Vinnan - 01.12.1947, Page 25
eyrinum hafa verið keypt ný og vönduð framleiðslu-
tæki, sem nú eru þegar farin að auka við gjaldeyris-
framleiðsluna.
En jafnframt hagnýtri ráðstöfun gjaldeyrisins hefur
einnig farið fram bein eyðsla eða sóun gjaldeyris. Þann-
ig gjaldeyrismeðferð á sér enn stað í stórum stíl og
virðist harla lítill áhugi fyrir að stöðva slíkt. Utlitið
um öflun gjaldeyris er mjög hagstætt. Útflutningsvör-
urnar eru í háu verði og framleiðslutækin eru fleiri og
betri.
Allt bendir til þess að á næsta ári verði gjaldeyris-
tekjurnar þó enn hærri. Verði þá meðalsíldarár, í stað
lélegs í sumar, vaxa gjaldeyristekjurnar af síldarafurð-
unum mjög mikið. Á næsta ári taka næstum allir ný-
sköpunartogararnir þátt í veiðunum allt árið, en í ár
hafa aðeins nokkrir þeirra verið að störfum og enginn
allt árið.
Annar aðalþátturinn í áróðrinum fyrir lækkuðum
launum hefur verið sá, að illt útlit væri á afurðasölu-
málunum og sj ávarútvegur okkar væri ekki samkeppnis-
fær á erlendum mörkuðum. Hár er staðreyndum snúið
öfugt og srnærri örðugleikar gerðir að aðalatriðum.
Allar sjávarafurðir okkar hafa, selst á hœrra verði í
ár en áður. Eftirspurnin hefur verið mjög mikil og sal-
an í því efni auðveld. Nokkur hluti framleiðslunnar
hefur óhjákvæmilega orðið að seljast þjóðurn, sem lítið
eiga af frjálsum gjaldeyri, en verða að byggja viðskipti
sín að verulegu leyti á vöruskiptaverzlun. Þetta hefur
valdið örðugleikum vegna skammsýnnar fjármála-
stefnu íslenzkra stjórnarvalda og viljaleysis heildsalanna
á viðskiptum við þessar þjóðir.
Keppinautar okkar erlendis hafa átt mikil viðskipti
við þessar þjóðir á vöruskiptagrundvelli, og standa þeir
þó verr að vígi en við með að eiga viðskipti við þær
þjóðir sem búa við hátt verðlag.
Hin skammsýna fj ármálastefna okkar hefur á þennan
hátt spillt möguleikum á betra verði fyrir útflutnings-
framleiðsluna. Pólitískir fordómar hafa hér einnig ráðið
miklu um í ýmsum tilfellum.
Þrátt fyrir lélega stjórn afurðasölumálanna hefur
heildarútkoman þó orðið góð, eins og hér hefur verið
bent á.
Vissa er fyrir, að afurðaverðið fer enn hækkandi er-
lendis og sölumöguleikar eru mjög góðir. Það er því
hið mesta öfugmæli, að reynslan sýni að rétt sé að
ganga á kjör vinnandi fólks í landinu vegna afurða-
sölumálanna.
Þær aðgerðir sem nauðsynlegt er að gera til þess að
örfa framleiðsluna, bæta hag hennar og þeirra sem við
hana vinna, eru á engan hátt bundnar við launalækkanir
almennings. Rekstursútgj öld útgerðarinnar er hægt að
lækka til mikilla rnuna og verðlag fiskframleiðslunnar
innanlands getur áfram verið hátt.
EINAR SVEINN FRÍMANNS:
Ég drekk -
Ég fann ég var smáður og fyrirlitinn
mín föt vioru snjáð, jafnvel rifin og shitin,
þó þehkti ég sjálfur mitt sanna mceti
en samt var eins og ég ekki gæti
lagt í að ryðja rnitt rúm.
En í dag barst rnér flaska með fágœtum vökva,
ég fullyrði þetta og er ekki að skrökva:
Ég drakk rnér þar dirfsku og kjark
og nú er mér horfinn hinn helvízki beygur,
ég heimta mitt sæt.i. Ég er ekki deigur
og óttast ei slagsrnál né slark.
Þig grunar það ekki, hvað gefur mér kraftirm.
Gerðu ekki á hlut minn, því þá færðu á kjaftinn.
Jú, þú þykist rata. hið rétta strik —
en ég ryð mér ti.l sætis. Ég fyrirlít hik
— ég er kenndur og keikur í dag.
Á morgun fæ ég mér aftur einn litinn,
þú ert afar hneykslaður. Mér finnst þú skrítinn.
Yfir angandi glasi ég yrki minn brag.
Verkalýðssamtökin vita, að fyrirhugaðar eru árásir
á launakjör almennings. Þau verða að standa vel á
verði. Hver alþýðumaður á að vita, að áróður launa-
lækkunarinnar er rangur. Hið nýafstaðna alþýðusam-
bandsþing hefur bent á leiðir þær, sem nú á að fara
til stuðnings atvinnulífi landsins. Verði farið að ráðum
Alþýðusambandsins, þarf ekki að skerða lífskjör al-
mennings, en með þessu yrði stefnt að batnandi lífs-
kjörum.
VINNAN
247