Vinnan


Vinnan - 01.12.1947, Page 12

Vinnan - 01.12.1947, Page 12
haldandi einingu um nýskipan atvinnuveganna. Og afl- vakinn í þessari vítisvél var óttinn viS vaxandi áhrif og aukið sjálfstraust verkalýðsins. Með kosningunum 1946 fékkst staðfesting á því að blekkingameisturum peningavaldsins hafði tekizt að villa urn fyrir alþýðunni og veikja þannig grundvöllinn að áhrifum hennar á framfarasinnaða þjóðmálastefnu. Hin risavaxna áróðursvél varð dómgreind hennar yfirsterk- ari, svo brátt tóku að sjást glögg merki þess að sveigt mundi af þeirri leið, sem stefndi til bættrar afkornu og aukins réttar vinnandi manna. Þrátt fyrir ítrekaðar að- varanir um áform hinna bandaríkjasinnuðu fjárplógs- manna, lagði alltof stór hluti alþýðunnar eyru við fagur- gala þeirra og falsmælgi, er þeir stóðu íklæddir skrúða hinna einu sönnu föðurlandsvina, rétt eins og þeir hefðu gert sinn síðasta bisness og selt forherta gróðasál fyrir hreint hjarta, sem ann landi sínu og þjóð af fölskvalaus- um trúnaði. Eðlisgróin þrá alþýðunnar til þess að mega trúa því sem henni er hátíðlega lofað og þekkingarleysið á foraði þeirrar spillingar, sem íslenzkur peningalýður er sokk- inn í, hefur orðið reynslu hennar af þessari manntegund yfirsterkari, og framferði hans er samkvæmt þeirri niðurstöðu: Afsal landsréttinda, sem fram fór með flug- vallasamningnum við Bandaríkin og skipulagðar árásir á lífskjör og samtök alþýðunnar. Þeir menn hafa nú um skeið náð undirtökunum sem mest aij öllu hræddust framsókn alþýðunnar, sem vissu, að með framsækinni, óboginni, vinnandi alþýðu myndu völd þeirra skert, gróði þeirra takmarkaður, spilling þeirra' upprætt. Og þess vegna hafa þeir valið þá leið, sem hrunsöngurinn boðar. Fyrsta skrefið var að drepa vongleði fólksins og stórhug, sem er skilyrði fyrir bar- áttuþreki. En sterkasta vörn gegn því er óttinn — óttinn við kreppu, óttinn við verðbólgu, óttinn við hrun og ör- þrot. Samfara þessurn sefjunarsöng hafa svo fylgt verk- legar framkvæmdir — já meira að segja mjög verklegar. Til þess að unnt sé að fá hljómgrunn fyrir slíkum söng, þurfa að vera ákveðin skilyrði fyrir hendi. Slíkt þýðir ekki að kveða fyrir fólk, sem ekki sér út úr því sem það hefur að gera. Það væri að neita staðreyndunum frá dög- um gerðardómslaganna. Og það var ekki fyrir óvaninga að ráðast í að skapa þessi skilyrði, eins og við horfði í atvinnumálum íslendinga. Nýsköpunarhjólið var tekið að velta með þungum hraða og þótt margra tóla gæti hjá þeim valdamönnum sem telja sína pólitísku og efnalegu tilveru undir því komna að stöðva það, og miklu hafi þeir áorkað, tekur það sífellt nýjar sveiflur, a. m. k. um leið og hver nýr togari siglir að landi. Aflinn er mikill, söl- urnar háar, verðið gott, og talið er af þeim sem bezt þekkja, að hin falda gj aldeyriseign íslendinga erlendis nemi 3—4 hundruðum milljóna króna. Það hefur líka reynst svo, að því erfiðari sem skilyrðin urðu fyrir því að ná eyrum fólks og fá það til að trúa á hrunið, því meira ofurkapps hefur gætt í áróðri og athöfnum. Hver skýrslan af annarri hefur komið út, sem hefur átt að sanna, að nauðsyn bæri til þeirrar stöðvunar, sem orðið hefur á mörgum sviðum atvinnulífsins. I skjóli þess ótta sem tekizt hefur að skapa hafa svo fylgt beinar árásir á lífskjör fólksins. Fyrsta árásin var tollahækkanirnar á s. 1. vori. Þær lækkuðu laun verka- manna um allt að 9%. Kjaradeilurnar s. 1. sumar voru að nokkru leyti vörn verkalýðsstéttarinnar gegn þessari árás, vörn sem varð heildarsamtökunum mikill sigur og sýndi glöggt mátt þeirra og vald. Þessar deilur voru þó einnig með öðrum hætti lærdómsríkar fyrir verkalýðs- stéttina. Þær sýndu henni að auðstéttin er reiðubúin að beita ríkisvaldinu til flestra fjörráða við almenning, sem hugsanleg eru. Hún var þess m. a. albúin að stöðva síld- arvertíðina með það fyrir augum að fá í aðra hönd ávinn- ing, sem hún taldi sér meira virði: niðurlag verkalýðs- hreyfingarinnar. Enn stendur ríkisvaldið gegn því að frjálsir samningar takizt við járniðnaðarmenn, þrátt fyr- ir yfirlýsingar atvinnurekenda um réttmæti þeirra kjara- bóta, sem fram eru settar. Og í marga mánuði hafa ver- ið boðaðar beinar árásir á hendur alþýðunni. — Talað er um gengislækkun, vísitölulækkun, kaupbindingu, þ. e. þrælalög. Þetta eru gjafir, sem ríkisvaldið er enn að skoða hug sinn um, hvort óhætt muni að bjóða fólki, sem hlustað hefur á hrunsöng þess í 9 mánuði. Alþýðusambandsþingið var kallað saman til þess að fylkja verkalýðsstéttinni til varnar þessum áformum og tilheyrandi klofningstilraunum á samtökum alþýðunnar. Samþykktir þingsins benda á leiðirnar, sem fara beri til þess að halda atvinnuvegunum á heilbrigðum grund- velli og vísa með öllu á bug ráðabruggi hrunstefnu- manna. Þingið setti einnig fram ljósar tillögur um hvar setja beri skorður við aukinni verðbólgu, að svo miklu leyti sem unnt er að ráða við slíkt innanlands. Og að síðustu fordæmdi þingið mjög eindregið allar tilraunir til þess að veikja einingu samtakanna. Enn stöndum við frammi fyrir afturhaldi gerðardóms- laganna þar sem það reiðir til höggs gegn samtökum alþýðunnar og boðar atvinnuleysi og hrun svo framar- lega sem hún afhendi ekki skilyrðislaust árangurinn af sigrum undanfarinna ára. Þetta afturhald hefur feng- ið liðsauka og bætt á sig stimpli þeirrar manntegundar, sem ofurselur frumburðarrétt þjóðar sinnar til þess að geta ráðið yfir henni með beinni og óbeinni aðstoð er- lendra afla. Hins vegar bendir alþýða Islands á leiðirnar — hún býður fram orku hugar síns og handa til þess að vinna hina ótæmandi fjársjóði lands og sjávar. Hún veit að meðan aðrar þjóðir senda hingað norður veiðiflota sína svo hundruðum skipa skiptir, þá er það vaudalaust 234 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.