Vinnan


Vinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 30

Vinnan - 01.12.1947, Blaðsíða 30
í Praha, lagöi ég leið mína niður í Þjóðbankann til þess að athuga, hvort ekki væri niögulegt að selja þar nokkra íslenzka tíkalla. Einhver herramaður spurði mig þar spjörunum úr og athugaði peningana gaumgæfilega. Hann fullvissaði mig um það, að þeir gætu og vildu taka peningana, sérstaklega af því að mér lægi á að fá gjaldeyri, en þeir gætu ekki tekið þá í dag. Ég skyldi koma á morgun, þá fengi ég endanleg svör. Næsta dag sagðist hann geta tekið peningana, en þeií þyrftu fyrst að senda skeyti til Englands, og það gæti dregizt fram yfir þann 20. ágúst, að þeir ættu mögulegt með að innleysa þá. Ég hafði sagt honum daginn áður, að ég færi þann 20. til Frakklands. Þannig virtust mér fjölmargir Tékkar. Þeir vilja og ætla að gera allt fyrir alla, en hvort þeim er það mögulegt og hvenær þeim er það mögulegt, kemur síðar á daginn. Ég átti tal við ýmsa, þar með þann ritstjóra kommúnistablaðsins Rude Pravo, sem sér um erlenda efnið, um afstöðu Tékka til landanna í austri og vestri og Marshal-planið. Ritstjór- inn sagði, að enginn ábyrgur stjórnmálamaður í Tékkó- slókvakíu hefði viljað taka þátt í Marshal-planinu nema forystumenn kaþólska flokksins í Slóvakíu, en hann byggi einkum að leifunum af gamla kvislingaflokki þess lánds. Tékkar vildu ganga á undan öðrum slafneskum þjóðum að því leyti að halda uppi góðri og vinsam- legri sambúð við Vesturveldin, en þeir skæru sig ekki einir út úr, Stjórnin hefði gefið út yfirlýsingu þess efnis, að hún vildi senda fulltrúa á Parísarráðstefnuna, en í þeirri yfirlýsingu hefði hvorki falizt, að hún ætlaði að gerast aðili að Marshal-áætluninni eða endanleg ákvörðun um það, að hún sendi fulltrúa á ráðstefnuna. Þjóðirnar í Austur-Evrópu hefðu með sér bandalag um sameiginleg öryggis- og hagsmunamál. Engin ein þjóð þessa bandalags gæti gerzt aðili að mikilsvarðandi fyr- irætlun, sem snerti hag Evrópuríkja. Síðast en ekki sízt væri Marshal-planið þess eðlis, að Tékkar gætu alls ekki gerzt aðilar að því, heldur hlytu að leggjast á móti því eftir föngum og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. En það yrðu Vesturveldin að vita, að Tékkar vildu ganga á undan og gera sitt til að samvinna héld- ist milli Austur- og Vestur-Evrópu. Fyrir kurteisis sakir spurði ég þennan ágæta ritstjóra 252 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.