Vinnan


Vinnan - 01.12.1947, Side 16

Vinnan - 01.12.1947, Side 16
síðast soðnum selstota í salt, svo að lýsið rann um trýn- ið á þér. — Jájá, ég segi bara það, að værirðu nokkrum ár- um yngri, þá skyldum við sjá til, ódrátturinn þinn. — Hafðu þig nú á lappir og hitaðu kaffið, á meðan ég er að hlaða. Jóhann Emil tók niður gömlu selabyssuna sína, sem var fjórðungur úr mannburði á þyngd, og fór að hiaða hana. Hann vissi upp á hár hve mikið púður hún þurfti. Hann tálgaði raðirnar af heimasteyptu kúlunni, sem var þumlungur í endann, vafði hana í skinnpjötlu og rak á eftir með hlaðstokknum, á meðan gamla konan, með bera fæturna niður undan prjónaklukkunni, hristi kaffibrennarann yfir eldinum og tautaði ýmislegt á meðan. Þetta voru afbragðs kaffibaunir, og brátt fylltist stofan af ilminum, og ilmurinn mildaði óþekkt sonarins. Þau drukku kaffið, og sú gamla hellti sjálf vænurn sopa út í bolla sonarins, því að það var siður í þá daga. Osterlund var kominn í fötin. Yzt var hann í hvítri skyrtu og með hvíta sauðskinnshúfu á hausnum til að skera sem minnst af við ísinn. Hann tók skriðborðið í sjóbúðinni og lagði út á djúpið. Ég veit raunar að ég raska rás frásagnarinnar með því að útskýra, hvað skriðborð er. Það er skíði, miklu lengra, breiðara og þykkara en venjulegt skíði. A því liggur veiðimaðurinn á maganum og ýtir sér áfram með höndum og fótum. Frammi á eru upphækkanir, sem byssan hvílir á, og allra fremst er ferhyrnt tjald úr hvítum segldúki, með gægjugati á og út um það kemur byssuhlaupið. Selurinn heldur að þetta sé ísjaki, á meðan hann sér það ekki nálgast. Hvítklædd skyttan er vel falin bak við tjaldið. Á þessu er hægt að komast mjög nærri selunum og í skotfæri, sé mótvindur eða hliðarvindur. Auk byssunnar hafði Österlund meðferðis öxi og skutulinn sinn góða, með skutulstöng og línu, ef svo skyldi fara að særður selur kæmist undan niður í vök. Þá reið á að vera viðbúinn og skutla um leið og hann kom upp til að anda, festa síðan línuna um skutulsstöiig- ina og fást við kafandi villibráðina, því að á ísi getur einn maður ekki haldið í við særðan, kafandi sel. Því verður að hafa skutulstöng svo efnisgóða og svera, að hana megi leggja þvert yfir vökina, ef kraftar manns sjálfs hrökkva ekki til. ísinn var slæmur. Þetta var alls konar ís — diskaís, sem springur svo heyrist langar leiðir í logni, ís, sem var eins og þúsundir flöskubrota hver við annars hlið, ís, sem var alla vega upp hrúgað, og ís, sem var eins og samanslungnir, hvítir ormar. Það var annað en auðvelt að ganga eftir öllu þessu. Til að halda hita á fótunum var Ósterlund í selskinnsleistunum sínum, þeir voru úr vöðuselskinni og spikið var fast við að innanverðu, og þeir voru bundnir fast um öklanti með spotta. Ekki er hægt að nota slíka leista nema í miklu frosti; í hláku verða þeir eins og grautur og lýsið drýpur í gegnum tvöfalda ullarsókka. Og þá getur menn kalið á fótunum ef aftur frystir og ekki næst til lands. En Österlund hafði miðað stefnuna og stefndi nú á sólina. Lítið var um mishæðir á ísnum, sem hægt væri að felast bak við — og allt í einu sá hann eitthvað svart milli tveggja ísmola skammt framundan. Hann lagðist samstundis niður. Isinn var hér sléttur og hann útbjó skriðborðið hljótt og gætilega, miðaði stefnuna vand- lega og fór síðan að mjaka sér áfram með höndum og fótum. Annað slagið lyfti hann höfðinu og gægðist yfir tjaldið — jú, rétt var það — þarna lá sofandi selur. Hann sá reyndar hvorki haus né hreifa, en það sá hann, að þetta var rokna náungi, gamall höfðingi með margra ríkisdala virði af spiki, ef allt væri eins og vera skyldi. Hann hélt áfram og augun ætluðu út úr hausnum á hon- um í gegnum skotgatið. Skrítið nokkuð að hann skyldi aldrei lyfta hausnum og horfa í kringum sig. En sól- skinið vermdi svo notalega og hann steinsvaf eins og garnall, feitur prestur, sem hefur kapilán. Nú var Österlund um það bil að komast í kúlufæri. Hann lyfti sér með gætni — áræddi jafnvel upp á hnén. — Kobbi lá hreyfingarlaus — og hann sá, að langt úti var morandi af sel, á moldarlita blettinum, sem hann sá að heiman í kíkinum. En nú sá hann líka, að þar rétt hjá var komin vök með bláum sjó. Nú var hann kominn í færi. Hann þekkti byssuna sína og hann þekkti sjálfan sig. Hann hafði einu sinni hæft með kúlu á fimmtíu skrefa færi. Það var þegar þeir höfðu gleðskap á Snoppuskeri og hann vildi sýna þeim ágæti byssunnar — og þá auðvitað líka að hann væri ekkert fullur —. Honum ætti því ekki, að verða skotaskuld úr þessu. Nei — nú þorði hann ekki að skríða nær. Nú var skrof framundan og það lét svo hátt í því þegar það brotnaði niður. Nú miðaði hann í herrans nafni — vel og vendilega — og hleypti af. Selurinn hreyfðist ekki. En skotið gall og bergmálaði út yfir ísauðnina. Hann reis upp. Selurinn lá hreyfingar- laus. En yfir á dökka jakanum kom líf í tuskurnar. Hundruð sela stungu sér í hafið. Österlund hentist áfram til selsins síns. En selurinn var enginn selur. Þetta var tunna, eins stór og olíufat eða stærri, frosin föst í ísnum. En jafnvel mjög nærri leit hún út eins og bungan á feitum vöðusel, sem sefur djúpum og rólegum svefni í sólskininu. Þarna var samt kúlan í miðri tunnunni. Hann gægðist í kúlugatið. Það var líkast því að sæi í spik innan við. Ósterlund tók upp hnífinn og náði í ögn af innihaldinu, þefaði, bragðaði, smjattaði. Og svo settist hann niður á ísinn og varð ósköp kjánalegur á svipinn. Það var vax í tunnunni. * 238 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.