Vinnan - 01.12.1947, Síða 26
r
Alit 20. þingsins
og ráðstefnu þingfulltrúa frá
Suður- og Suðvesturlandi um stofnun
Alþýðusambands Suðurlands.
I síöasta hefti Vinnunnar er skýrt frá því, í grein-
inni „Skemmdartilraun innan Alþýðusambandsins“, að
svo kölluð Verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins og viss-
ir menn innan sambandsins hafi á bak við Alþýðusam-
bandsstjórn í nafni tveggja sambandsfélaga gengizt fyr-
ir stofnun svokallaðs fjórðungssambands með hóp fé-
laga úr suður- og suðvesturhluta landsins.
Síðar upplýstist það, að þessi tvö sambandsfélög,
Verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins og vissir menn
innan sambandsins hafi á bak við Alþýðusambandsstjórn
í nafni tveggjá sambandsfélaga gengizt fyrir stofnun svo-
kallaðs fjórðungssambands með hóp félaga úr suður-
og suðvesturhluta landsins.
Loksins 26. okt. barst Alþýðusambandinu bréf frá
Hálfdáni Sveinssyni Akranesi, dags. 24. sama mán. svo-
hljóðandi:
„Ragnar Guðleifsson í Keflavík, ég undirskrifaður
og fleiri f. h. félaga okkar höfum haft samtök um að
gangast fyrir undirbúningi að stofnað yrði samband
verkalýðsfélaga á svæðinu frá og með Búðardal og
Stykkishólmi að Vík í Mýrdal, utan Reykjavíkur og
Hafnarfj arðar.
Undirbúningi er nú það langt komið, að til stofnfund-
ar er boðað á Akranesi 1. nóv. næstk., og er Alþýðu-
samband fslands hér með boðið að senda fulltrúa, til
þess að fylgjast með, að stofnun sambandsins fari fram
í samræmi við lög Alþýðusambandsins.
Virðingarfyllst
f. h. undirbúningsmanna
Hálfdán Sveinsson (sign l“.
Bréfi þessu svaraði sambandið samdægurs, þar sem
Hálfdáni og þeim félögum var skýrð afstaða sambands-
stjórnar til málsins (sjá síðasta hefti, bls. 219—220) og
mælst var til að umrætt „stofnþing“ á Akranesi yrði
ekki haldið áður en hið auglýsta þing Alþýðusambands
Islands rúmlega viku síðar hefði fjallað um málið.
Tilmælum þessum var ekki sinnt og „stofnþing“ hald-
ið á Akranesi 1. og 2. nóv. s.l. En stofnendur munu
teljast þessi félög: Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verka-
lýðs- og sjómannafélag Keflavíkur (samþ. með 31 gegn
13), Verkalýðsfélag Akraness (samþ. með 10 gegn 5),
Bílstj órafélag Rangæinga (samþ. með 4 gegn 1), Verka-
lýðsfélag Vatnsleysustrandar, Verkalýðsfélagið Stjarn-
an og Verkamannafélagið Báran, Eyrarbakka. — Verka-
lýðsfélagið Jökull í Ólafsvík og Verkalýðs- og sjómanna-
félag Miðneshrepps eru talin þarna með í stofnfundar-
gerð, en hið fyrrnefnda hefur ekki enn samþykkt þátt-
töku og hið síðarnefnda afturkallað þátttöku sína.
A 20. þingi Alþýðusambandsins var mál þetta mikið
rætt og samþykkt eftirfarandi ályktun:
„Þingið lítur svo á, að stofnun svonefnds A.S.S. á
Akranesi 1. og 2. þ. m. sé ekki í samræmi við lög Al-
þýðusambands íslands né anda heilbrigðrar starfsemi í
stéttarsamtökum alþýðunnar, m. a. af þeim ástæðum,
að lög þessa sambands gera ekki ráð fyrir því, að öll
sambandsfélög í þessum landsfj órðungi hafi rétt til
þátttöku og forgöngumenn svokallaðs A.S.S. ekki haft
neitt samráð við Alþýðusambandið um þetta mál, og
staðfestir því ekki stofnun þessa sambands.
Jafnframt samþykkir þingið að kalla saman strax að
loknu þinginu, ráðstefnu með þingfulltrúum frá sam-
bandsfélögum í umræddum landshluta öllum og segi
hún álit sitt í málinu.“
12. nóv. var haldin ráðstefna með fulltrúum sam-
bandsfélaga á Suður- og Suðvesturlandi og samþykkt
einróma svohljóðandi:
,Ráðstefnan staðfestir álit 20. þings Alþýðusambands
Islands um það, að stofnun svokallaðs Alþýðusambands
Suðurlands á Akranesi dagana 1. og 2. þ. m. sé hvorki
að því er undirbúning snertir né skipulagsákvæði sam-
rýmanleg lögum né anda Alþýðusambands Islands og
mótmælir henni sem lögbrotum.
Ráðstefnan lítur svo á, að samkvæmt gildandi lögum
A.S.I. sé með öllu ólöglegt að stofna til fjórðungssam-
banda án þess að öllum sambandsfélögum í viðkomandi
landsfjórðungi sé heimill jafn réttur til þátttöku.
Ráðstefnan telur ekki óeðlilegt að stofnað sé fjórð-
ungssamband á Suður- og Suðvesturlandi innan A.S.Í.,
ef meirihluti skipulagðra launþega innan sambandsins
óskar þess, en þó því aðeins:
1. Að öllum sambandsfélögum á viðkomandi lands-
svæði sé gefinn jafn réttur til þátttöku og lög þess
séu að öðru leyti í samræmi við lög A.S.Í.
2. Að undirbúningur allur fari fram í samráði við
sambandsstjórn og í samræmi við samþykkt sam-
bandsþings.
248
VINNAN