Vinnan


Vinnan - 01.12.1947, Qupperneq 21

Vinnan - 01.12.1947, Qupperneq 21
RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR: Launajafnrétti til sjós - þegar kokkurinn spjarar sig Nýlega var auglýst vörumóttaka í vélbátinn Snæfugl frá Reyðarfirði. Ég þurfti að koma bögglum til Reyð- arfjarðar og fór niður að höfn. Sé ég þá stúlku vera að klifra um borð — báturinn lá ekki fast við hafnarbakk- ann — og bílstjóra reka höfuðið út úr vörubíl og tauta fyrir munni sér: ,,Aklrei hef ég nú séð kvenfólk haga sér svona.“ — „Nei, karl minn, en ég var til sjós í sum- ar,“ hrópaði stúlkan glettnislega. um leið og hún hvarf niður í bátinn. Þetta var nemandi í þriðja bekk Kennaraskólans, Auður Jónasdóttir, en hún hafði verið kokkur á Snæ- fugli í sumar. Hér var efni í dálk í „Vinnuna“, hugsaði ég og tók að spyrja Auði spjörunum úr. — Hvernið líkaði þér starfið? — Ágætlega. Það var 18 manna áhöfn, en ekkert mjög erfitt. Báturinn er alveg nýr, einn af nýsköpunar- bátunum. — Hvernig var eldhúsið, spyr ég, sem veigra mér við að hætta mér út í umræður um bátagerðir. -V- Það var prýðilegt, rennandi vatn úr geymi, vask- ur með útrennsli og meira að segja dreglar á gólfinu. Ég passaði mig með að hafa allt tárhreint. Veggirnir voru hvítir, og karlarnir fóru alltaf úr síldarstökkun- um, áður en þeir borðuðu, nema þegar við fengum stóru köstin. Þá brettu þeir þeim bara upp og skófu af skónum fram við dyr. Það gátu borðað 9 í einu í eld- húsinu, en ég var samt alveg út af fyrir mig við mats- eldina. Við hliðina á eldhúsinu var ágætt búr, þar sem ég gat geymt allan matinn. — Hvaða mat náðuð þið í? —- Fiskinn úr sjónum og kjöt, stundum rnjólk. Oft- ast keypti ég brauð í landi, en bakaði alltaf, ef vantaði, oft jólaköku og tvisvar pönnukökur. En það var erfitt handa þessum sæg. Þar var líka í bæði skiptin einhver háseti, sem átti afmæli. Mannskapurinn verður að fá nóg að borða, það er undirstaðan, — segir Auður og finnur til sín. — Þegar tilkynningin kom frá ríkis- stjórninni um að halda áfram, var enginn matur til á höfnunum, hvorki kjöt, rnjólk né kartöflur. Enda sinnti mannskapurinn ekki áskoruninni. Við hættum á sama tíma og við höfðum ákveðið fyrir löngu. Við vorum Kokkurinn og 1. vélstjóri nú svona að tala um að bjóða ráðherranum með og „keyra“ með hann, svo sem í viku, matarlausan í síld- arleysinu. — Hvað voruð þið lengi og hvernig fiskuðuð þið? — Við vorum 62 daga og fiskuðum 4500 mál. Há- setahluturinn var 4200 krónur, en ég hafði l 'A hlut. — Hvað segirðu, ertu nú farin að undiroka karl- mennina ? — Nei! Kokkur á að vera kokkur, hvort sem hann er karl eða kona, segir Auður með spekingssvip, — og kokkar hafa 1% hlut á við háseta. Þeir hafa yfirleitt meira að gera og þurfa alltaf að drífa sig úr kojunni, þó ekki sé veiðiveður. Og ég þurfti alltaf að kýla í þá grautnum kl. 8 á morgnana, og svo var eilífur matur allan daginn, kaffi klukkan tíu, matur klukkan tólf, kaffi hálf f j ögur, matur klukkan sj ö og svo tíu-kaffið á kvöld- in sem allir þráðu. — En næturvaktin? — Hún bjargaði sér sjálf. Ég tók til brauð á kvöldin. Á morgnana var allt fínt og hreint í eldhúsinu. Auður ber skipshöfninni vel söguna, og hitt hef ég nokkra af skipshöfninni, sem einnig róma kokkinn. — Var aldrei veitt á nóttunni? — Nei, síldin fer alltaf niður um lágnættið og fer svo að reka upp trýnið aftur undir morgun, heyrði ég þá segja. VINNAN 243
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.