjáist ekki innan þriggja daga. — Að
morgni hins þriðja dags er Kolumbus
sjálfur á verði — þá sér hann allt í einu
ljós á landi, og daginn eftir er akkerum
varpað við land, — við eyju, er Kolumbus
kallaði „San Salvador" — frelsarann.
Á því andartaki, sem Kolumbus sté á
land á þessari eyju, var brotiö blað í
sögu heimsins og þjóðanna sem hann
byggja. —
Árin líða, þær vonir er menn byggðu
á fundi hins nýja heims rættust ekki og
var Kolumbusi kennt um — og 1499 er
honum varpað í dýflissu, — og hann deyr
skömmu siðar yfirgefinn og vinafár. —
Það er löngum hlutskipti brautryðjend-
anna, „Páir njóta eldanna, sem fyrstir
kveikja þá."
En á banabeði sínum sér Kolumbus sýn-
ir, hann sér og skilur að hann hafði þrátt
fyrir allt markað spor sin óafmáanlega í
svip kynslóðanna, hann hafði lagt horn-
stein að nýju mannfélagi, nýrri þjóð, frjó-
samri og þrekmikilli,
með hálfum huga til Max Dreyfus, for-
stjóra útgáfunnar Harm og Co„ og sýnir
honum lög, sem hann hefur samið. Dreyfus
þykist sjá, að þarna sé mjög efnilegt tón-
skáld á ferðinni, og lofar að hjálpa honum.
— Gershwin verður frægur og dáður á
skömmum ttftrfBÍIRíK finnur þörf hjá sér
til þess að semja klassiska tónlist, og
Frank prófessor lætur ekkert tækifæri ó-
notað til þess að eggja hann til þess.
Gershwin reynir að slita sig lausan frá
Söngleikahúsunum, en finnur að hann er
bundinn Broadway sterkum böndum. —
Paul Whiteman hefur ákveðið að halda
tónleika í Aeolian Hall, og er þar í fyrsta
sinni leikið stærsta tónverk Gershwins,
„Rhapsody in Blue". Gershwin er hylltur
ákaft, og gagnrýnendur lofa verkið mjög.
— Gershwin langar til að fara til Parisar
og skrifa klassiska tónlist, og Júlía eggj-
ar hann til fararinnar. 1 París skrifar
Gershwin „An American in Paris", og
hann lendir í ástarævintýri með töfrandi
ameriskri stúlku, er Christine Gilbert heit-
ir. Þau fara saman til Ameríku, en Chri-
stine kemst fljótt að raun um, að tónlist-
in er Gershwin eitt og allt, og hún yfir-
gefur hann. Gershwin leitar þá til Julie,
en hún vill ekkert hafa saman við hann
að sælda. — Gershwin semur negraóper-
una „Porgy og Bess" og hlýtur hún
geysilegar vinsældir, og er Gershwin nú
á hátindi frægðar sinnar. Hann leikur
„Concerto in F“ á hljómleikum, en verð-
ur þá skyndilega alvarlega veikur. Lækn-
ar ráðleggja honum loftslagsbreytingu, og
fer hann til Hollywood. Julie fær fregnir
af veikindum Gershwins, og flýgur hún
þá óðar til hans. — Gershwin liður nú
mun betur. Hann sezt við píanóið og leik-
ur eitt af sínum fegurstu lögum „Love
Walked In“. Laginu lýkur skyndilega með
ómstríðum hljómi. Gershwin hnígur fram
á nótnaborðið.
Myndin endar á hátíðlegum minningar-
tónleikum um George Gershwin, seni
haldnir, eru í New York,