Vinnan - 01.12.1947, Qupperneq 19
að detta ýmislegt í hug. Þegar hann hafði gengið úr
skugga um að íbúarnir voru ekki lifandi, heldur bara
klséddar vaxmyndir -— en um það sannfœrðist hann er
hann hafði nokkrum sinnum, í allri vinsemd, reynt að
heilsa þeim og brjóta upp á samræðum við þá — þá
datt honum nokkuð í hug og það snjallt. Mannna gamla
var 'ætíð efst í huga hans. Hann fann, að hér yrði hann
að reisa móður sinni minnisvarða, mestu merkiskon-
unni, sem hann hafði nokkurn tíma komizt í kynni við.
Eftir alhnikla leit hitti hann þjónustusystur og spurði
hana vegar til forstjóra stofnunarinnar. Honum var vís-
að inn í herbergi og þar sat alvarlegur og fyrirferðar-
mikill maður við skrifborð. Eins og sænskum embættis-
rnanni ber leit hann ónotalega og gikkslega út.
— Afsakið, sagði Osterlund, — mundi vera hægt að
koma manneskju hérna inn í safnið — það er að segja
— ekki lifandi, heldur mynd — og hvað mundi það
kosta?
— Hver er maðurinn? spurði embættismaðurinn
þungbrýnn.
— Ég heiti Osterlund, vitavörður við Snoppuskers-
vitann í Eystrasalti. Mundi ekki vera hægt að koma
mömmu hérna inn?
Embættismáðurinn virti Österlund fyrir sér og hnykl-
aði höfðinglegur augabrúnirnar.
— Ja, það er undir því komið, hvernig kona það
hefur verið og hvert æfistarf hennar var. Hafr t. d. ein-
hver unnið mikil og sérstæð góðverk ....
— Já, það hefur hún gert, forstjóri. Eg þekki engan,
sem hefur gert mér eins mikið gott á æfinni. . . .
— Þér misskiljið mig, herra Österlund! Eg á við
hvort hún hafi gefið miklar fjárupphæðir í góðgerða-
skyni....
-— Nei, það hefur hún ekki gert, forstjóri, því hún
hefur aldrei átt neina peninga. . . .
— Eða hún hafi skarað fram úr á öðrum sviðum . . .
— Já, hún hefur alla æfi verið glöð og skemmtileg
og hún hefur strítt og stritað. . . .
— Já, en skiljið þér ekki, Osterlund, að hér geta að-
eins komið myndir af mönnum, sem á einn eða annan
hátt hafa stungið mjög í stúf við aðra í lífi sínu eða
verkum. Til dæmis konungar, herforingjar, stjórn-
málamenn, — ja, jafnvel líka niiklir afbrotamenn. rnorð-
ingjar, þjófar. . . .
— Herra forstjóri, mamma hefur aldrei stolið!
— Jæja, jæja. En hvað er þá sérkennilegt við hana?
Hafi hún ekki gefið stórar fjárhæðir til góðgerða eða
verið sérstakur afbrotamaður, þá skil ég. ekki hvaða
verðleika hún hefur til þess, að mynd hennar komist
hér inn.
—Jú, sjáið þér til, hún er svo fjarska gömul!
Österlund svitnaði.
Síldarsöltun á Siglufirði
VI N N A N
241